Fyrsta myndin af leikaranum Jared Leto í gervi Jókersins hefur loks litið dagsins ljós. David Ayer, leikstjóri ofurhetjumyndarinnar Suicide Squad, birti myndina á samskiptamiðlum í nótt.
Óhætt er að segja túlkun Leto á erkióvini Leðurblökumannsins verði nokkuð frábrugðin því sem áhorfendur hafa fengið að sjá hingað til. Nýi Jókerinn er þakinn húðflúrum. Orðið „Damaged“ eða „Skemmdur“ er flúrað á enni Jókersins.
Áætlað er að frumsýna Suicide Squad 5. ágúst 2016.
Jared Leto í líki Jókersins
Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
