NBA: Cleveland sló út Chicago en Houston tryggði sér úrslitaleik | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2015 07:40 Iman Shumpert og LeBron James fagna í nótt. Vísir/Getty Cleveland Cavaliers varð í nóttafyrsta liða sem kemst áfram upp úr 2. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar en liðið komst þá í úrslit Austurdeildarinnar í NBA-körfuboltanum. Það þarf hinsvegar hreinan úrslitaleik hjá Houston Rockets og Los Angeles Clippers eftir annan sigur Houston-liðsins í röð.LeBron James og Kyrie Irving voru ekki í stórstjörnugírnum hjá Cleveland Cavaliers í nótt en það kom þó ekki í veg fyrir 94-73 stórsigur og þar með 4-2 sigur í einvíginu. LeBron James skoraði "bara" 15 stig og Kyrie Irving fór meiddur af velli í fyrri hálfleiknum. James var reyndar með 11 stoðsendingar og 9 fráköst en hann hitti aðeins úr 7 af 23 skoti. Irving lék vara í 12 mínútur og skoraði á þeim sex stig en staðan var 35-35 þegar hann meiddist á hné. Matthew Dellavedova var stigahæstur hjá Cleveland með 19 stig og Tristan Thompson var með 13 stig og 17 fráköst. Cleveland komst þarna í úrslit Austurdeildarinnar í fyrsta sinn síðan 2009 en James var að komast þangað fimmta árið í röð. Jimmy Butler skoraði 20 stig fyrir Chicago og Derrick Rose skoraði 14 stig. Pau Gasol lék aftur með liðinu eftir meiðsli en skoraði öll átta stig sín í fyrsta leikhlutanum. Chicago Bulls kvaddi því þjálfara sinn Tom Thibodeau með því að tapa þremur síðustu leikjum sínum á móti Cleveland Cavaliers.James Harden skoraði 23 stig og Dwight Howard var með 20 stig og 21 frákast þegar Houston Rockets reis upp frá dauðum og tryggði sér oddaleik með 119-107 útisigri á Los Angeles Clippers. Los Angeles Clippers var með 19 stiga forystu í seinni hálfleiknum en Houston-liðið gafst ekki upp og hefur nú breytt stöðunni úr 3-1 í 3-3. Úrslitaleikurinn verður á heimavelli Houston Rockets á sunnudaginn. Corey Brewer skoraði 15 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og Josh Smith var með 14 af 19 stigum sínum í umræddum lokaleikhluta sem Houston vann 40-15. Clippers var með 87-68 forystu en Houston vann lokakafla leiksins 51-20 þar á meðal náði liðið 23-2 spretti sem kom því í 111-102 þegar 1:44 mínútur voru eftir. Chris Paul var með 31 stig og 11 stoðsendingar fyrir Clippers og J.J. Redick skoraði 15 stig. Þetta verður annar oddaleikur liðsins í úrslitakeppninni því liðið vann fráfarandi meistara í San Antonio Spurs í sjöunda leik í fyrstu umferðinni. NBA Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Cleveland Cavaliers varð í nóttafyrsta liða sem kemst áfram upp úr 2. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar en liðið komst þá í úrslit Austurdeildarinnar í NBA-körfuboltanum. Það þarf hinsvegar hreinan úrslitaleik hjá Houston Rockets og Los Angeles Clippers eftir annan sigur Houston-liðsins í röð.LeBron James og Kyrie Irving voru ekki í stórstjörnugírnum hjá Cleveland Cavaliers í nótt en það kom þó ekki í veg fyrir 94-73 stórsigur og þar með 4-2 sigur í einvíginu. LeBron James skoraði "bara" 15 stig og Kyrie Irving fór meiddur af velli í fyrri hálfleiknum. James var reyndar með 11 stoðsendingar og 9 fráköst en hann hitti aðeins úr 7 af 23 skoti. Irving lék vara í 12 mínútur og skoraði á þeim sex stig en staðan var 35-35 þegar hann meiddist á hné. Matthew Dellavedova var stigahæstur hjá Cleveland með 19 stig og Tristan Thompson var með 13 stig og 17 fráköst. Cleveland komst þarna í úrslit Austurdeildarinnar í fyrsta sinn síðan 2009 en James var að komast þangað fimmta árið í röð. Jimmy Butler skoraði 20 stig fyrir Chicago og Derrick Rose skoraði 14 stig. Pau Gasol lék aftur með liðinu eftir meiðsli en skoraði öll átta stig sín í fyrsta leikhlutanum. Chicago Bulls kvaddi því þjálfara sinn Tom Thibodeau með því að tapa þremur síðustu leikjum sínum á móti Cleveland Cavaliers.James Harden skoraði 23 stig og Dwight Howard var með 20 stig og 21 frákast þegar Houston Rockets reis upp frá dauðum og tryggði sér oddaleik með 119-107 útisigri á Los Angeles Clippers. Los Angeles Clippers var með 19 stiga forystu í seinni hálfleiknum en Houston-liðið gafst ekki upp og hefur nú breytt stöðunni úr 3-1 í 3-3. Úrslitaleikurinn verður á heimavelli Houston Rockets á sunnudaginn. Corey Brewer skoraði 15 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og Josh Smith var með 14 af 19 stigum sínum í umræddum lokaleikhluta sem Houston vann 40-15. Clippers var með 87-68 forystu en Houston vann lokakafla leiksins 51-20 þar á meðal náði liðið 23-2 spretti sem kom því í 111-102 þegar 1:44 mínútur voru eftir. Chris Paul var með 31 stig og 11 stoðsendingar fyrir Clippers og J.J. Redick skoraði 15 stig. Þetta verður annar oddaleikur liðsins í úrslitakeppninni því liðið vann fráfarandi meistara í San Antonio Spurs í sjöunda leik í fyrstu umferðinni.
NBA Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira