GM hefur framleitt 500 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2015 08:46 Mary Barra, forstjóri General Motors, fyrir miðju, að fagna áfanganum. General Motors fagnaði því í vikunni að hafa framleitt 500 milljónasta bíl sinn frá stofnun þess árið 1908. General Motors framleiðir bíla í 37 löndum og meðal bílamerkja fyrirtækisins eru Chevrolet, Cadillac, Buick, GMC, Holden í Ástralíu, Opel í Þýskalandi, Vauxhall í Bretlandi, UzDaewoo Auto í Rússlandi, Wuling, Baojun og Jie Fang í Kína, HSV í Ástralíu og Alpheon í S-Kóreu. Á þessum tímamótum tilkynnti GM um 735 milljarða fjárfestingu í nýrri verksmiðju í Fairfax í Kansas en þar ætlar GM að smíða Chevrolet Malibu bíla sína. Um leið gaf forstjóri GM, Mary Barra, særðum hermanni sem slasaðist í Íraksstríðinu Chevrolet Malibu bíl. General Motors framleiddi tæplega 10 milljón bíla á síðasta ári og var lengi vel stærsti bílaframleiðandi í heiminum, áður en Toyota fór fram úr GM. Í fyrra fór Volkswagen Group framúr Toyota sem stærsti bílaframleiðandi heims, en mjög litlu munar á þessum þremur bílaframleiðendum í fjölda framleiddra bíla. Það tæki því GM næstu 50 ár að ná 1.000 milljón bíla markinu ef framleiðsla þeirra væri áfram 10 milljón bílar á ári, en það tók fyrirtækið 107 ár að framleiða 500 milljón bíla. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent
General Motors fagnaði því í vikunni að hafa framleitt 500 milljónasta bíl sinn frá stofnun þess árið 1908. General Motors framleiðir bíla í 37 löndum og meðal bílamerkja fyrirtækisins eru Chevrolet, Cadillac, Buick, GMC, Holden í Ástralíu, Opel í Þýskalandi, Vauxhall í Bretlandi, UzDaewoo Auto í Rússlandi, Wuling, Baojun og Jie Fang í Kína, HSV í Ástralíu og Alpheon í S-Kóreu. Á þessum tímamótum tilkynnti GM um 735 milljarða fjárfestingu í nýrri verksmiðju í Fairfax í Kansas en þar ætlar GM að smíða Chevrolet Malibu bíla sína. Um leið gaf forstjóri GM, Mary Barra, særðum hermanni sem slasaðist í Íraksstríðinu Chevrolet Malibu bíl. General Motors framleiddi tæplega 10 milljón bíla á síðasta ári og var lengi vel stærsti bílaframleiðandi í heiminum, áður en Toyota fór fram úr GM. Í fyrra fór Volkswagen Group framúr Toyota sem stærsti bílaframleiðandi heims, en mjög litlu munar á þessum þremur bílaframleiðendum í fjölda framleiddra bíla. Það tæki því GM næstu 50 ár að ná 1.000 milljón bíla markinu ef framleiðsla þeirra væri áfram 10 milljón bílar á ári, en það tók fyrirtækið 107 ár að framleiða 500 milljón bíla.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent