Menning

Dagskrá Listahátíðar í Reykjavík í kvöld

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Úr verkinu Svartar fjaðrir.
Úr verkinu Svartar fjaðrir. MYND/HÖRÐUR SVEINSSON
Listahátíð í Reykjavík var sett með pompi og prakt síðastliðinn miðvikudag og lýkur hátíðinni þann 7. júní næstkomandi. Fjöldi viðburða er á dagskránni. Hér fyrir neðan er hægt að sjá þá viðburði sem boðið verður upp á um helgina.

Föstudagur 15.maí



Suspension of Disbelief @Bíó Paradís - 18:00 &18:30

SUSPENSION OF DISBELIEF var tekið á sýningu Elínar Hansdóttur í KW Institute for Contemporary Art í Berlín í mars síðastliðinn. Á sýningunni er er beitt tækni frá árdögum kvikmyndagerðar þar sem kvikmyndavél var beint í gegnum glermálverk til að víkka út myndheima. Verkið er tilraun til að afhjúpa nýjar víddir í skynrænni upplifun þvert á þau mæri sem liggja á milli þrívíðra miðla og kvikmyndamiðilsins.

Svartar Fjaðrir @Þjóðleikhúsið - 19:30

Í verkinu er unnið með fjölbreytt úrval ljóða skáldsins sem náði þjóðarhylli með fyrstu ljóðabók sinni, Svörtum fjöðrum, sem kom út þegar Davíð var aðeins 24 ára að aldri.

Birting @Gerðarsafn - 20:00

Birting er samsýning á verkum eftir íslenska samtímalistamenn þar sem unnið er út frá steindum gluggum Gerðar Helgadóttur (1928-1975) sem má finna í Skálholtskirkju, Kópavogskirkju og víðar.

Doríon: vídeó- og tónlistargjörningur @Kópavogskirkja - 21:00

Vídeó- & tónlistargjörningurinn Doríon eftir Doddu Maggý er sérstaklega saminn fyrir Kópavogskirkju í tilefni sýningarinnar Birting í Gerðasafni. Raddsvið manneskjunnar tekur á sig sjónrænt form og litapalletta tónskalans flæðir yfir rýmið. Kvennakórinn Katla undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttir og Lilju Daggar Gunnarsdóttir flytur gjörninginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×