Dagný og Guðmunda: Gefur okkur ótrúlegt sjálfstraust Ingvi Þór Sæmundsson á Samsung-vellinum skrifar 28. maí 2015 22:21 Dagný og Guðmunda voru sáttar að leik loknum. Vísir/iþs Dagný Brynjarsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir voru að vonum sáttar með sigur Selfoss á Stjörnunni í kvöld. Þetta var fyrsta tap Stjörnunnar á Íslandsmóti í rúmt ár eða síðan Garðbæingar töpuðu fyrir Breiðabliki í 1. umferð Pepsi-deildarinnar 2014. „Það var gott að vinna þennan leik og sérstaklega á þeirra heimavelli,“ sagði Guðmunda sem skoraði sigurmark Selfoss á 68. mínútu. En hvað skóp þennan sigur í kvöld? „Við pressuðum þær hátt uppi á vellinum og féllum ekki of langt frá þeim. Við fengum fullt af færum, í báðum hálfleikjunum, og við hefðum auðveldlega getað skorað fleiri mörk.“Sjá einnig:Stjörnubanarnir frá Selfossi í stuði eftir leik „Þetta var góður liðssigur,“ sagði Dagný sem lék sinn annan leik með Selfossi í kvöld eftir að hafa komið nokkuð óvænt til liðsins eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistari með Bayern München í vor. Selfoss spilaði sterkan varnarleik í kvöld og Íslands- og bikarmeistararnir voru í vandræðum með að skapa sér færi. „Við lögðum upp með að vera þéttar fyrir og það gekk eftir. Mér fannst við ná að loka ótrúlega vel á þær og þær komust ekki oft einar á móti markmanni,“ sagði Guðmunda og Dagný bætti við: „Á tímabili féllum við kannski aðeins of langt frá þeim en við rifum okkur upp og þá lagaðist þetta aftur. Þær settu svo pressu á okkur undir lokin en við reyndum að spila skynsamlega og loka á þær.“Komnar af alvöru í toppbaráttuna Guðmunda skoraði sem áður sagði sigurmark Selfyssinga en hvernig leit það út fyrir henni? „Ég er þekkt fyrir að skjóta þegar ég sé markið og ég heyrði fullt að fólki öskra á mig að láta vaða. Svo ég ákvað að skjóta og það skilaði sér í þessu marki,“ sagði Guðmunda en Selfyssingar setja stefnuna á toppbaráttu í sumar. „Þessi sigur gefur okkur ótrúlegt sjálfstraust, að vinna Íslandsmeistara sem eru ekki búnar að tapa í rúmt ár,“ sagði Guðmunda og Dagný bætti við: „Það var mikilvægt að fá þrjú stig í kvöld til að halda okkur í toppbaráttunni. Við töpuðum þremur dýrmætum stigum í 1. umferðinni en núna erum við komnar að alvöru í toppbaráttuna þar sem við ætlum að vera." Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 1-2 | Fyrsta tap Stjörnunnar í rúmt ár Selfoss varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Stjörnuna á Íslandsmóti í rúmt ár þegar Sunnlendingar unnu leik liðanna í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna, 1-2. 28. maí 2015 13:13 KR náði í stig í Kópavogi | Valur með fullt hús Nýliðar KR gerðu góða ferð í Kópavoginn og gerðu jafntefli við Breiðablik. 28. maí 2015 21:00 Þór/KA lenti undir gegn Aftureldingu en vann öruggan sigur Kristín Erna Sigurlásdóttir tryggði ÍBV nauman sigur á nýliðum Þróttar. 28. maí 2015 19:57 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir voru að vonum sáttar með sigur Selfoss á Stjörnunni í kvöld. Þetta var fyrsta tap Stjörnunnar á Íslandsmóti í rúmt ár eða síðan Garðbæingar töpuðu fyrir Breiðabliki í 1. umferð Pepsi-deildarinnar 2014. „Það var gott að vinna þennan leik og sérstaklega á þeirra heimavelli,“ sagði Guðmunda sem skoraði sigurmark Selfoss á 68. mínútu. En hvað skóp þennan sigur í kvöld? „Við pressuðum þær hátt uppi á vellinum og féllum ekki of langt frá þeim. Við fengum fullt af færum, í báðum hálfleikjunum, og við hefðum auðveldlega getað skorað fleiri mörk.“Sjá einnig:Stjörnubanarnir frá Selfossi í stuði eftir leik „Þetta var góður liðssigur,“ sagði Dagný sem lék sinn annan leik með Selfossi í kvöld eftir að hafa komið nokkuð óvænt til liðsins eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistari með Bayern München í vor. Selfoss spilaði sterkan varnarleik í kvöld og Íslands- og bikarmeistararnir voru í vandræðum með að skapa sér færi. „Við lögðum upp með að vera þéttar fyrir og það gekk eftir. Mér fannst við ná að loka ótrúlega vel á þær og þær komust ekki oft einar á móti markmanni,“ sagði Guðmunda og Dagný bætti við: „Á tímabili féllum við kannski aðeins of langt frá þeim en við rifum okkur upp og þá lagaðist þetta aftur. Þær settu svo pressu á okkur undir lokin en við reyndum að spila skynsamlega og loka á þær.“Komnar af alvöru í toppbaráttuna Guðmunda skoraði sem áður sagði sigurmark Selfyssinga en hvernig leit það út fyrir henni? „Ég er þekkt fyrir að skjóta þegar ég sé markið og ég heyrði fullt að fólki öskra á mig að láta vaða. Svo ég ákvað að skjóta og það skilaði sér í þessu marki,“ sagði Guðmunda en Selfyssingar setja stefnuna á toppbaráttu í sumar. „Þessi sigur gefur okkur ótrúlegt sjálfstraust, að vinna Íslandsmeistara sem eru ekki búnar að tapa í rúmt ár,“ sagði Guðmunda og Dagný bætti við: „Það var mikilvægt að fá þrjú stig í kvöld til að halda okkur í toppbaráttunni. Við töpuðum þremur dýrmætum stigum í 1. umferðinni en núna erum við komnar að alvöru í toppbaráttuna þar sem við ætlum að vera."
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 1-2 | Fyrsta tap Stjörnunnar í rúmt ár Selfoss varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Stjörnuna á Íslandsmóti í rúmt ár þegar Sunnlendingar unnu leik liðanna í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna, 1-2. 28. maí 2015 13:13 KR náði í stig í Kópavogi | Valur með fullt hús Nýliðar KR gerðu góða ferð í Kópavoginn og gerðu jafntefli við Breiðablik. 28. maí 2015 21:00 Þór/KA lenti undir gegn Aftureldingu en vann öruggan sigur Kristín Erna Sigurlásdóttir tryggði ÍBV nauman sigur á nýliðum Þróttar. 28. maí 2015 19:57 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 1-2 | Fyrsta tap Stjörnunnar í rúmt ár Selfoss varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Stjörnuna á Íslandsmóti í rúmt ár þegar Sunnlendingar unnu leik liðanna í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna, 1-2. 28. maí 2015 13:13
KR náði í stig í Kópavogi | Valur með fullt hús Nýliðar KR gerðu góða ferð í Kópavoginn og gerðu jafntefli við Breiðablik. 28. maí 2015 21:00
Þór/KA lenti undir gegn Aftureldingu en vann öruggan sigur Kristín Erna Sigurlásdóttir tryggði ÍBV nauman sigur á nýliðum Þróttar. 28. maí 2015 19:57