Bjánapopp Jón Gnarr skrifar 2. maí 2015 07:00 Ég hef lengi verið aðdáandi ákveðinnar tegundar íslenskrar tónlistar og hef sankað að mér upptökum og diskum með hinum ýmsu tónlistarmönnum. Ég veit ekki alveg hvað þessi tónlist kallast eða hvort um eiginlega tónlistarstefnu er að ræða. Kannski mætti kalla þessa tónlist naívíska tónlist. Ég kalla þetta bara bjánapopp. Oftast er þetta tónlist sem gerð er og gefin út af töluverðum metnaði en litlum efnum og oftar en ekki af töluverðri fljótfærni. Eitt helsta skilyrðið fyrir því að bjánapopp geti kallast bjánapopp er að það sé ekki gefið út sem slíkt heldur af fullri alvöru. Þetta eru gjarnan lög og textar sem samdir eru meira af vilja en getu og í einhverju hugsunarleysi og fljótfærni og yfirleitt af tónlistarmönnum sem ofmeta eigin getu þannig að útkoman verður klaufaleg, hlægileg og krúttleg. Oftar en ekki beita tónlistarmennirnir fyrir sig börnum eins og þegar Einar S. Ólafsson söng hið hressilega lag Ég vil ganga minn veg sem samið var af móður hans. Flestir kannast við þetta lag enda er það eitt þekktasta bjánapopplag Íslandssögunnar. Í því sameinast allt sem lag þarf að hafa til að bera til að geta kallast alvöru bjánapopp. Laglínan er einföld og taktföst og textinn er kjánalegur og næstum því óskiljanlegur. Til að fullkomna verkið er barn látið syngja lagið. Flestir sem heyra lagið geta ekki varist brosi. Maður getur ekki alveg útskýrt hvaða hughrif það vekur en það er sannarlega bjánapopp. Eitt af aðalsmerkjum bjánapoppsins er hressleiki og lífsgleði og frekar einföld og barnaleg afstaða til lífsins almennt. Lögin eru oftast einföld og grípandi og textarnir leggja áherslu á jákvæðni og gleði. Og sá andi svífur yfir vötnum í sjálfri upptökunni. Þar er ekki verið að hafa áhyggjur af vandvirkni eða metnaði heldur er fyrsta og eina upptaka látin duga svo hægt sé að demba verkinu í sölu og beint til aðdáenda.Hamfarir Ein besta bjánapoppplata sem út hefur komið á Íslandi er Hamfarir með Gunnari Jökli. Ég spilaði Gunnar Jökul í útvarpinu og náði að gera lögin Kaffið mitt og Hundurinn minn nokkuð vinsæl. Ég hitti Gunnar og hann var mér mjög þakklátur. Ég hélt mikið uppá Hallbjörn Hjartarson og heimsótti hann jafnvel og tók við hann viðtöl í útvarpi. Ég var dyggur hlustandi Útvarps Kántríbæjar alltaf þegar ég keyrði milli Reykjavíkur og Akureyrar. Gylfi Ægisson hefur átt sérstakan sess í mínu lífi. Mörg af lögum hans hafa fylgt mér í gegnum lífið og ég hef sungið þau upphátt við ýmsar aðstæður. Jólaplatan Gylfi og Gerður hefur verið hluti af jólahaldi á mínu heimili í mörg ár. Lagið Jólasveinn á leið í land hefur markað komu jólanna og þegar Gylfi Ægisson spilar Heimsumból á Casio-skemmtara fyllist heimilið af hátíðarbrag. Diskurinn hefur verið hluti af jólaskrautinu einsog Christmas vacation-myndin. Ég hef líka haft gaman af Leoncie, jafnvel þegar hún úthúðar öðrum tónlistarmönnum, alhæfir um íslenskt samfélag eða heldur því enn og aftur fram að Björk hafi meira og minna stolið öllum sínum lögum frá henni. Ég hef fyrirgefið henni þetta um leið og ég heyri frá henni nýtt lag.Bjánapoppið er dauttEn nú er komið að kaflaskilum í sögu íslenska bjánapoppsins. Það byrjaði með falli kántríkóngsins. Skömmu síðar gerðist Gylfi Ægisson einn helsti talsmaður hommahatara á Íslandi. Varla líður sá dagur að hann sé ekki í fjölmiðlum að tjá sig um eitthvert það heimskulegasta og þröngsýnasta þvaður sem boðið er uppá í umræðu í dag. Hann fullyrðir til dæmis að samkynhneigð og barnagirnd séu af sama meiði. Það veit hver heilvita maður að svo er ekki. Hallbjörn var til dæmis enginn hommi. Ekki frekar en Gylfi er hommi þótt hann liti á sér skeggið. Mörgum gæti þótt það hommalegt en það gerir Gylfa samt ekki að homma. Og þarsem Gylfi er virtur bjánapoppari hefur honum tekist að draga fleiri reiða og ruglaða vitleysinga með sér. Nú er Leoncie búin að slást í hópinn. Og í stað þess að gleðja og uppörva með vitleysunni í sér reyna þau nú að skemma og meiða. Og ég vona að engir samkynhneigðir unglingar taki þetta nærri sér. En ég hef ákveðið að hætta að hlusta á bjánapopp. Einsog margir fleiri ætla ég að reyna að gleyma öllu um Hallbjörn Hjartarson. Ég er búinn að henda jólaplötunni hans Gylfa í ruslið og mun aldrei koma nálægt neinu af hans lögum á einn eða annan hátt. Heldur ekki Leoncie. Mér finnst þau ekki lengur bjánapopparar heldur bara bjánar. Bjánapoppið er dautt. Þetta er ekki fyndið lengur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun
