Íslenskur fótbolti á Stöð 2 Sport til 2021 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2015 13:15 Frá undirritun samningsins í dag. Geir Þorsteinsson og Sævar Freyr Þráinsson handsala samninginn. Vísir Fulltrúar 365 miðla hf. og Knattspyrnusambands Íslands undirrituðu í dag nýjan samning um sýningarrétt á leikjum allra helstu móta sambandsins frá 2016 til 2021 - alls sex keppnistímabil. Um tímamótasamning er að ræða, samkvæmt tilkynningu 365 og KSÍ. Sýningarrétturinn nær til Íslandsmóts karla og kvenna, bikarkeppni karla og kvenna, Meistarakeppni KSÍ í karla- og kvennaflokki sem og Deildarbikarkeppni KSÍ í karla- og kvennaflokki. Enn fremur hafa 365 miðlar tryggt sér einkarétt á sölu heitis mótanna að deildarbikarkeppninni undanskilinni og tiltekin markaðsréttindi sem því fylgir. Þá opnast með samningum í fyrsta sinn sá möguleiki að vera með alla 132 leikina í efstu deild karla í beinni útsendingu, hvort sem er í sjónvarpi eða á netinu. Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: „Tímamótasamningur milli KSÍ og 365 um útsendingar frá íslenskri knattspyrnu Knattspyrnusamband Íslands og 365 miðlar hf. undirrituðu í dag samning um rétt 365 til að sjónvarpa leikjum á vegum KSÍ fyrir árin 2016 – 2021 (6 keppnistímabil). Samningur var gerður í nánu samstarfi við stjórn Íslensks toppfótbolta (ÍTF). Þetta er í fyrsta sinn síðan 1998 sem þessi réttindi eru seld beint innanlands, en síðan þá hefur rétturinn verið seldur til erlendra aðila sem hafa endurselt hann að hluta til Íslands. Samningurinn felur í sér að 365 miðlar munu hafa einkarétt til sjónvarpsútsendinga frá eftirtöldum mótum innan sem utan lands: - Íslandsmótið í knattspyrnu / efsta deild karla og kvenna - Bikarkeppni KSÍ í meistaraflokki karla og kvenna - Meistarakeppni KSÍ í karla- og kvennaflokki - Deildarbikarkeppni KSÍ / A deild karla og kvenna 365 miðlar hafa jafnframt einkarétt á sölu heitis ofangreindra móta, utan deildarbikarkeppni KSÍ, og heiti mótanna fylgja tiltekin markaðsréttindi. Með samningi þessum er stefnt að aukinni umfjöllun um íslenska knattspyrnu í miðlum 365 og á næsta ári opnast m. a. í fyrsta sinn möguleiki að hægt verði að sýna alla 132 leikina í efstu deild karla í beinni útsendingu í sjónvarpi eða yfir internetið. „Það er ánægjuefni að búið er að klára samninginn. Nú tekur við mikil vinna hjá okkur, KSÍ og félögunum að lyfta íslenskri knattspyrnu upp á enn hærra plan,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365. „Þessi samningur rennir styrkum stoðum undir rekstur félaganna og mun gera okkur kleift að gera mótin sýnilegri og verðmætari", sagði Ásgeir Ásgeirsson, formaður ÍTF, við undirritunina. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, lýsti yfir mikilli ánægju með samninginn: „Samningurinn er mikil viðurkenning fyrir íslenska knattspyrnu og mun auka umfjöllun um hana til muna. Samstarfið við 365 á liðnum árum hefur verið afar farsælt og þessi samningur mun efla það enn frekar."“ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira
Fulltrúar 365 miðla hf. og Knattspyrnusambands Íslands undirrituðu í dag nýjan samning um sýningarrétt á leikjum allra helstu móta sambandsins frá 2016 til 2021 - alls sex keppnistímabil. Um tímamótasamning er að ræða, samkvæmt tilkynningu 365 og KSÍ. Sýningarrétturinn nær til Íslandsmóts karla og kvenna, bikarkeppni karla og kvenna, Meistarakeppni KSÍ í karla- og kvennaflokki sem og Deildarbikarkeppni KSÍ í karla- og kvennaflokki. Enn fremur hafa 365 miðlar tryggt sér einkarétt á sölu heitis mótanna að deildarbikarkeppninni undanskilinni og tiltekin markaðsréttindi sem því fylgir. Þá opnast með samningum í fyrsta sinn sá möguleiki að vera með alla 132 leikina í efstu deild karla í beinni útsendingu, hvort sem er í sjónvarpi eða á netinu. Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: „Tímamótasamningur milli KSÍ og 365 um útsendingar frá íslenskri knattspyrnu Knattspyrnusamband Íslands og 365 miðlar hf. undirrituðu í dag samning um rétt 365 til að sjónvarpa leikjum á vegum KSÍ fyrir árin 2016 – 2021 (6 keppnistímabil). Samningur var gerður í nánu samstarfi við stjórn Íslensks toppfótbolta (ÍTF). Þetta er í fyrsta sinn síðan 1998 sem þessi réttindi eru seld beint innanlands, en síðan þá hefur rétturinn verið seldur til erlendra aðila sem hafa endurselt hann að hluta til Íslands. Samningurinn felur í sér að 365 miðlar munu hafa einkarétt til sjónvarpsútsendinga frá eftirtöldum mótum innan sem utan lands: - Íslandsmótið í knattspyrnu / efsta deild karla og kvenna - Bikarkeppni KSÍ í meistaraflokki karla og kvenna - Meistarakeppni KSÍ í karla- og kvennaflokki - Deildarbikarkeppni KSÍ / A deild karla og kvenna 365 miðlar hafa jafnframt einkarétt á sölu heitis ofangreindra móta, utan deildarbikarkeppni KSÍ, og heiti mótanna fylgja tiltekin markaðsréttindi. Með samningi þessum er stefnt að aukinni umfjöllun um íslenska knattspyrnu í miðlum 365 og á næsta ári opnast m. a. í fyrsta sinn möguleiki að hægt verði að sýna alla 132 leikina í efstu deild karla í beinni útsendingu í sjónvarpi eða yfir internetið. „Það er ánægjuefni að búið er að klára samninginn. Nú tekur við mikil vinna hjá okkur, KSÍ og félögunum að lyfta íslenskri knattspyrnu upp á enn hærra plan,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365. „Þessi samningur rennir styrkum stoðum undir rekstur félaganna og mun gera okkur kleift að gera mótin sýnilegri og verðmætari", sagði Ásgeir Ásgeirsson, formaður ÍTF, við undirritunina. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, lýsti yfir mikilli ánægju með samninginn: „Samningurinn er mikil viðurkenning fyrir íslenska knattspyrnu og mun auka umfjöllun um hana til muna. Samstarfið við 365 á liðnum árum hefur verið afar farsælt og þessi samningur mun efla það enn frekar."“
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira