Segir mestu skipta að enginn peningur fór úr bankanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2015 15:00 Bjarki Diego mætir í héraðsdóm í morgun. Vísir/Ernir Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að veita eignarhaldsfélögunum Holt og Desulo lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. Hann er ákærður í markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings. Bjarka er gefin að sök hlutdeild í umboðssvikum vegna lánanna til Holt og Desulo en hann á að hafa farið út fyrir heimildir sínar og stefnt fjármunum bankans í verulega hættu. Bjarki hafnar þessu og segir mestu máli skipta að fjármunir fóru aldrei út úr bankanum. Þeir hafi einfaldlega verið færðir á milli kerfa innan bankans. Ekki lánveiting Spurður út í lánveitinguna til Holt og tölvupóst sem hann sendi til starfsmanns fjárstýringar vegna lánsins sagði Bjarki: „Þetta er ekki lánveiting. Ég er þarna að staðfesta að það megi færa fjármuni inn í Infinity-kerfi bankans. Það fara engir peningar að fara út úr bankanum.” Saksóknari spurði þá hvenær hann vissi bankinn ætlaði að lána fyrir hlutabréfakaupunum. „Skuldbindingin verður til þegar viðskiptin eiga sér stað þann 8. febrúar og uppgjörið á að fara fram 15. febrúar. Daginn áður hittumst við lánanefnd samstæðunnar á fundi og samþykkjum að senda lánið til lánanefndar stjórnar til samþykkis,” sagði Bjarki. Peningur ekki greiddur út Hann áréttaði það svo að peningur hafi ekki verið greiddur út úr bankanum og það hafi í raun ekki verið búið að taka ákvörðun um lánveitingu. Saksóknari reyndi þá að fá fram hvernig hann vissi að bankinn ætlaði að lána fyrir hlutabréfakaupunum. Bjarki sagðist ekki vita það en sagði óumdeilt í málinu að Skúla Þorvaldssyni, eiganda Holt, hefði verið boðin fjármögnun vegna kaupanna. „Það er kannski deilt um það hver nákvæmlega gaf þetta vilyrði um fjármögnunina en það er óumdeilt að það var búið að tala við Skúla um að hann ætti að fá þessa fjármögnun,” sagði Bjarki. Saksóknari sagði þá að enginn kannaðist við að hafa tekið ákvörðun um að veita lánið. „Ég get ekki svarað um það en ég tók þá ákvörðun ekki,” svaraði Bjarki. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hleruð upptaka: „Hreiðar býst við að fara í jailið“ Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmálinu. 6. maí 2015 12:32 Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í morgun. 6. maí 2015 10:57 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að veita eignarhaldsfélögunum Holt og Desulo lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. Hann er ákærður í markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings. Bjarka er gefin að sök hlutdeild í umboðssvikum vegna lánanna til Holt og Desulo en hann á að hafa farið út fyrir heimildir sínar og stefnt fjármunum bankans í verulega hættu. Bjarki hafnar þessu og segir mestu máli skipta að fjármunir fóru aldrei út úr bankanum. Þeir hafi einfaldlega verið færðir á milli kerfa innan bankans. Ekki lánveiting Spurður út í lánveitinguna til Holt og tölvupóst sem hann sendi til starfsmanns fjárstýringar vegna lánsins sagði Bjarki: „Þetta er ekki lánveiting. Ég er þarna að staðfesta að það megi færa fjármuni inn í Infinity-kerfi bankans. Það fara engir peningar að fara út úr bankanum.” Saksóknari spurði þá hvenær hann vissi bankinn ætlaði að lána fyrir hlutabréfakaupunum. „Skuldbindingin verður til þegar viðskiptin eiga sér stað þann 8. febrúar og uppgjörið á að fara fram 15. febrúar. Daginn áður hittumst við lánanefnd samstæðunnar á fundi og samþykkjum að senda lánið til lánanefndar stjórnar til samþykkis,” sagði Bjarki. Peningur ekki greiddur út Hann áréttaði það svo að peningur hafi ekki verið greiddur út úr bankanum og það hafi í raun ekki verið búið að taka ákvörðun um lánveitingu. Saksóknari reyndi þá að fá fram hvernig hann vissi að bankinn ætlaði að lána fyrir hlutabréfakaupunum. Bjarki sagðist ekki vita það en sagði óumdeilt í málinu að Skúla Þorvaldssyni, eiganda Holt, hefði verið boðin fjármögnun vegna kaupanna. „Það er kannski deilt um það hver nákvæmlega gaf þetta vilyrði um fjármögnunina en það er óumdeilt að það var búið að tala við Skúla um að hann ætti að fá þessa fjármögnun,” sagði Bjarki. Saksóknari sagði þá að enginn kannaðist við að hafa tekið ákvörðun um að veita lánið. „Ég get ekki svarað um það en ég tók þá ákvörðun ekki,” svaraði Bjarki.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hleruð upptaka: „Hreiðar býst við að fara í jailið“ Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmálinu. 6. maí 2015 12:32 Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í morgun. 6. maí 2015 10:57 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Hleruð upptaka: „Hreiðar býst við að fara í jailið“ Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmálinu. 6. maí 2015 12:32
Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í morgun. 6. maí 2015 10:57
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent