Menn með stöðu flóttamanna reyndu í gærkvöldi að komast inn á lokað svæði við sundahöfn með það í huga að komast um borð í flutningaskip á leið til Ameríku. Þeir voru vel búnir fatnaði og munum, að sögn lögreglu, en ekki kemur fram í skeyti frá henni hversu margir þeir voru.
Þeir voru vistaðir í fangageymslum og verða yfirheyrðir í dag. Öryggisgæsla i Sundahöfn hefur verið stór aukin vegna ámóta tilvika síðustu misserin og hafa ekki fundist laumufarþegar í skipum um langt skeið.
Reyndu að fela sig í flutningaskipi