Ég hef lengi verið aðdáandi ákveðinnar tegundar íslenskrar tónlistar og hef sankað að mér upptökum og diskum með hinum ýmsu tónlistarmönnum. Ég veit ekki alveg hvað þessi tónlist kallast eða hvort um eiginlega tónlistarstefnu er að ræða. Kannski mætti kalla þessa tónlist naívíska tónlist. Ég kalla þetta bara bjánapopp. Oftast er þetta tónlist sem gerð er og gefin út af töluverðum metnaði en litlum efnum og oftar en ekki af töluverðri fljótfærni. Eitt helsta skilyrðið fyrir því að bjánapopp geti kallast bjánapopp er að það sé ekki gefið út sem slíkt heldur af fullri alvöru. Þetta eru gjarnan lög og textar sem samdir eru meira af vilja en getu og í einhverju hugsunarleysi og fljótfærni og yfirleitt af tónlistarmönnum sem ofmeta eigin getu þannig að útkoman verður klaufaleg, hlægileg og krúttleg. Oftar en ekki beita tónlistarmennirnir fyrir sig börnum eins og þegar Einar S. Ólafsson söng hið hressilega lag Ég vil ganga minn veg sem samið var af móður hans. Flestir kannast við þetta lag enda er það eitt þekktasta bjánapopplag Íslandssögunnar. Í því sameinast allt sem lag þarf að hafa til að bera til að geta kallast alvöru bjánapopp. Laglínan er einföld og taktföst og textinn er kjánalegur og næstum því óskiljanlegur. Til að fullkomna verkið er barn látið syngja lagið. Flestir sem heyra lagið geta ekki varist brosi. Maður getur ekki alveg útskýrt hvaða hughrif það vekur en það er sannarlega bjánapopp. Eitt af aðalsmerkjum bjánapoppsins er hressleiki og lífsgleði og frekar einföld og barnaleg afstaða til lífsins almennt. Lögin eru oftast einföld og grípandi og textarnir leggja áherslu á jákvæðni og gleði. Og sá andi svífur yfir vötnum í sjálfri upptökunni. Þar er ekki verið að hafa áhyggjur af vandvirkni eða metnaði heldur er fyrsta og eina upptaka látin duga svo hægt sé að demba verkinu í sölu og beint til aðdáenda.Hamfarir Ein besta bjánapoppplata sem út hefur komið á Íslandi er Hamfarir með Gunnari Jökli. Ég spilaði Gunnar Jökul í útvarpinu og náði að gera lögin Kaffið mitt og Hundurinn minn nokkuð vinsæl. Ég hitti Gunnar og hann var mér mjög þakklátur. Ég hélt mikið uppá Hallbjörn Hjartarson og heimsótti hann jafnvel og tók við hann viðtöl í útvarpi. Ég var dyggur hlustandi Útvarps Kántríbæjar alltaf þegar ég keyrði milli Reykjavíkur og Akureyrar. Gylfi Ægisson hefur átt sérstakan sess í mínu lífi. Mörg af lögum hans hafa fylgt mér í gegnum lífið og ég hef sungið þau upphátt við ýmsar aðstæður. Jólaplatan Gylfi og Gerður hefur verið hluti af jólahaldi á mínu heimili í mörg ár. Lagið Jólasveinn á leið í land hefur markað komu jólanna og þegar Gylfi Ægisson spilar Heimsumból á Casio-skemmtara fyllist heimilið af hátíðarbrag. Diskurinn hefur verið hluti af jólaskrautinu einsog Christmas vacation-myndin. Ég hef líka haft gaman af Leoncie, jafnvel þegar hún úthúðar öðrum tónlistarmönnum, alhæfir um íslenskt samfélag eða heldur því enn og aftur fram að Björk hafi meira og minna stolið öllum sínum lögum frá henni. Ég hef fyrirgefið henni þetta um leið og ég heyri frá henni nýtt lag.Bjánapoppið er dauttEn nú er komið að kaflaskilum í sögu íslenska bjánapoppsins. Það byrjaði með falli kántríkóngsins. Skömmu síðar gerðist Gylfi Ægisson einn helsti talsmaður hommahatara á Íslandi. Varla líður sá dagur að hann sé ekki í fjölmiðlum að tjá sig um eitthvert það heimskulegasta og þröngsýnasta þvaður sem boðið er uppá í umræðu í dag. Hann fullyrðir til dæmis að samkynhneigð og barnagirnd séu af sama meiði. Það veit hver heilvita maður að svo er ekki. Hallbjörn var til dæmis enginn hommi. Ekki frekar en Gylfi er hommi þótt hann liti á sér skeggið. Mörgum gæti þótt það hommalegt en það gerir Gylfa samt ekki að homma. Og þarsem Gylfi er virtur bjánapoppari hefur honum tekist að draga fleiri reiða og ruglaða vitleysinga með sér. Nú er Leoncie búin að slást í hópinn. Og í stað þess að gleðja og uppörva með vitleysunni í sér reyna þau nú að skemma og meiða. Og ég vona að engir samkynhneigðir unglingar taki þetta nærri sér. En ég hef ákveðið að hætta að hlusta á bjánapopp. Einsog margir fleiri ætla ég að reyna að gleyma öllu um Hallbjörn Hjartarson. Ég er búinn að henda jólaplötunni hans Gylfa í ruslið og mun aldrei koma nálægt neinu af hans lögum á einn eða annan hátt. Heldur ekki Leoncie. Mér finnst þau ekki lengur bjánapopparar heldur bara bjánar. Bjánapoppið er dautt. Þetta er ekki fyndið lengur
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun