ÁTVR svarar fyrir sig: „Vangaveltur sem eiga sér litla stoð í raunveruleikanum“ ingvar haraldsson skrifar 15. maí 2015 13:50 Deilt er um rekstur Vínbúða ÁTVR. vísir/stefán ÁTVR hafnar alfarið því sem fram kemur í nýrri skýrslu greiningarfyrirtækisins Clever Data á rekstri stofnunarinnar. Í skýrslunni er því haldið fram að Vínbúðarhluti ÁTVR stæði ekki undir sér. „Niðurstöður hennar eru vangaveltur sem eiga sér litla stoð í raunveruleikanum og ÁTVR hafnar þeim alfarið. ÁTVR hefur aldrei verið rekin með tapi frá því að áfengisgjöld og tóbaksgjöld voru aðskilin frá rekstrartekjum verslunarinnar,“ segir í tilkynningu frá ÁTVR.Kostnaður vegna áfengis og tóbakssölu ekki sundurgreindur Þá er einnig bent á að ÁTVR er lögum samkvæmt rekin sem ein heild, þ.e.a.s. starfsemin að því er lýtur að smásölu áfengis annars vegar og heildsölu tóbaks hins vegar er ekki aðgreind í rekstri fyrirtækisins eða bókhaldi. „Ljóst er að aðgreindur rekstur hefði í för með sér verulega óhagkvæmni, enda eru veigamiklir rekstrarliðir sameiginlegir báðum þáttum starfseminnar. Nægir hér til dæmis að nefna húsnæðiskostnað, kostnað við meðhöndlun vöru í vöruhúsi, rekstur tölvukerfa, vöruinnkaup, vörudreifingu og launakostnað.“ Þá er einnig bent á að í bókhaldi ÁTVR sé ekki sundurgreint hvernig slíkur kostnaður deilist á milli áfengis- og tóbakshlutans og því séu engin gögn til um kostnaðarskiptingu. Kostnaður vegna vörunotkunar áfengis annars vegar og tóbaks hins vegar sé aðgreindur í rekstrinum og sundurliðaður í ársreikningi fyrirtækisins.ÁTVR ræður ekki álagningu Þá er einnig bent á að ÁTVR ráði ekki álagningu sinni á áfengi og tóbak. Hún sé ákveðin með lögum frá Alþingi. ÁTVR segir þó að heildsala tóbaks skili hlutfallslega meiri hagnaði en smásala áfengis. „Munurinn ræðst fyrst og fremst af ákvörðun Alþingis um álagningu, sem áður er vísað til, og eins því að eðli máls samkvæmt kallar smásala áfengis á talsvert fleiri handtök og meira umstang en heildsala á tóbaki.“ Alþingi Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
ÁTVR hafnar alfarið því sem fram kemur í nýrri skýrslu greiningarfyrirtækisins Clever Data á rekstri stofnunarinnar. Í skýrslunni er því haldið fram að Vínbúðarhluti ÁTVR stæði ekki undir sér. „Niðurstöður hennar eru vangaveltur sem eiga sér litla stoð í raunveruleikanum og ÁTVR hafnar þeim alfarið. ÁTVR hefur aldrei verið rekin með tapi frá því að áfengisgjöld og tóbaksgjöld voru aðskilin frá rekstrartekjum verslunarinnar,“ segir í tilkynningu frá ÁTVR.Kostnaður vegna áfengis og tóbakssölu ekki sundurgreindur Þá er einnig bent á að ÁTVR er lögum samkvæmt rekin sem ein heild, þ.e.a.s. starfsemin að því er lýtur að smásölu áfengis annars vegar og heildsölu tóbaks hins vegar er ekki aðgreind í rekstri fyrirtækisins eða bókhaldi. „Ljóst er að aðgreindur rekstur hefði í för með sér verulega óhagkvæmni, enda eru veigamiklir rekstrarliðir sameiginlegir báðum þáttum starfseminnar. Nægir hér til dæmis að nefna húsnæðiskostnað, kostnað við meðhöndlun vöru í vöruhúsi, rekstur tölvukerfa, vöruinnkaup, vörudreifingu og launakostnað.“ Þá er einnig bent á að í bókhaldi ÁTVR sé ekki sundurgreint hvernig slíkur kostnaður deilist á milli áfengis- og tóbakshlutans og því séu engin gögn til um kostnaðarskiptingu. Kostnaður vegna vörunotkunar áfengis annars vegar og tóbaks hins vegar sé aðgreindur í rekstrinum og sundurliðaður í ársreikningi fyrirtækisins.ÁTVR ræður ekki álagningu Þá er einnig bent á að ÁTVR ráði ekki álagningu sinni á áfengi og tóbak. Hún sé ákveðin með lögum frá Alþingi. ÁTVR segir þó að heildsala tóbaks skili hlutfallslega meiri hagnaði en smásala áfengis. „Munurinn ræðst fyrst og fremst af ákvörðun Alþingis um álagningu, sem áður er vísað til, og eins því að eðli máls samkvæmt kallar smásala áfengis á talsvert fleiri handtök og meira umstang en heildsala á tóbaki.“
Alþingi Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira