Tónlist

Tónlistarmyndband og vínylútgáfa frá Teiti Magnússyni

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Teitur Magnússon.
Teitur Magnússon.
Vísir frumsýnir nú tónlistarmyndband við lagið Staðlaust hjarta með Teiti Magnússyni. Myndbandið er unnið af Hauki Valdimar Pálssyni sem meðal annars hefur leikstýrt heimildarmyndinni Hrikalegir.

„Haukur kom og tók upp meðan við unnum í plötunni í Stúdíó Reflex,“ segir Teitur. Einnig má sjá svipmyndir frá útgáfutónleikum okkar, sem fóru fram á Húrra síðastliðinn desember, og frá myndlistaropnun Arnars Birgis.“

Teitur hefur ærna ástæðu til að fagna því auk myndbandsins er platan 27 að koma út á vínyl. Af því tilefni verður haldin heljarinnar veisla á Húrra annað kvöld. Þar stíga á stokk Teitur Magnússon ásamt hljómsveitinni Æðisgenginu, DJ Downer leikur lagasyrpu og Jón Örn Lomfjörð hitar upp. Teitið hefst kl. 20.

Myndbandið má sjá hér að neðan og nánari upplýsingar um vínylfögnuðinn má sjá með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Prufukeyrir ný lög

Teitur Magnússon heldur tónleika á Kexi hosteli í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.