Rory McIlroy kláraði dæmið á Wells Fargo meistaramótinu 17. maí 2015 23:35 McIlroy fær ekki nóg af því að sigra. Getty Rory McIlroy sigraði á sínu þriðja atvinnugolfmóti á árinu en hann hafði mikla yfirburði á Wells Fargo meistaramótinu sem kláraðist í kvöld. McIlroy lék hringina fjóra á Quail Hollow vellinum á 21 höggi undir pari og sigraði að lokum örugglega með sjö högga mun en Webb Simpson og Patrick Rodgers deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Lykillinn að sigri McIlroy var án efa stórbrotin frammistaða hans á þriðja hring í gær þar sem hann setti vallarmet og kom inn á ellefu höggum undir pari. Það kom svo á daginn að enginn gat gert atlögu að Norður-Íranum magnaða á lokahringnum í kvöld sem hann lék á 69 höggum eða þremur undir pari. Það er óhætt að segja að McIlroy sé í sínu allra besta formi þessa dagana en hann sigraði á Heimsmótinu í holukeppni fyrir tveimur vikum og hefur endað í einu af tíu efstu sætunum í síðustu sex af átta PGA-mótum sem hann hefur tekið þátt í. Hann mun þó taka sér frí frá PGA-mótaröðinni í næstu viku en ásamt honum munu margir af bestu kylfingum heims flykkjast til Englands á Evrópumótaröðina þar sem BMW PGA meistaramótið fer fram á Wentworth vellinum. Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy sigraði á sínu þriðja atvinnugolfmóti á árinu en hann hafði mikla yfirburði á Wells Fargo meistaramótinu sem kláraðist í kvöld. McIlroy lék hringina fjóra á Quail Hollow vellinum á 21 höggi undir pari og sigraði að lokum örugglega með sjö högga mun en Webb Simpson og Patrick Rodgers deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Lykillinn að sigri McIlroy var án efa stórbrotin frammistaða hans á þriðja hring í gær þar sem hann setti vallarmet og kom inn á ellefu höggum undir pari. Það kom svo á daginn að enginn gat gert atlögu að Norður-Íranum magnaða á lokahringnum í kvöld sem hann lék á 69 höggum eða þremur undir pari. Það er óhætt að segja að McIlroy sé í sínu allra besta formi þessa dagana en hann sigraði á Heimsmótinu í holukeppni fyrir tveimur vikum og hefur endað í einu af tíu efstu sætunum í síðustu sex af átta PGA-mótum sem hann hefur tekið þátt í. Hann mun þó taka sér frí frá PGA-mótaröðinni í næstu viku en ásamt honum munu margir af bestu kylfingum heims flykkjast til Englands á Evrópumótaröðina þar sem BMW PGA meistaramótið fer fram á Wentworth vellinum.
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira