Spieth úr leik en McIlroy enn í baráttunni 2. maí 2015 14:00 McIlroy og Horschel buðu upp á spennandi leik í gær. Getty Aðeins 16 kylfingar eru eftir á Cadillac heimsmótinu í holukeppni en riðlakeppninni lauk í gær með mörgum spennandi leikjum. Mesta spennan var án efa á milli Rory McIlroy og Billy Horschel en þeir höfðu báðir sigrað fyrstu tvo leikina sína og börðust því um hvor kæmist í 16 manna úrslit. Horschel leiddi nánast allan hringinn og átti tvær holur þegar að tvær voru eftir. McIlroy sýndi þó snilli sína og fékk tvo fugla á síðustu tveim holunum sem Horschel hafði engin svör við en þeir enduðu því í bráðabana þar sem McIlroy hafði betur. Ungi Masters meistarinn Jordan Spieth datt þó úr leik en Englendingurinn Lee Westwood sigraði hann í spennandi leik sem fór alla leið á 18. holu. Fleiri stór nöfn eru dottin úr leik en þar má nefna Sergio Garcia, Henrik Stenson, Jimmy Walker, Adam Scott, Jason Day og Bubba Watson en sá síðastnefndi þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Louis Oosthuizen í bráðabana um hver kæmist í næstu umferð. Furðulegasta atvik gærdagsins var þó í leik Miguel Angel Jimenez og Keegan Bradley en þegar Bradley ætlaði að droppa boltanum frá girðingu sem var fyrir honum ásakaði Jimenez hann um ólöglegt dropp. Það fór ekki vel í kylfusvein Bradley sem gleymdi í smá stund að golf er heiðursmannaleikur og sagði Spánverjanum að halda kjafti en rifrildið á milli þeirra hélt áfram jafnvel eftir að Jimenez sigraði leikinn á 18. holu. 36 holur verða leiknar í dag en mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00. Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Aðeins 16 kylfingar eru eftir á Cadillac heimsmótinu í holukeppni en riðlakeppninni lauk í gær með mörgum spennandi leikjum. Mesta spennan var án efa á milli Rory McIlroy og Billy Horschel en þeir höfðu báðir sigrað fyrstu tvo leikina sína og börðust því um hvor kæmist í 16 manna úrslit. Horschel leiddi nánast allan hringinn og átti tvær holur þegar að tvær voru eftir. McIlroy sýndi þó snilli sína og fékk tvo fugla á síðustu tveim holunum sem Horschel hafði engin svör við en þeir enduðu því í bráðabana þar sem McIlroy hafði betur. Ungi Masters meistarinn Jordan Spieth datt þó úr leik en Englendingurinn Lee Westwood sigraði hann í spennandi leik sem fór alla leið á 18. holu. Fleiri stór nöfn eru dottin úr leik en þar má nefna Sergio Garcia, Henrik Stenson, Jimmy Walker, Adam Scott, Jason Day og Bubba Watson en sá síðastnefndi þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Louis Oosthuizen í bráðabana um hver kæmist í næstu umferð. Furðulegasta atvik gærdagsins var þó í leik Miguel Angel Jimenez og Keegan Bradley en þegar Bradley ætlaði að droppa boltanum frá girðingu sem var fyrir honum ásakaði Jimenez hann um ólöglegt dropp. Það fór ekki vel í kylfusvein Bradley sem gleymdi í smá stund að golf er heiðursmannaleikur og sagði Spánverjanum að halda kjafti en rifrildið á milli þeirra hélt áfram jafnvel eftir að Jimenez sigraði leikinn á 18. holu. 36 holur verða leiknar í dag en mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00.
Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira