Budenholzer valin besti þjálfari NBA-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2015 15:00 Mike Budenholzer. Vísir/AFP Mike Budenholzer, þjálfari Atlanta Hawks, var í dag valinn besti þjálfari NBA-deildarinnar á þessu tímabili en undir hans stjórn náði liðið besta árangrinum í sögu félagsins. Budenholzer hafði betur í baráttunni við Steve Kerr, þjálfara Golden State Warriors, sem gerði frábæra hluti á sínu fyrsta ári sem þjálfari í deildinni.. Mike Budenholzer fékk 67 atkvæði í fyrsta sætið og samtals 513 stig frá þeim 130 íþróttafréttmönnum sem höfðu atkvæðisrétt að þessu sinni. Steve Kerr fékk 56 atkvæði í fyrsta sætið og alls 471 stig. Jason Kidd, þjálfari Milwaukee Bucks, var síðan þriðji með 57 stig. Golden State Warriors vann 67 leiki undir stjórn Steve Kerr sem er besti árangur þjálfara á fyrsta ári en liðið vann Vesturdeildina með yfirburðum. Það dugði samt ekki til að vera kosinn þjálfari ársins. Atlanta Hawks vann 60 af 82 leikjum undir stjórn Mike Budenholzer en þetta var hans annað tímabil með liðinu. Budenholzer var áður aðstoðarmaður Gregg Popovich hjá San Antonio Spurs til fjölda ára. Liðið bætti sig um 22 sigurleiki milli tímabila en Budenholzer hefur gjörbreytt leikstíl liðsins sem áður byggðist langmest á einstaklingsframtaki. Atlanta Hawks vann Austurdeildina á liðsheild og samvinnu en liðið hefur enga súperstjörnu innan sinna raða. Sex leikmenn liðsins skoruðu yfir tíu stig í leik en enginn þeirra var með meira en 17 stig að meðaltali í leik. Atlanta Hawks hefur aldrei unnið svona marga leiki á einu tímabili en liðið bætti metin frá 1986-87 og 1993-94 um þrjá sigurleiki. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1994 (Lenny Wilkens) sem Atlanta Hawks á besta þjálfara deildarinnar. Atlanta Hawks er komið í 1-0 á móti Brooklyn Nets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en leikur tvö er síðan annað kvöld. NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira
Mike Budenholzer, þjálfari Atlanta Hawks, var í dag valinn besti þjálfari NBA-deildarinnar á þessu tímabili en undir hans stjórn náði liðið besta árangrinum í sögu félagsins. Budenholzer hafði betur í baráttunni við Steve Kerr, þjálfara Golden State Warriors, sem gerði frábæra hluti á sínu fyrsta ári sem þjálfari í deildinni.. Mike Budenholzer fékk 67 atkvæði í fyrsta sætið og samtals 513 stig frá þeim 130 íþróttafréttmönnum sem höfðu atkvæðisrétt að þessu sinni. Steve Kerr fékk 56 atkvæði í fyrsta sætið og alls 471 stig. Jason Kidd, þjálfari Milwaukee Bucks, var síðan þriðji með 57 stig. Golden State Warriors vann 67 leiki undir stjórn Steve Kerr sem er besti árangur þjálfara á fyrsta ári en liðið vann Vesturdeildina með yfirburðum. Það dugði samt ekki til að vera kosinn þjálfari ársins. Atlanta Hawks vann 60 af 82 leikjum undir stjórn Mike Budenholzer en þetta var hans annað tímabil með liðinu. Budenholzer var áður aðstoðarmaður Gregg Popovich hjá San Antonio Spurs til fjölda ára. Liðið bætti sig um 22 sigurleiki milli tímabila en Budenholzer hefur gjörbreytt leikstíl liðsins sem áður byggðist langmest á einstaklingsframtaki. Atlanta Hawks vann Austurdeildina á liðsheild og samvinnu en liðið hefur enga súperstjörnu innan sinna raða. Sex leikmenn liðsins skoruðu yfir tíu stig í leik en enginn þeirra var með meira en 17 stig að meðaltali í leik. Atlanta Hawks hefur aldrei unnið svona marga leiki á einu tímabili en liðið bætti metin frá 1986-87 og 1993-94 um þrjá sigurleiki. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1994 (Lenny Wilkens) sem Atlanta Hawks á besta þjálfara deildarinnar. Atlanta Hawks er komið í 1-0 á móti Brooklyn Nets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en leikur tvö er síðan annað kvöld.
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira