Bílskúrinn: Barátta í Barein Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. apríl 2015 14:30 Mercedes liðið stillir sér upp fyrir hefðbundna hópmynd. Vísir/Getty Lewis Hamilton rétt náði að koma fyrstur í mark í spennandi keppni. Pastor Maldonado tókst ekki að klára og Valtteri Bottas varðist vel. Farið verður yfir allt þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Pastor Maldonado finnst hann ekki verðskulda slæmt orðspor sem han hefur á sér.Vísir/GettyPastor Maldonado Venesúela búinn í liði Lotus hefur ekki tekist að ljúka keppni á tímabilinu. Hann var saklaust fórnarlamb í fyrstu þremur keppnunum. Keppnin um helgina var ekki hans besta. Maldonado gerði mistök þegar hann var að koma inn á þjónustusvæðið, já aftur, aðra helgina í röð. Mistökin í Barein voru afdrifarík. Hann kom hratt inn á þjónustusvæðið og læsti afturdekkjunum og drap á bílnum. Pastor Maldonado er gjarnan kallaður „Crashtor,“ enda hefur hann unnið hart að því að skapa sér orðspor sem óöruggur ökumaður. Crashtor myndi útleggjast: Klesstor. Líklega væri Lotus að leita að öruggari ökumanni ef Maldonado hefði ekki eins öflugan fjárhagslegan bakhjarl og hann gerir.Daniel Ricciardo var heppinn að ná að klára keppnina.Vísir/GettyDaniel Ricciardo og Renault vélarnarKannski einn heppnasti maður helgarinnar, Daniel Ricciardo var einkar óheppinn í leiðinni. Renault vélin í Red Bull bíl Ástralans sprakk þegar 200 metrar voru eftir af keppninni. Hann komst yfir endamarkið og enginn tók fram úr honum. „Það var flugeldasýning í gangi og vélin vildi taka þátt,“ sagði Christian Horner, keppnisstjóri Red Bull. Hver ökumaður má nota fjórar vélar á tímabilinu áður en hann verður færður aftur um 10 sæti á ráslínu, sem gerist fyrst þegar fimmti vélarhluturinn er notaður. Ricciardo mun nota fjórðu vélina í næstu keppni á Spáni sem er fimmta keppnin á tímabilinu af nítján.Rosberg, Raikkonen og Hamilton skála fyrir góðri baráttu á lokahringjum keppninnar.Vísir/GettyBremsubilun MercedesKimi Raikkonen á Ferrari var þriðji þegar örfáir hringir voru eftir. Hann komst fram úr Nico Rosberg á Mercedes þegar bremsurnar á bíl Þjóðverjans ofhitnuðu og hann missti af beygju. Raikkonen hóf þá að elta Hamilton. Eftir nokkra hringi var greinilegt að bremsurnar á bíl Bretans voru líka farnar að dofna. Finninn gerði allt sem hann gat en hann endaði 3,3 sekúndum á eftir Hamilton. „Við urðum uppiskroppa með hringi, við hefðum haft Lewis í lokinn,“ sagði Raikkonen eftir keppnina.Jenson Button var ekki kátur með afrakstur helgarinnar. Hér yfirgefur hann bílskúr liðsins í tímatökunni.Vísir/GettyStigalausir ökumenn Alls eru fimm ökumenn stigalausir þegar fjórar keppnir eru búnar. Í tuttugasta sæti er „Klesstor“ Maldonado á Lotus sem hefur ekki enn lokið keppni á tímabilinu. Manor ökumennirnir Will Stevens og Roberto Merhi eru svo þar fyrir ofan, þeir eiga hrós skilið fyrir góðan akstur um helgina. Áreiðanleiki bílsins og ökumanna liðsins er aðdáunarverður. Sérstaklega með tilliti til þess hve stuttan undirbúningstíma liðið hafði. McLaren liðið er svo næst fyrir ofan, Jenson Button er númer 17 og Fernando Alonso númer 16 í heimsmeistarakeppni ökumanna. Button tók ekki þátt í keppninni um helgina, rafkerfið í bíl hans bilaði og liðið vildi ekki taka áhættuna á að senda hann til keppni. Button læddist út á flugvöll þegar keppnin var hálfnuð og flaug heim. Alonso varð 11. og Andrea Stella, aðstoðarmaður Alonso lýsti því í talstöðinni sem frábæru framfaraskrefi. Það er erfitt tímabil framundan hjá McLaren. Ætli Alonso hafi getað ímyndað sér að vera í þessari stöðu þegar hann ákvað að fara frá Ferrari til McLaren? Nei sennilegast ekki.Bottas var funheitur í keppninni.Vísir/GettyValtteri Bottas Valtteri Bottas á Williams barðist síðustu hringina við fjórfalda heimsmeistarann Sebastian Vettel á Ferrari um fjórða sætið. Bottas varðist óaðfinnanlega og gerði engin mistök. Hann er klárlega maður keppninnar. Það var virkilega gaman að fylgjast með baráttunni á milli Bottas og Vettel. Vettel gerði mistök og missti Bottas fram út sér. Vettel reyndi hvað hann gat en tókst ekki að komast fram úr. Formúla Tengdar fréttir Wolff: Einn hringur í viðbót og Kimi hefði haft þetta Lewis Hamilton á Mercedes vann í Barein í dag, hann var ekki langt á undan Kimi Raikkonen undir lokin. 19. apríl 2015 17:08 Hamilton á ráspól í fjórða skiptið Ökuþórinn Lewis Hamilton verður á ráspól í Formúlu 1 kappakstrinum í Barein um helgina, en þetta er í fjórða skiptið sem hann verður á ráspól á þessu tímabili. 18. apríl 2015 17:00 Hamilton fyrstur í mark í Barein Lewis Hamilton á Mercedes vann Formúlu 1 keppnina í Barein í dag. Hamilton vann sína þriðju keppni á tímabilinu. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Nico Rosberg á Mercedes þriðji. 19. apríl 2015 16:32 Bílskúrinn: Sögur af Sjanghæ Lewis Hamilton snéri aftur á efsta þrep verðlaunapalsins í Kína. Fast á hæla hans fylgdi pirraður liðsfélagi hans, Nico Rosberg. Allt er þá orðið eðlilegt aftur í Formúlu 1. 15. apríl 2015 17:45 Hamilton: Allt í góðu á milli okkar Nico Spennan milli liðsfélaganna virtist ætla að ná nýjum hæðum en nú hefur Lewis Hamilton slegið á orðróma um allt slíkt. 16. apríl 2015 23:00 Rosberg: Lewis ók fáránlega hægt Hver sagði hvað eftir keppnina í Kína? Lewis Hamilton vann. Þetta var keppni liðsfélaga enda vann Mercedes og Ferrari var þar rétt á eftir og svo kom Williams. 12. apríl 2015 08:25 Ferrari og Mercedes fljótastir á föstudegi Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins, liðsfélagi hans, Sebastian Vettel varð annar. Nico Rosberg á Merceds var fljótastur á seinni æfingunni og liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar. 17. apríl 2015 22:15 Lauda: Þetta mun allt velta á ræsingunni á morgun Lewis Hamilton er með ráspól á morgun eftir tímatökuna í dag. Niki Lauda telur að ræsingin geti skipt öllu fyrir framvindu keppninnar á morgun. Keppnin verður gríðarlega spennandi. 18. apríl 2015 22:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton rétt náði að koma fyrstur í mark í spennandi keppni. Pastor Maldonado tókst ekki að klára og Valtteri Bottas varðist vel. Farið verður yfir allt þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Pastor Maldonado finnst hann ekki verðskulda slæmt orðspor sem han hefur á sér.Vísir/GettyPastor Maldonado Venesúela búinn í liði Lotus hefur ekki tekist að ljúka keppni á tímabilinu. Hann var saklaust fórnarlamb í fyrstu þremur keppnunum. Keppnin um helgina var ekki hans besta. Maldonado gerði mistök þegar hann var að koma inn á þjónustusvæðið, já aftur, aðra helgina í röð. Mistökin í Barein voru afdrifarík. Hann kom hratt inn á þjónustusvæðið og læsti afturdekkjunum og drap á bílnum. Pastor Maldonado er gjarnan kallaður „Crashtor,“ enda hefur hann unnið hart að því að skapa sér orðspor sem óöruggur ökumaður. Crashtor myndi útleggjast: Klesstor. Líklega væri Lotus að leita að öruggari ökumanni ef Maldonado hefði ekki eins öflugan fjárhagslegan bakhjarl og hann gerir.Daniel Ricciardo var heppinn að ná að klára keppnina.Vísir/GettyDaniel Ricciardo og Renault vélarnarKannski einn heppnasti maður helgarinnar, Daniel Ricciardo var einkar óheppinn í leiðinni. Renault vélin í Red Bull bíl Ástralans sprakk þegar 200 metrar voru eftir af keppninni. Hann komst yfir endamarkið og enginn tók fram úr honum. „Það var flugeldasýning í gangi og vélin vildi taka þátt,“ sagði Christian Horner, keppnisstjóri Red Bull. Hver ökumaður má nota fjórar vélar á tímabilinu áður en hann verður færður aftur um 10 sæti á ráslínu, sem gerist fyrst þegar fimmti vélarhluturinn er notaður. Ricciardo mun nota fjórðu vélina í næstu keppni á Spáni sem er fimmta keppnin á tímabilinu af nítján.Rosberg, Raikkonen og Hamilton skála fyrir góðri baráttu á lokahringjum keppninnar.Vísir/GettyBremsubilun MercedesKimi Raikkonen á Ferrari var þriðji þegar örfáir hringir voru eftir. Hann komst fram úr Nico Rosberg á Mercedes þegar bremsurnar á bíl Þjóðverjans ofhitnuðu og hann missti af beygju. Raikkonen hóf þá að elta Hamilton. Eftir nokkra hringi var greinilegt að bremsurnar á bíl Bretans voru líka farnar að dofna. Finninn gerði allt sem hann gat en hann endaði 3,3 sekúndum á eftir Hamilton. „Við urðum uppiskroppa með hringi, við hefðum haft Lewis í lokinn,“ sagði Raikkonen eftir keppnina.Jenson Button var ekki kátur með afrakstur helgarinnar. Hér yfirgefur hann bílskúr liðsins í tímatökunni.Vísir/GettyStigalausir ökumenn Alls eru fimm ökumenn stigalausir þegar fjórar keppnir eru búnar. Í tuttugasta sæti er „Klesstor“ Maldonado á Lotus sem hefur ekki enn lokið keppni á tímabilinu. Manor ökumennirnir Will Stevens og Roberto Merhi eru svo þar fyrir ofan, þeir eiga hrós skilið fyrir góðan akstur um helgina. Áreiðanleiki bílsins og ökumanna liðsins er aðdáunarverður. Sérstaklega með tilliti til þess hve stuttan undirbúningstíma liðið hafði. McLaren liðið er svo næst fyrir ofan, Jenson Button er númer 17 og Fernando Alonso númer 16 í heimsmeistarakeppni ökumanna. Button tók ekki þátt í keppninni um helgina, rafkerfið í bíl hans bilaði og liðið vildi ekki taka áhættuna á að senda hann til keppni. Button læddist út á flugvöll þegar keppnin var hálfnuð og flaug heim. Alonso varð 11. og Andrea Stella, aðstoðarmaður Alonso lýsti því í talstöðinni sem frábæru framfaraskrefi. Það er erfitt tímabil framundan hjá McLaren. Ætli Alonso hafi getað ímyndað sér að vera í þessari stöðu þegar hann ákvað að fara frá Ferrari til McLaren? Nei sennilegast ekki.Bottas var funheitur í keppninni.Vísir/GettyValtteri Bottas Valtteri Bottas á Williams barðist síðustu hringina við fjórfalda heimsmeistarann Sebastian Vettel á Ferrari um fjórða sætið. Bottas varðist óaðfinnanlega og gerði engin mistök. Hann er klárlega maður keppninnar. Það var virkilega gaman að fylgjast með baráttunni á milli Bottas og Vettel. Vettel gerði mistök og missti Bottas fram út sér. Vettel reyndi hvað hann gat en tókst ekki að komast fram úr.
