Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2015 10:02 Bekkurinn er þéttsetinn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/GVA Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Aðeins fjórir þeirra sem eru ákærðir voru mættir í dóminn í morgun, þeir Pétur Kristinn Guðmarsson, Birnir Sær Björnsson, Einar Pálmi Sigmundsson og Ingólfur Helgason. Við upphaf þinghalds tók framlagning gagna um 10 mínútur. Fyrstur til að gefa skýrslu er Pétur Kristinn Guðmarsson sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings á þeim tíma sem ákæra nær til. Vildi Pétur í vitnastúku Töluvert uppnám varð þó í réttarsal þegar saksóknari, Björn Þorvaldsson, fór fram á það að Pétur tæki sæti í vitnastúku. Verjandi Péturs, Vífill Harðarson, fór þá fram á að skjólstæðingur sinn fengi að sitja við hliðina verjanda sínum en ekki í stúku. Við þetta var saksóknari vægast sagt ósáttur og spurði hvort að dómari gæti ekki farið fram á það að ákærði tæki sæti í vitnastúku. Dómsformaður, Arngrímur Ísberg, taldi sig ekki hafa heimild til þess að skikka Pétur til að setjast í vitnastúkuna. Þessu mótmælti saksóknari og sagði að það hefði nú tíðkast að sakborningar tækju sæti í vitnastúkunni. „Dómari er nú búinn að vera hérna síðan 1992 og þykist nú vita þetta betur,” svaraði Arngrímur Ísberg þá. Sannleikurinn afstætt hugtak? Saksóknari fór þá fram á að Pétur fengi ekki að hafa opna tölvu fyrir framan sig þar sem enginn gæti vitað hvað hann væri með fyrir framan sig. Hann gæti verið með málsgögnin fyrir framan sig eða jafnvel tilbúin svör. Dómsformaður sagði þá að málsaðilar yrðu bara að treysta verjanda til þess að sakborningur væri ekki með eitthvað fyrir sig sem hann ekki mætti. Arngrímur bætti svo við: „Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak.” Saksóknari svaraði þá: „Það er ekki afstætt hugtak.” Eftir um korter gat aðalmeðferð loks formlega hafist og situr Pétur Kristinn hjá sínum verjanda en ekki í vitnastúku. Skýrslutaka yfir honum fer nú fram en áætlað er að hún taki tvo og hálfan dag. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Stranger Things hallærislegast en viðurkennir að horfa aftur og aftur Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Aðeins fjórir þeirra sem eru ákærðir voru mættir í dóminn í morgun, þeir Pétur Kristinn Guðmarsson, Birnir Sær Björnsson, Einar Pálmi Sigmundsson og Ingólfur Helgason. Við upphaf þinghalds tók framlagning gagna um 10 mínútur. Fyrstur til að gefa skýrslu er Pétur Kristinn Guðmarsson sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings á þeim tíma sem ákæra nær til. Vildi Pétur í vitnastúku Töluvert uppnám varð þó í réttarsal þegar saksóknari, Björn Þorvaldsson, fór fram á það að Pétur tæki sæti í vitnastúku. Verjandi Péturs, Vífill Harðarson, fór þá fram á að skjólstæðingur sinn fengi að sitja við hliðina verjanda sínum en ekki í stúku. Við þetta var saksóknari vægast sagt ósáttur og spurði hvort að dómari gæti ekki farið fram á það að ákærði tæki sæti í vitnastúku. Dómsformaður, Arngrímur Ísberg, taldi sig ekki hafa heimild til þess að skikka Pétur til að setjast í vitnastúkuna. Þessu mótmælti saksóknari og sagði að það hefði nú tíðkast að sakborningar tækju sæti í vitnastúkunni. „Dómari er nú búinn að vera hérna síðan 1992 og þykist nú vita þetta betur,” svaraði Arngrímur Ísberg þá. Sannleikurinn afstætt hugtak? Saksóknari fór þá fram á að Pétur fengi ekki að hafa opna tölvu fyrir framan sig þar sem enginn gæti vitað hvað hann væri með fyrir framan sig. Hann gæti verið með málsgögnin fyrir framan sig eða jafnvel tilbúin svör. Dómsformaður sagði þá að málsaðilar yrðu bara að treysta verjanda til þess að sakborningur væri ekki með eitthvað fyrir sig sem hann ekki mætti. Arngrímur bætti svo við: „Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak.” Saksóknari svaraði þá: „Það er ekki afstætt hugtak.” Eftir um korter gat aðalmeðferð loks formlega hafist og situr Pétur Kristinn hjá sínum verjanda en ekki í vitnastúku. Skýrslutaka yfir honum fer nú fram en áætlað er að hún taki tvo og hálfan dag.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Stranger Things hallærislegast en viðurkennir að horfa aftur og aftur Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira