Nýliðarnir byrja á erfiðum leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2015 06:00 Stjarnan varð tvöfaldur meistari á síðustu leiktíð. vísir/valli Nýliðarnir í Pepsi-deild kvenna fá alvöru próf strax í fyrsta leik í dag þegar KR og Þróttur heimsækja tvö efstu liðin í fyrra en þeim er jafnframt spáð efstu sætunum í ár. KR mætir meisturum Stjörnunnar í Garðabæ og Íslandsmeistaraefnin í Breiðabliki taka á móti Þrótti. Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar Breiðabliki var spáð titlinum en ekki Íslands- og bikarmeisturum Stjörnunnar sem höfðu unnið tvo úrslitaleiki við Blika á rúmri viku með markatölunni 7-1. Blikar hafa beðið í tíu ár eftir sextánda Íslandsmeistaratitlinum en fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn deildarinnar hafa meiri trú á Blikum heldur en Stjörnuliðinu sem hefur unnið stóran titil fjögur tímabil í röð og vann tvöfalt í fyrsta sinn síðasta sumar. Stjörnuliðið hefur misst lykilmenn en fékk til sín efnilegasta leikmann deildarinnar á síðasta sumar, Guðrúnu Karítas Sigurðardóttur frá ÍA. Stjarnan missti landsliðsmiðvörðinn Glódísi Perlu Viggósdóttir og fyrirliðann Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur og óvissan er um hvaða áhrif það hefur á hina sterku vörn Stjörnuliðsins sem fékk á sig aðeins 16 mörk í 36 deildarleikjum tvö síðustu sumur. Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir er á sínum stað en hún hefur skorað 55 mörk í 36 leikjum síðustu tvö sumur. Flestir búast áfram við einvígi á milli Stjörnunnar og Breiðabliks. Selfoss og Þór/KA verða í næstu sætum samkvæmt spánni en bæði lið hafa þó misst sterka leikmenn. Fylkisliðið vakti mikla athygli sem nýliði í fyrra og nú er að sjá hvort Jörundur Áki Sveinsson geti komið liðinu enn ofar í töflunni. Eyjakonum er spáð sjötta sæti eða sæti ofar en Valsliðinu sem er á tímamótum og hefur aldrei verið spáð neðar. KR verður sá nýliði sem nær að halda sæti sínu á kostnað Aftureldingar sem er spáð falli ásamt nýliðum Þróttar.Leikir dagsins: Valur-Afturelding, Breiðablik-Þróttur R., Stjarnan-KR og Fylkir-Selfoss (allir klukkan 14.00) og Þór/KA- ÍBV (klukkan 15.30). Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stelpurnar byrja innanhúss Pepsi-deild kvenna í fótbolta hefst með heilli umferð á fimmtudaginn en ekki allir leikirnir fara fram utanhúss. 11. maí 2015 13:15 Þorsteinn: Fjögur lið munu berjast um titilinn Breiðabliki var spáð sigri í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Pepsi-deild kvenna 2015. 11. maí 2015 20:30 Breiðabliki spáð Íslandsmeistaratitlinum Stjörnunni, sem er handhafi allra titlanna í kvennaboltanum, spáð öðru sæti á eftir Blikum. 11. maí 2015 15:42 Ólafur: Stjarnan er með öðruvísi lið en í fyrra Þrátt fyrir að vera handhafar allra fjögurra titlanna í kvennaflokki er Stjörnunni ekki spáð sigri í Pepsi-deild kvenna í sumar. 11. maí 2015 19:45 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli Sjá meira
Nýliðarnir í Pepsi-deild kvenna fá alvöru próf strax í fyrsta leik í dag þegar KR og Þróttur heimsækja tvö efstu liðin í fyrra en þeim er jafnframt spáð efstu sætunum í ár. KR mætir meisturum Stjörnunnar í Garðabæ og Íslandsmeistaraefnin í Breiðabliki taka á móti Þrótti. Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar Breiðabliki var spáð titlinum en ekki Íslands- og bikarmeisturum Stjörnunnar sem höfðu unnið tvo úrslitaleiki við Blika á rúmri viku með markatölunni 7-1. Blikar hafa beðið í tíu ár eftir sextánda Íslandsmeistaratitlinum en fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn deildarinnar hafa meiri trú á Blikum heldur en Stjörnuliðinu sem hefur unnið stóran titil fjögur tímabil í röð og vann tvöfalt í fyrsta sinn síðasta sumar. Stjörnuliðið hefur misst lykilmenn en fékk til sín efnilegasta leikmann deildarinnar á síðasta sumar, Guðrúnu Karítas Sigurðardóttur frá ÍA. Stjarnan missti landsliðsmiðvörðinn Glódísi Perlu Viggósdóttir og fyrirliðann Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur og óvissan er um hvaða áhrif það hefur á hina sterku vörn Stjörnuliðsins sem fékk á sig aðeins 16 mörk í 36 deildarleikjum tvö síðustu sumur. Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir er á sínum stað en hún hefur skorað 55 mörk í 36 leikjum síðustu tvö sumur. Flestir búast áfram við einvígi á milli Stjörnunnar og Breiðabliks. Selfoss og Þór/KA verða í næstu sætum samkvæmt spánni en bæði lið hafa þó misst sterka leikmenn. Fylkisliðið vakti mikla athygli sem nýliði í fyrra og nú er að sjá hvort Jörundur Áki Sveinsson geti komið liðinu enn ofar í töflunni. Eyjakonum er spáð sjötta sæti eða sæti ofar en Valsliðinu sem er á tímamótum og hefur aldrei verið spáð neðar. KR verður sá nýliði sem nær að halda sæti sínu á kostnað Aftureldingar sem er spáð falli ásamt nýliðum Þróttar.Leikir dagsins: Valur-Afturelding, Breiðablik-Þróttur R., Stjarnan-KR og Fylkir-Selfoss (allir klukkan 14.00) og Þór/KA- ÍBV (klukkan 15.30).
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stelpurnar byrja innanhúss Pepsi-deild kvenna í fótbolta hefst með heilli umferð á fimmtudaginn en ekki allir leikirnir fara fram utanhúss. 11. maí 2015 13:15 Þorsteinn: Fjögur lið munu berjast um titilinn Breiðabliki var spáð sigri í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Pepsi-deild kvenna 2015. 11. maí 2015 20:30 Breiðabliki spáð Íslandsmeistaratitlinum Stjörnunni, sem er handhafi allra titlanna í kvennaboltanum, spáð öðru sæti á eftir Blikum. 11. maí 2015 15:42 Ólafur: Stjarnan er með öðruvísi lið en í fyrra Þrátt fyrir að vera handhafar allra fjögurra titlanna í kvennaflokki er Stjörnunni ekki spáð sigri í Pepsi-deild kvenna í sumar. 11. maí 2015 19:45 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli Sjá meira
Stelpurnar byrja innanhúss Pepsi-deild kvenna í fótbolta hefst með heilli umferð á fimmtudaginn en ekki allir leikirnir fara fram utanhúss. 11. maí 2015 13:15
Þorsteinn: Fjögur lið munu berjast um titilinn Breiðabliki var spáð sigri í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Pepsi-deild kvenna 2015. 11. maí 2015 20:30
Breiðabliki spáð Íslandsmeistaratitlinum Stjörnunni, sem er handhafi allra titlanna í kvennaboltanum, spáð öðru sæti á eftir Blikum. 11. maí 2015 15:42
Ólafur: Stjarnan er með öðruvísi lið en í fyrra Þrátt fyrir að vera handhafar allra fjögurra titlanna í kvennaflokki er Stjörnunni ekki spáð sigri í Pepsi-deild kvenna í sumar. 11. maí 2015 19:45