Furðar sig á aðkomu Ólafs Barkar að gæsluvarðhaldsúrskurði Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. maí 2015 11:17 Hreiðar Már Sigurðsson segist halda að eitt af skjölunum í málsgögnum sé falsað. Vísir/Pjetur Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum þar sem hann sat í einangrun á Litla hrauni þegar hann áttaði sig á því að Ólafur Börkur Þorvaldsson dómari hafi tekið þátt í að dæma sig í einangrun. Þetta sagði hann í upphafi skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur.Sjá einnig: „Hvers konar rugl er þetta?“ Ástæðan fyrir vonbrigðum Hreiðars eru fjölskyldutengsl dómarans við Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóra. „En Ólafur Börkur hefur sjálfur tekið þát afstöðu í öðrum málum að hann sé vanhæfur ef umræddur frændi tengist málum sem hann þarf að skera úr um,“ sagði Hreiðar. Í ræðu sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun sagðist hann einnig telja að skjöl í málsgögnunum séu fölsuð. „Í máli þessu sem er rekið hér fyrir Héraðsdómi í dag er skjal á bls. 3.764 sem ég held að sé falsað. Á því skjali stendur að Ólafur Þór og Benedikt Bogason hafi mætt í dómshúsið við Lækjartorg og þinghald hafi farið fram þar sem Benedikt hafi veitt heimild til að hlera síma minn,“ sagði hann. „Þetta held ég að sé rangt og vil ég biðja um aðstoð háttvirts dóms að komast að hinu sanna í þessu máli.“Sjá einnig: Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra Hreiðar sagði í ræðu sinni að starfsmenn Sérstaks saksóknara hefðu hringt í Benedikt Bogason héraðsdómara og beðið hann um að útvega heimild til að hlera símann sinn. Hreiðar segir að Benedikt hafi þá tjáð þeim að það væri lítið mál og best væri ef þeir kæmu einfaldlega heim til hans til að fá úrskurðinn. „Ég kærði Benedikt Bogason og Ólaf Þór Hauksson til embættis ríkissaksóknara vegna þessarar málsmeðferðar,“ sagði Hreiðar en hann segir ríkissaksóknara ekki hafa séð sér fært að rannsaka málið þar sem sakir væru fyrndar. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. 4. maí 2015 10:05 Hreiðar Már í héraðsdómi: „Hvers konar rugl er þetta?“ Saksóknari spurði Hreiðar Má Sigurðsson hvort að sex milljarða tap Kaupþings með viðskipti í eigin bréfum hafi verið lítill fórnarkostnaður í stóra samhenginu. 4. maí 2015 10:55 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum þar sem hann sat í einangrun á Litla hrauni þegar hann áttaði sig á því að Ólafur Börkur Þorvaldsson dómari hafi tekið þátt í að dæma sig í einangrun. Þetta sagði hann í upphafi skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur.Sjá einnig: „Hvers konar rugl er þetta?“ Ástæðan fyrir vonbrigðum Hreiðars eru fjölskyldutengsl dómarans við Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóra. „En Ólafur Börkur hefur sjálfur tekið þát afstöðu í öðrum málum að hann sé vanhæfur ef umræddur frændi tengist málum sem hann þarf að skera úr um,“ sagði Hreiðar. Í ræðu sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun sagðist hann einnig telja að skjöl í málsgögnunum séu fölsuð. „Í máli þessu sem er rekið hér fyrir Héraðsdómi í dag er skjal á bls. 3.764 sem ég held að sé falsað. Á því skjali stendur að Ólafur Þór og Benedikt Bogason hafi mætt í dómshúsið við Lækjartorg og þinghald hafi farið fram þar sem Benedikt hafi veitt heimild til að hlera síma minn,“ sagði hann. „Þetta held ég að sé rangt og vil ég biðja um aðstoð háttvirts dóms að komast að hinu sanna í þessu máli.“Sjá einnig: Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra Hreiðar sagði í ræðu sinni að starfsmenn Sérstaks saksóknara hefðu hringt í Benedikt Bogason héraðsdómara og beðið hann um að útvega heimild til að hlera símann sinn. Hreiðar segir að Benedikt hafi þá tjáð þeim að það væri lítið mál og best væri ef þeir kæmu einfaldlega heim til hans til að fá úrskurðinn. „Ég kærði Benedikt Bogason og Ólaf Þór Hauksson til embættis ríkissaksóknara vegna þessarar málsmeðferðar,“ sagði Hreiðar en hann segir ríkissaksóknara ekki hafa séð sér fært að rannsaka málið þar sem sakir væru fyrndar.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. 4. maí 2015 10:05 Hreiðar Már í héraðsdómi: „Hvers konar rugl er þetta?“ Saksóknari spurði Hreiðar Má Sigurðsson hvort að sex milljarða tap Kaupþings með viðskipti í eigin bréfum hafi verið lítill fórnarkostnaður í stóra samhenginu. 4. maí 2015 10:55 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. 4. maí 2015 10:05
Hreiðar Már í héraðsdómi: „Hvers konar rugl er þetta?“ Saksóknari spurði Hreiðar Má Sigurðsson hvort að sex milljarða tap Kaupþings með viðskipti í eigin bréfum hafi verið lítill fórnarkostnaður í stóra samhenginu. 4. maí 2015 10:55