Formúla Tengdar fréttir Wolff: Einn hringur í viðbót og Kimi hefði haft þetta Lewis Hamilton á Mercedes vann í Barein í dag, hann var ekki langt á undan Kimi Raikkonen undir lokin. 19. apríl 2015 17:08 Hamilton á ráspól í fjórða skiptið Ökuþórinn Lewis Hamilton verður á ráspól í Formúlu 1 kappakstrinum í Barein um helgina, en þetta er í fjórða skiptið sem hann verður á ráspól á þessu tímabili. 18. apríl 2015 17:00 Hamilton fyrstur í mark í Barein Lewis Hamilton á Mercedes vann Formúlu 1 keppnina í Barein í dag. Hamilton vann sína þriðju keppni á tímabilinu. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Nico Rosberg á Mercedes þriðji. 19. apríl 2015 16:32 Bílskúrinn: Sögur af Sjanghæ Lewis Hamilton snéri aftur á efsta þrep verðlaunapalsins í Kína. Fast á hæla hans fylgdi pirraður liðsfélagi hans, Nico Rosberg. Allt er þá orðið eðlilegt aftur í Formúlu 1. 15. apríl 2015 17:45 Hamilton: Allt í góðu á milli okkar Nico Spennan milli liðsfélaganna virtist ætla að ná nýjum hæðum en nú hefur Lewis Hamilton slegið á orðróma um allt slíkt. 16. apríl 2015 23:00 Rosberg: Lewis ók fáránlega hægt Hver sagði hvað eftir keppnina í Kína? Lewis Hamilton vann. Þetta var keppni liðsfélaga enda vann Mercedes og Ferrari var þar rétt á eftir og svo kom Williams. 12. apríl 2015 08:25 Ferrari og Mercedes fljótastir á föstudegi Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins, liðsfélagi hans, Sebastian Vettel varð annar. Nico Rosberg á Merceds var fljótastur á seinni æfingunni og liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar. 17. apríl 2015 22:15 Lauda: Þetta mun allt velta á ræsingunni á morgun Lewis Hamilton er með ráspól á morgun eftir tímatökuna í dag. Niki Lauda telur að ræsingin geti skipt öllu fyrir framvindu keppninnar á morgun. Keppnin verður gríðarlega spennandi. 18. apríl 2015 22:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Wolff: Einn hringur í viðbót og Kimi hefði haft þetta Lewis Hamilton á Mercedes vann í Barein í dag, hann var ekki langt á undan Kimi Raikkonen undir lokin. 19. apríl 2015 17:08
Hamilton á ráspól í fjórða skiptið Ökuþórinn Lewis Hamilton verður á ráspól í Formúlu 1 kappakstrinum í Barein um helgina, en þetta er í fjórða skiptið sem hann verður á ráspól á þessu tímabili. 18. apríl 2015 17:00
Hamilton fyrstur í mark í Barein Lewis Hamilton á Mercedes vann Formúlu 1 keppnina í Barein í dag. Hamilton vann sína þriðju keppni á tímabilinu. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Nico Rosberg á Mercedes þriðji. 19. apríl 2015 16:32
Bílskúrinn: Sögur af Sjanghæ Lewis Hamilton snéri aftur á efsta þrep verðlaunapalsins í Kína. Fast á hæla hans fylgdi pirraður liðsfélagi hans, Nico Rosberg. Allt er þá orðið eðlilegt aftur í Formúlu 1. 15. apríl 2015 17:45
Hamilton: Allt í góðu á milli okkar Nico Spennan milli liðsfélaganna virtist ætla að ná nýjum hæðum en nú hefur Lewis Hamilton slegið á orðróma um allt slíkt. 16. apríl 2015 23:00
Rosberg: Lewis ók fáránlega hægt Hver sagði hvað eftir keppnina í Kína? Lewis Hamilton vann. Þetta var keppni liðsfélaga enda vann Mercedes og Ferrari var þar rétt á eftir og svo kom Williams. 12. apríl 2015 08:25
Ferrari og Mercedes fljótastir á föstudegi Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins, liðsfélagi hans, Sebastian Vettel varð annar. Nico Rosberg á Merceds var fljótastur á seinni æfingunni og liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar. 17. apríl 2015 22:15
Lauda: Þetta mun allt velta á ræsingunni á morgun Lewis Hamilton er með ráspól á morgun eftir tímatökuna í dag. Niki Lauda telur að ræsingin geti skipt öllu fyrir framvindu keppninnar á morgun. Keppnin verður gríðarlega spennandi. 18. apríl 2015 22:30