Markaðsmisnotkunarmálið: Ákærði brotnaði niður í dómssal Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. apríl 2015 15:11 Pétur Kristinn Guðmarsson er hér lengst til vinstri ásamt nokkrum verjendum í málinu. vísir/gva Það var létt yfir mönnum fyrr í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Nú er andrúmsloftið hins vegar tekið að þyngjast. Pétur Kristinn Guðmarsson, sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings, og gefur nú skýrslu brotnaði til að mynda niður í réttarsalnum í dag. Gera þurfti hlé á réttarhöldunum en skömmu áður hafði komið til snarpra orðaskipta á milli ákæruvaldsins og verjenda í málinu. Deildu um herminn Deildu þeir um notkun á kauphallarhermi ákæruvaldsins sem Vífill Harðarson, verjandi Péturs, sagði sérstakan saksóknara hafa eytt „hundruðum milljóna” í að láta útbúa. Maldaði Björn Þorvaldsson, saksóknari, í móinn og vildi ekki meina að svo miklu hefði verið varið í gerð hermisins. Saksóknari varpar upp á skjá í réttarsalnum myndum úr kauphallarherminum en spilar ekki beint úr honum, eins og gert var í réttarhöldunum í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Á herminum sjást kaup-og sölutilboð Péturs í hlutabréf Kaupþings á íslenska og sænska markaðnum. Verjandi hans og hann sjálfur hafa ítrekað farið fram á það að spilað sé beint úr herminum svo átta megi sig betur á markaðnum. Óskýrt sé til dæmis á myndunum hvað séu sölutilboð og hvað séu kauptilboð. Verjandi Ingólfs blandaði sér í málið Saksóknari hefur ekki viljað verða við þessari ósk ákærða og verjenda hans. Blandaði verjandi Ingólfs Helgasonar sér í málið og spurði dómarann hvort ákæruvaldið gæti meinað ákærðu að fá aðgang að gögnum málsins við aðalmeðferð. Dómsformaður, Arngrímur Ísberg, vildi ekki meina að verið væri að meina ákærðu aðgang að gögnum málsins þó ekki væri spilað beint úr herminum. Verjendur gætu borið þau gögn undir skjólstæðinga sína þegar þeir myndu spyrja þá spurninga.Gerðu hlé á meðferðinni Hélt aðalmeðferðin svo áfram og fór saksóknari nokkuð hratt yfir sögu. Sýndi hann myndir úr herminum frá einstökum viðskiptadögum í júní 2008 og bar þau undir Pétur. Verjandi Péturs gagnrýndi þá hversu hratt saksóknari færi yfir. Hann hefði til að mynda ekki heyrt skjólstæðing sinn játa eða neita viðskiptum nú í smástund. Spurði saksóknari ákærða þá hvort hann vildi að farið yrði hægar yfir sögu en svaraði Pétur því til að þetta væri í lagi svona. Eftir örstutta stund spurði Björn hvort að ákærði vildi taka hlé og þáði hann það enda virtist þetta allt taka mikið á hann. Aðalmeðferð hélt áfram eftir kortershlé og hefur saksóknari nú borið einstaka viðskiptadaga í júní, júlí, ágúst og september 2008 undir Pétur.Uppfært klukkan 15:21 Dómþingi var slitið klukkan 15:15 að ósk ákærða. Saksóknari hafði þá lokið við að spyrja hann og mun verjandi hans spyrja hann út úr í fyrramálið þegar aðalmeðferð heldur áfram. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvernig eru límingarnar?” „Það var aldrei markmið mitt að verja eitt eða neitt gengi. Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna og veita seljanleika,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson. 21. apríl 2015 13:36 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Sjá meira
Það var létt yfir mönnum fyrr í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Nú er andrúmsloftið hins vegar tekið að þyngjast. Pétur Kristinn Guðmarsson, sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings, og gefur nú skýrslu brotnaði til að mynda niður í réttarsalnum í dag. Gera þurfti hlé á réttarhöldunum en skömmu áður hafði komið til snarpra orðaskipta á milli ákæruvaldsins og verjenda í málinu. Deildu um herminn Deildu þeir um notkun á kauphallarhermi ákæruvaldsins sem Vífill Harðarson, verjandi Péturs, sagði sérstakan saksóknara hafa eytt „hundruðum milljóna” í að láta útbúa. Maldaði Björn Þorvaldsson, saksóknari, í móinn og vildi ekki meina að svo miklu hefði verið varið í gerð hermisins. Saksóknari varpar upp á skjá í réttarsalnum myndum úr kauphallarherminum en spilar ekki beint úr honum, eins og gert var í réttarhöldunum í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Á herminum sjást kaup-og sölutilboð Péturs í hlutabréf Kaupþings á íslenska og sænska markaðnum. Verjandi hans og hann sjálfur hafa ítrekað farið fram á það að spilað sé beint úr herminum svo átta megi sig betur á markaðnum. Óskýrt sé til dæmis á myndunum hvað séu sölutilboð og hvað séu kauptilboð. Verjandi Ingólfs blandaði sér í málið Saksóknari hefur ekki viljað verða við þessari ósk ákærða og verjenda hans. Blandaði verjandi Ingólfs Helgasonar sér í málið og spurði dómarann hvort ákæruvaldið gæti meinað ákærðu að fá aðgang að gögnum málsins við aðalmeðferð. Dómsformaður, Arngrímur Ísberg, vildi ekki meina að verið væri að meina ákærðu aðgang að gögnum málsins þó ekki væri spilað beint úr herminum. Verjendur gætu borið þau gögn undir skjólstæðinga sína þegar þeir myndu spyrja þá spurninga.Gerðu hlé á meðferðinni Hélt aðalmeðferðin svo áfram og fór saksóknari nokkuð hratt yfir sögu. Sýndi hann myndir úr herminum frá einstökum viðskiptadögum í júní 2008 og bar þau undir Pétur. Verjandi Péturs gagnrýndi þá hversu hratt saksóknari færi yfir. Hann hefði til að mynda ekki heyrt skjólstæðing sinn játa eða neita viðskiptum nú í smástund. Spurði saksóknari ákærða þá hvort hann vildi að farið yrði hægar yfir sögu en svaraði Pétur því til að þetta væri í lagi svona. Eftir örstutta stund spurði Björn hvort að ákærði vildi taka hlé og þáði hann það enda virtist þetta allt taka mikið á hann. Aðalmeðferð hélt áfram eftir kortershlé og hefur saksóknari nú borið einstaka viðskiptadaga í júní, júlí, ágúst og september 2008 undir Pétur.Uppfært klukkan 15:21 Dómþingi var slitið klukkan 15:15 að ósk ákærða. Saksóknari hafði þá lokið við að spyrja hann og mun verjandi hans spyrja hann út úr í fyrramálið þegar aðalmeðferð heldur áfram.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvernig eru límingarnar?” „Það var aldrei markmið mitt að verja eitt eða neitt gengi. Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna og veita seljanleika,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson. 21. apríl 2015 13:36 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52
Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51
Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvernig eru límingarnar?” „Það var aldrei markmið mitt að verja eitt eða neitt gengi. Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna og veita seljanleika,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson. 21. apríl 2015 13:36