Sigurræða Blatters: Ég er ekki fullkominn Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. maí 2015 17:37 Sepp Blatter rífur í spaðann á Issa Hayatou. vísir/getty „Kæru félagar, þið hafið fyrir framan ykkur forseta FIFA. Vinsamlega klappið fyrir honum.“ Þetta sagði Issa Hayatou, forseti afríska knattspyrnusambandsins, er hann stóð við hliðina á Sepp Blatter á sviðinu á ársþingi FIFA sem lauk í dag.Blatter var endurkjörinn forseti FIFA í dag þegar prins Ali bin Hussein dró framboð sitt til baka eftir að fá aðeins 73 atkvæði í fyrstu umferð. Það var við hæfi að Issa Hayatou kynnti Blatter á sviðið þar sem Afríka stendur þétt við bakið á Svisslendingnum. Eftir lófaklapp og smá baul úr salnum þakkaði Blatter fundargestum fyrir.Prins Ali náði ekki kjöri.vísir/getty„Fyrst og fremst vil ég hrósa prins Ali og þakka honum fyrir,“ sagði Blatter. „Prins Ali var keppinautur og áskorandi sem fékk góða kosningu. Hann hefði auðveldlega getað haldið áfram í von um að fá fleiri atkvæði.“ „Að því sögðu þakka ég ykkur fyrir að kjósa mig áfram. Næstu fjögur árin verð ég skipstjóri á FIFA-skipinu sem við munum skila aftur til hafnar.“ „Fyrir fjórum árum var mikið af vandræðum sem við þurftum að afgreiða og ég lét ykkur sjá um það. Ég skoraði á ykkur. „En nú eru vandamál sem við þurfum að leysa innan sambandsins,“ sagði Blatter og talaði einnig um að hann vildi fá fleiri konur í nefndarstörfin. Blatter, sem hefur kvartað yfir því á þinginu að honum sé kennt um spillinguna innan sambandins, ítrekaði enn og aftur að hann ætlar að endurbyggja FIFA. „Ég tek á mig ábyrgðina að endurbyggja FIFA. Ég er viss um að við gerum það saman,“ sagði Blatter. „Ég mun skila af mér FIFA í mjög sterkri stöðu að lokinni forsetatíð minni. En við þurfum að vinna saman.“ „Ég er ekki fullkominn. Enginn er fullkominn, en við munum standa okkur saman. Sameinuð stöndum við. Höldum áfram, FIFA! Þakka ykkur fyrir,“ sagði sigurreifur Sepp Blatter. FIFA Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Sprengjuhótun á ársþingi FIFA og allir þurftu að yfirgefa þingsalinn Það gengur ýmislegt á í upphafi 65. ársþings FIFA nú þegar styttist í hinar umdeildu forsetakosningar alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fara fram seinna í dag. 29. maí 2015 12:04 Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu "spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. 29. maí 2015 09:30 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Sjá meira
„Kæru félagar, þið hafið fyrir framan ykkur forseta FIFA. Vinsamlega klappið fyrir honum.“ Þetta sagði Issa Hayatou, forseti afríska knattspyrnusambandsins, er hann stóð við hliðina á Sepp Blatter á sviðinu á ársþingi FIFA sem lauk í dag.Blatter var endurkjörinn forseti FIFA í dag þegar prins Ali bin Hussein dró framboð sitt til baka eftir að fá aðeins 73 atkvæði í fyrstu umferð. Það var við hæfi að Issa Hayatou kynnti Blatter á sviðið þar sem Afríka stendur þétt við bakið á Svisslendingnum. Eftir lófaklapp og smá baul úr salnum þakkaði Blatter fundargestum fyrir.Prins Ali náði ekki kjöri.vísir/getty„Fyrst og fremst vil ég hrósa prins Ali og þakka honum fyrir,“ sagði Blatter. „Prins Ali var keppinautur og áskorandi sem fékk góða kosningu. Hann hefði auðveldlega getað haldið áfram í von um að fá fleiri atkvæði.“ „Að því sögðu þakka ég ykkur fyrir að kjósa mig áfram. Næstu fjögur árin verð ég skipstjóri á FIFA-skipinu sem við munum skila aftur til hafnar.“ „Fyrir fjórum árum var mikið af vandræðum sem við þurftum að afgreiða og ég lét ykkur sjá um það. Ég skoraði á ykkur. „En nú eru vandamál sem við þurfum að leysa innan sambandsins,“ sagði Blatter og talaði einnig um að hann vildi fá fleiri konur í nefndarstörfin. Blatter, sem hefur kvartað yfir því á þinginu að honum sé kennt um spillinguna innan sambandins, ítrekaði enn og aftur að hann ætlar að endurbyggja FIFA. „Ég tek á mig ábyrgðina að endurbyggja FIFA. Ég er viss um að við gerum það saman,“ sagði Blatter. „Ég mun skila af mér FIFA í mjög sterkri stöðu að lokinni forsetatíð minni. En við þurfum að vinna saman.“ „Ég er ekki fullkominn. Enginn er fullkominn, en við munum standa okkur saman. Sameinuð stöndum við. Höldum áfram, FIFA! Þakka ykkur fyrir,“ sagði sigurreifur Sepp Blatter.
FIFA Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Sprengjuhótun á ársþingi FIFA og allir þurftu að yfirgefa þingsalinn Það gengur ýmislegt á í upphafi 65. ársþings FIFA nú þegar styttist í hinar umdeildu forsetakosningar alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fara fram seinna í dag. 29. maí 2015 12:04 Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu "spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. 29. maí 2015 09:30 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Sjá meira
Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00
Sprengjuhótun á ársþingi FIFA og allir þurftu að yfirgefa þingsalinn Það gengur ýmislegt á í upphafi 65. ársþings FIFA nú þegar styttist í hinar umdeildu forsetakosningar alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fara fram seinna í dag. 29. maí 2015 12:04
Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu "spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. 29. maí 2015 09:30