Rickie Fowler sigraði á Players eftir ótrúlega dramatík á lokahringnum 11. maí 2015 00:17 Rickie Fowler eftir að hafa sett niður sigurpúttið á 17. flöt. Getty Þeir golfáhugamenn sem settust niður í kvöld og horfðu á lokahringinn á Players meistaramótinu fengu mikið fyrir sinn snúð en magnað golf og ótrúleg dramatík einkenndi lokadaginn á þessu gríðarstóra móti sem oft er kallað fimmta risamótið í golfheiminum. Fyrir lokahringinn voru 30 kylfingar á innan við fimm höggum frá efsta manni og því mátti búast við mikilli spennu sem reyndist svo sannarlega vera raunin en Rickie Fowler var miðpunktur athyglinnar framan af. Hann sigldi lygnan sjó þegar að sex holur voru eftir af lokahringnum á TPC Sawgrass, fjórum höggum á eftir efstu mönnum, en þá setti þessi 26 ára gamli Bandaríkjamaður í annan gír og fékk einn örn, fjóra fugla og eitt par á síðustu sex holunum. Það dugði honum til þess að byggja upp tveggja högga forystu en margir kylfingar áttu þá eftir að klára sinn hring.Sergio Garcia var fyrstur til þess að svara Fowler en hann fékk tvo fugla á síðustu þremur holunum til þess að jafna við hann á 12 höggum undir pari. Það gerði Bandaríkjamaðurinn Kevin Kisner einnig en hann missti rúmlega fjögurra metra pútt á lokaholunni fyrir sigri í mótinu. Það voru því þeir þrír, Garcia, Kisner og Fowler, sem fóru í þriggja holu bráðabana en þar datt Garcia úr leik og því var hin sögufræga 17. hola leikin á ný til þess að skera úr um á milli Kisner og Fowler. Þar fékk Fowler öruggan fugl á meðan að Kisner rétt missti sitt pútt fyrir fugli, og tryggði hann sér því sinn stærsta sigur á ferlinum ásamt rúmlega 220 milljóna króna verðlaunafé. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, endaði jafn í áttunda sæti á átta höggum undir pari en Tiger Woods lék á sléttu pari í dag og endaði jafn í 69. sæti á þremur yfir pari samtals. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Þeir golfáhugamenn sem settust niður í kvöld og horfðu á lokahringinn á Players meistaramótinu fengu mikið fyrir sinn snúð en magnað golf og ótrúleg dramatík einkenndi lokadaginn á þessu gríðarstóra móti sem oft er kallað fimmta risamótið í golfheiminum. Fyrir lokahringinn voru 30 kylfingar á innan við fimm höggum frá efsta manni og því mátti búast við mikilli spennu sem reyndist svo sannarlega vera raunin en Rickie Fowler var miðpunktur athyglinnar framan af. Hann sigldi lygnan sjó þegar að sex holur voru eftir af lokahringnum á TPC Sawgrass, fjórum höggum á eftir efstu mönnum, en þá setti þessi 26 ára gamli Bandaríkjamaður í annan gír og fékk einn örn, fjóra fugla og eitt par á síðustu sex holunum. Það dugði honum til þess að byggja upp tveggja högga forystu en margir kylfingar áttu þá eftir að klára sinn hring.Sergio Garcia var fyrstur til þess að svara Fowler en hann fékk tvo fugla á síðustu þremur holunum til þess að jafna við hann á 12 höggum undir pari. Það gerði Bandaríkjamaðurinn Kevin Kisner einnig en hann missti rúmlega fjögurra metra pútt á lokaholunni fyrir sigri í mótinu. Það voru því þeir þrír, Garcia, Kisner og Fowler, sem fóru í þriggja holu bráðabana en þar datt Garcia úr leik og því var hin sögufræga 17. hola leikin á ný til þess að skera úr um á milli Kisner og Fowler. Þar fékk Fowler öruggan fugl á meðan að Kisner rétt missti sitt pútt fyrir fugli, og tryggði hann sér því sinn stærsta sigur á ferlinum ásamt rúmlega 220 milljóna króna verðlaunafé. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, endaði jafn í áttunda sæti á átta höggum undir pari en Tiger Woods lék á sléttu pari í dag og endaði jafn í 69. sæti á þremur yfir pari samtals.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira