Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. maí 2015 10:19 Björn Þorvaldsson saksóknari, hér lengst til hægri, ásamt aðstoðarmönnum sínum. VÍSIR/GVA Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann byrjaði á að fara yfir ákæruna og rakti almennt þá háttsemi sem ákærðu er gefið að sök. Alls eru níu fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur Kaupþings ákærðir fyrir markaðsminotkun og/eða umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember 2007-8. október 2008. Fyrsti og annar kafli ákærunnar snýr að meintri markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi. Verðbréfasalarnir Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson hjá eigin viðskiptum bankans keyptu mikið magn af hlutabréfum í bankanum ákærutímabilinu í sjálfvirkum pörunarviðskiptum. Eiga þeir að hafa gert það að undirlagi stjórnendanna Einars Pálma Sigmundssonar, Ingólfs Helgasonar, Hreiðars Más Sigurðssonar og Sigurðar Einarssonar. Vill ákæruvaldið meina að viðskipti Péturs og Birnis með hlutabréf í Kaupþingi hafi komið í veg fyrir eða hægt á lækkun bréfanna og þannig komið í veg fyrir eðlilega verðmyndun þeirra á markaði, sem er ólöglegt.Áhættusöm viðskipti fyrir bankann Í 2. kafla ákærunnar er einnig ákært fyrir markaðsmisnotkun. Hreiðar Már, Sigurður, Ingólfur og Magnús Guðmundsson eru ákærðir fyrir nokkur stór utanþingsviðskipti þar sem eignarhaldsfélögum voru seld hlutabréf í Kaupþingi með fullri fjármögnun bankans. Telur saksóknari að þessi viðskipti hafi verið til þess fallin að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum ranglega og misvísandi til kynna, auk þess sem þau voru mjög áhættusöm fyrir bankann, en um fyrstu tvo kafla ákærunnar sagði saksóknari: „Háttsemin í 1. og 2. kafla fól í sér í heild sinni langvarandi, stórfellda og ólögmæta íhlutun í gangverk verðbréfamarkaðarins. Hlutabréf í Kaupþingi lutu ekki þeim markaðslögmálum sem lög um verðbréfaviðskipti [kveða á um].”Deilt um eðli utanþingsviðskipta Saksóknari rakti svo þann mun sem sjálfvirk pörunarviðskipti og utanþingsviðskipti hafa á verðmyndun hlutabréfa. Hélt hann því fram að sjálfvirk pörunarviðskipti hefðu meiri áhrif á verðmyndun en utanþingsviðskipti, sem í raun hefðu takmörkuð áhrif á verð hlutabréfa. Vísaði hann meðal annars í framburð vitna máli sínu til stuðnings og álit fræðimanna en ákæruvaldið og verjendur hafa deilt mikið um hvort þetta sé rétt túlkun á eðli utanþingsviðskipta og áhrifum þeirra á hlutabréfaverð. „Raunveruleg verðmyndun á sér stað í sjálfvirkum pörunarviðskiptum,” sagði saksóknari og hélt áfram: „Af hverju þá að kaupa svona mikið í sjálvirkum pörunarviðskiptum? Svarið liggur í augum uppi: Kaupþing var í raun að handstýra verðmyndun á eigin bréfum.”Símtöl og tölvupóstar varpi ljósi á misnotkun Ákæruvaldið telur samtímagögn frá ákærutímabilinu, til dæmis símtöl og tölvupósta, varpa ljósi þá markaðsmisnotkun sem fjallað er um í 1. kafla ákærunnar. „Þegar gögn málsins eru skoðuð kemur í ljós með skýrum hætti hvernig ákærðu höfðu viðskipti með bréf Kaupþings í gjörgæslu. Markmið ákærðu var að halda uppi og styðja við gengi hlutabréfanna hvað sem það kostaði.” Saksóknari fer nú yfir gögn málsins, símtöl, tölvupósta og gögn úr Kauphallarherminum svokallaða sem sýnir viðskipti Péturs og Birnis með hlutabréf í Kaupþingi. Reynir hann að sýna fram á að samhengi sé á milli samskipta ákærðu um viðskipti með bréf í Kaupþingi og svo hegðunar verðbréfasalanna á markaði. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann byrjaði á að fara yfir ákæruna og rakti almennt þá háttsemi sem ákærðu er gefið að sök. Alls eru níu fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur Kaupþings ákærðir fyrir markaðsminotkun og/eða umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember 2007-8. október 2008. Fyrsti og annar kafli ákærunnar snýr að meintri markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi. Verðbréfasalarnir Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson hjá eigin viðskiptum bankans keyptu mikið magn af hlutabréfum í bankanum ákærutímabilinu í sjálfvirkum pörunarviðskiptum. Eiga þeir að hafa gert það að undirlagi stjórnendanna Einars Pálma Sigmundssonar, Ingólfs Helgasonar, Hreiðars Más Sigurðssonar og Sigurðar Einarssonar. Vill ákæruvaldið meina að viðskipti Péturs og Birnis með hlutabréf í Kaupþingi hafi komið í veg fyrir eða hægt á lækkun bréfanna og þannig komið í veg fyrir eðlilega verðmyndun þeirra á markaði, sem er ólöglegt.Áhættusöm viðskipti fyrir bankann Í 2. kafla ákærunnar er einnig ákært fyrir markaðsmisnotkun. Hreiðar Már, Sigurður, Ingólfur og Magnús Guðmundsson eru ákærðir fyrir nokkur stór utanþingsviðskipti þar sem eignarhaldsfélögum voru seld hlutabréf í Kaupþingi með fullri fjármögnun bankans. Telur saksóknari að þessi viðskipti hafi verið til þess fallin að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum ranglega og misvísandi til kynna, auk þess sem þau voru mjög áhættusöm fyrir bankann, en um fyrstu tvo kafla ákærunnar sagði saksóknari: „Háttsemin í 1. og 2. kafla fól í sér í heild sinni langvarandi, stórfellda og ólögmæta íhlutun í gangverk verðbréfamarkaðarins. Hlutabréf í Kaupþingi lutu ekki þeim markaðslögmálum sem lög um verðbréfaviðskipti [kveða á um].”Deilt um eðli utanþingsviðskipta Saksóknari rakti svo þann mun sem sjálfvirk pörunarviðskipti og utanþingsviðskipti hafa á verðmyndun hlutabréfa. Hélt hann því fram að sjálfvirk pörunarviðskipti hefðu meiri áhrif á verðmyndun en utanþingsviðskipti, sem í raun hefðu takmörkuð áhrif á verð hlutabréfa. Vísaði hann meðal annars í framburð vitna máli sínu til stuðnings og álit fræðimanna en ákæruvaldið og verjendur hafa deilt mikið um hvort þetta sé rétt túlkun á eðli utanþingsviðskipta og áhrifum þeirra á hlutabréfaverð. „Raunveruleg verðmyndun á sér stað í sjálfvirkum pörunarviðskiptum,” sagði saksóknari og hélt áfram: „Af hverju þá að kaupa svona mikið í sjálvirkum pörunarviðskiptum? Svarið liggur í augum uppi: Kaupþing var í raun að handstýra verðmyndun á eigin bréfum.”Símtöl og tölvupóstar varpi ljósi á misnotkun Ákæruvaldið telur samtímagögn frá ákærutímabilinu, til dæmis símtöl og tölvupósta, varpa ljósi þá markaðsmisnotkun sem fjallað er um í 1. kafla ákærunnar. „Þegar gögn málsins eru skoðuð kemur í ljós með skýrum hætti hvernig ákærðu höfðu viðskipti með bréf Kaupþings í gjörgæslu. Markmið ákærðu var að halda uppi og styðja við gengi hlutabréfanna hvað sem það kostaði.” Saksóknari fer nú yfir gögn málsins, símtöl, tölvupósta og gögn úr Kauphallarherminum svokallaða sem sýnir viðskipti Péturs og Birnis með hlutabréf í Kaupþingi. Reynir hann að sýna fram á að samhengi sé á milli samskipta ákærðu um viðskipti með bréf í Kaupþingi og svo hegðunar verðbréfasalanna á markaði.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira