Taldi tap vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi ekki eiga að hafa áhrif á bónusa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2015 10:56 Allir ákærðu hafa gefið skýrslur en nú standa yfir vitnaleiðslur yfir öðrum. Vísir/GVA Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í morgun. Hann var næsti yfirmaður Einars Pálma Sigmundssonar sem var forstöðumaður eigin viðskipta bankans og er ákærður í málinu fyrir markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi. Næsti yfirmaður Guðmundar sjálfs var Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, sem einnig er ákærður í málinu fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Fyrir dómi í dag bar Guðmundur að hann hefði ekki haft mikil afskipti af viðskiptum eigin viðskipta með hlutabréf í Kaupþingi. Hann hafi til að mynda ekki verið í daglegum samskiptum við Einar Pálma enda sagði Guðmundur að starf sitt hefði aðallega snúið að lausafjárstýringu bankans.Bera fyrir sig litlu sjálfstæði Mikið hefur verið rætt um sjálfstæði deildar eigin viðskipta þegar kom að hlutabréfakaupum í bankanum sjálfum. Hafa starfsmenn deildarinnar sem ákærðir eru í málinu borið við að sjálfstæði þeirra hafi verið lítið þegar kom að þessum viðskiptum og spurði Björn Þorvaldsson, saksóknari, Guðmund út í þetta. „Ég held að sjálfstæðið hafi verið minna en ég gerði mér grein fyrir og fékk að vita það í samtölum við Einar Pálma hvernig aðkoma forstjóra [Ingólfs Helgasonar] væri að þessu með fyrirmælum. [...] Ég held að það hafi verið nokkuð stöðugt samtal þarna á milli,” sagði Guðmundur. Saksóknari spurði þá hvort honum hafi ekki fundist neitt athugavert við þetta þar sem hann hafi verið næsti yfirmaður Einars Pálma, ekki Ingólfur. „Mér fannst það kannski ekki. Ég leit þannig á að þetta væri ekki staða sem við bærum ábyrgð eða að ég bæri ábyrgð á. Það voru fleiri stöður sem voru skráðar af yfirstjórn... erlend hlutabréf þar sem við ákváðum ekkert varðandi stöðutöku. Ég leit þetta sömu augum.” Guðmundur var þá spurður hvort að Ingólfur hafi stýrt safninu með hlutabréf Kaupþings. „Þeir verða að svara því... Ég get bara sagt að ég hafði ekki áhyggjur af þessum viðskiptum eða að við bærum ábyrgð á þeim. Ég leit ekki þannig á að þetta væri stöðutaka sem starfsmenn eigin viðskipta eða ég bærum ábyrgð á.”Ákvað bónusa með forstjóra og starfsmannastjóra Guðmundur kvaðst hafa rætt viðskipti með eigin hlutabréf stuttlega við Ingólf en það hafi aðallega verið tengt frammistöðu deildar eigin viðskipta en fyrir liggur í málinu að tap Kaupþings af viðskiptum með eigin bréf var 6,3 milljarðar. „Ég ræddi við hann um bónusgreiðslur og annað sem var ársfjórðungslegur höfuðverkur. Mér fannst ekki að það væri hægt að dæma starfsmennina út af stöðunni sem var þarna. [...] Þetta var að mínu frumkvæði því ég bar sameiginlega ábyrgð með forstjóra og starfsmannastjóra að ákveða bónusa.” Aðspurður hvort honum hafi fundist ósanngjarnt að viðskipti með eigin bréf væru tekin þar inn, játaði Guðmundur því. Verjandi Ingólfs Helgasonar spurði Guðmund svo hvort hann vissi til þess að forstjórinn hefði gefið eigin viðskiptum fyrirmæli varðandi ákveðið magn eða verð í hlutabréfum Kaupþings. Sagðist Guðmundur ekki vita til þess. Hann var þá spurður hvort að starfsmenn eigin viðskipta hafi einhvern tímann leitað til hans út af afskiptum Ingólfs. „Ég get ekki dagsett neitt í því sambandi en ég held hann... ég veit ekki hvort að ég var á staðnum og varð einhvern tímann vitni að því að hann hringdi.” Aðspurður hvort hann vissi hvað fram fór í símtalinu svaraði Guðmundur því neitandi. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16 Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. maí 2015 17:45 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í morgun. Hann var næsti yfirmaður Einars Pálma Sigmundssonar sem var forstöðumaður eigin viðskipta bankans og er ákærður í málinu fyrir markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi. Næsti yfirmaður Guðmundar sjálfs var Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, sem einnig er ákærður í málinu fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Fyrir dómi í dag bar Guðmundur að hann hefði ekki haft mikil afskipti af viðskiptum eigin viðskipta með hlutabréf í Kaupþingi. Hann hafi til að mynda ekki verið í daglegum samskiptum við Einar Pálma enda sagði Guðmundur að starf sitt hefði aðallega snúið að lausafjárstýringu bankans.Bera fyrir sig litlu sjálfstæði Mikið hefur verið rætt um sjálfstæði deildar eigin viðskipta þegar kom að hlutabréfakaupum í bankanum sjálfum. Hafa starfsmenn deildarinnar sem ákærðir eru í málinu borið við að sjálfstæði þeirra hafi verið lítið þegar kom að þessum viðskiptum og spurði Björn Þorvaldsson, saksóknari, Guðmund út í þetta. „Ég held að sjálfstæðið hafi verið minna en ég gerði mér grein fyrir og fékk að vita það í samtölum við Einar Pálma hvernig aðkoma forstjóra [Ingólfs Helgasonar] væri að þessu með fyrirmælum. [...] Ég held að það hafi verið nokkuð stöðugt samtal þarna á milli,” sagði Guðmundur. Saksóknari spurði þá hvort honum hafi ekki fundist neitt athugavert við þetta þar sem hann hafi verið næsti yfirmaður Einars Pálma, ekki Ingólfur. „Mér fannst það kannski ekki. Ég leit þannig á að þetta væri ekki staða sem við bærum ábyrgð eða að ég bæri ábyrgð á. Það voru fleiri stöður sem voru skráðar af yfirstjórn... erlend hlutabréf þar sem við ákváðum ekkert varðandi stöðutöku. Ég leit þetta sömu augum.” Guðmundur var þá spurður hvort að Ingólfur hafi stýrt safninu með hlutabréf Kaupþings. „Þeir verða að svara því... Ég get bara sagt að ég hafði ekki áhyggjur af þessum viðskiptum eða að við bærum ábyrgð á þeim. Ég leit ekki þannig á að þetta væri stöðutaka sem starfsmenn eigin viðskipta eða ég bærum ábyrgð á.”Ákvað bónusa með forstjóra og starfsmannastjóra Guðmundur kvaðst hafa rætt viðskipti með eigin hlutabréf stuttlega við Ingólf en það hafi aðallega verið tengt frammistöðu deildar eigin viðskipta en fyrir liggur í málinu að tap Kaupþings af viðskiptum með eigin bréf var 6,3 milljarðar. „Ég ræddi við hann um bónusgreiðslur og annað sem var ársfjórðungslegur höfuðverkur. Mér fannst ekki að það væri hægt að dæma starfsmennina út af stöðunni sem var þarna. [...] Þetta var að mínu frumkvæði því ég bar sameiginlega ábyrgð með forstjóra og starfsmannastjóra að ákveða bónusa.” Aðspurður hvort honum hafi fundist ósanngjarnt að viðskipti með eigin bréf væru tekin þar inn, játaði Guðmundur því. Verjandi Ingólfs Helgasonar spurði Guðmund svo hvort hann vissi til þess að forstjórinn hefði gefið eigin viðskiptum fyrirmæli varðandi ákveðið magn eða verð í hlutabréfum Kaupþings. Sagðist Guðmundur ekki vita til þess. Hann var þá spurður hvort að starfsmenn eigin viðskipta hafi einhvern tímann leitað til hans út af afskiptum Ingólfs. „Ég get ekki dagsett neitt í því sambandi en ég held hann... ég veit ekki hvort að ég var á staðnum og varð einhvern tímann vitni að því að hann hringdi.” Aðspurður hvort hann vissi hvað fram fór í símtalinu svaraði Guðmundur því neitandi.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16 Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. maí 2015 17:45 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16
Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59
Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. maí 2015 17:45