Los Angeles Clippers er komið í 1-0 á móti NBA-meisturum San Antonio Spurs í úrslitakeppni NBA-körfuboltans eftir fimmtán stiga sigur á heimavelli sínum í nótt.
Blake Griffin átti mjög fínan leik og skoraði 26 stig, tók 12 fráköst, gaf 6 stoðsendingar, stal 3 boltum og varði 3 skot.
Blake Griffin hefur sparað troðslurnar í vetur til að hlífa skrokknum en hann var ekki að hlífa sér mikið í leiknum í nótt.
Griffin er þekktur fyrir svakalegar troðslur og hann átti þrjár troðslur yfir leikmenn San Antonio Spurs í þessum fyrsta leik.
Ástralinn Aron Baynes vill örugglega gleyma þessu sex martraðarmínútum sem fyrst en Griffin tróð yfir hann í öll þrjú skiptin á meðan Clippers breytti stöðunni úr 57-53 í 77-61.
Hér fyrir neðan má myndband frá NBA-deildinni með þessum þremur mögnuðu troðslum Blake Griffin í leik eitt eitt á móti San Antonio Spurs.
Körfubolti