ASÍ spyr KSÍ: „Er KSÍ ekki ábyggilega í rétta liðinu?“ Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2015 11:27 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Vísir/Vilhelm/Daníel Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, ritaði Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, bréf á þriðjudag þar vegna væntanlegs forsetakjörs Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA sem fram fer á morgun. Í tilkynningu frá ASÍ segir að tilefnið sé illur aðbúnaður verkafólks á þeim leikstöðum þar sem verið sé að reisa leikvanga og hótel vegna væntanlegra stórmóta í knattspyrnu. „Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) hefur undanfarin ár gagnrýnt FIFA harkalega fyrir að beita sér ekki gegn hræðilegum aðbúnaði verkafólks í þessum löndum.“ Í bréfi Gylfa er spurt hvort „KSÍ [sé] ekki örugglega í rétta liðinu“, en Ísland hefur atkvæðisrétt í forsetakjörinu líkt og öll önnur aðildarlönd FIFA.Slys verði Blatter endurkjörinn „Í kjöri eru nokkrir frambjóðendur, þar á meðal núverandi forseti Sepp Blatter. Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC ) hefur sett af stað herferð til að forða því slysi að Blatter verði endurkjörinn, enda hefur framkoma FIFA undir hans stjórn gagnvart farandverkafólki sem byggt hefur umgjörð stórmóta FIFA síðastliðin ár hreint út sagt verið ömurleg. Forseti ITUC, Sharan Burrow, hefur skrifað harðorða grein um málið. Alþýðusamband Íslands gerir þá kröfu að KSÍ kjósi á ábyrgan hátt í þessu forsetakjöri með mannréttindi og hagsmuni farandverkafólks í huga. Mikið hefur skort á að FIFA beiti sínu mikla afli í baráttunni gegn nútíma þrælahaldi sem nú er staðreynd í Katar í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu 2022. Farandverkamenn sem þar vinna við uppbyggingu leikvanga og hótela starfa og búa við skelfilegar aðstæður. Er áætlað að nokkur þúsund þeirra muni láta lífið við störf sín í Katar áður en boltinn byrjar að rúlla á HM 2022. Ætlar KSÍ að beita sér í því að koma núverandi forseta, Sepp Blatter, frá völdum og að FIFA taki upp stefnu mannúaðar og réttlætis? ASÍ er tilbúið að leggja KSÍ lið í þeirri baráttu ef knattspyrnuhreyfingunni hugnast slíkt samstarf,“ segir í bréfinu. Gylfi segir að til að koma í veg fyrir að „boltinn verði ataður blóði þegar flautað verður til leiks á HM 2022 er óhjákvæmilegt annað en bregðast við með afgerandi hætti“. Hvetur hann til þess að núverandi stjórn FIFA verði komið frá í kosningunum, „leiðum mannréttindin til sigurs og tryggjum að knattspyrnumenn geti stoltir stundað íþrótt sína án þess að bera ábyrgð á mannréttindabrotum með óbeinum hætti.“ FIFA Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, ritaði Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, bréf á þriðjudag þar vegna væntanlegs forsetakjörs Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA sem fram fer á morgun. Í tilkynningu frá ASÍ segir að tilefnið sé illur aðbúnaður verkafólks á þeim leikstöðum þar sem verið sé að reisa leikvanga og hótel vegna væntanlegra stórmóta í knattspyrnu. „Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) hefur undanfarin ár gagnrýnt FIFA harkalega fyrir að beita sér ekki gegn hræðilegum aðbúnaði verkafólks í þessum löndum.“ Í bréfi Gylfa er spurt hvort „KSÍ [sé] ekki örugglega í rétta liðinu“, en Ísland hefur atkvæðisrétt í forsetakjörinu líkt og öll önnur aðildarlönd FIFA.Slys verði Blatter endurkjörinn „Í kjöri eru nokkrir frambjóðendur, þar á meðal núverandi forseti Sepp Blatter. Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC ) hefur sett af stað herferð til að forða því slysi að Blatter verði endurkjörinn, enda hefur framkoma FIFA undir hans stjórn gagnvart farandverkafólki sem byggt hefur umgjörð stórmóta FIFA síðastliðin ár hreint út sagt verið ömurleg. Forseti ITUC, Sharan Burrow, hefur skrifað harðorða grein um málið. Alþýðusamband Íslands gerir þá kröfu að KSÍ kjósi á ábyrgan hátt í þessu forsetakjöri með mannréttindi og hagsmuni farandverkafólks í huga. Mikið hefur skort á að FIFA beiti sínu mikla afli í baráttunni gegn nútíma þrælahaldi sem nú er staðreynd í Katar í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu 2022. Farandverkamenn sem þar vinna við uppbyggingu leikvanga og hótela starfa og búa við skelfilegar aðstæður. Er áætlað að nokkur þúsund þeirra muni láta lífið við störf sín í Katar áður en boltinn byrjar að rúlla á HM 2022. Ætlar KSÍ að beita sér í því að koma núverandi forseta, Sepp Blatter, frá völdum og að FIFA taki upp stefnu mannúaðar og réttlætis? ASÍ er tilbúið að leggja KSÍ lið í þeirri baráttu ef knattspyrnuhreyfingunni hugnast slíkt samstarf,“ segir í bréfinu. Gylfi segir að til að koma í veg fyrir að „boltinn verði ataður blóði þegar flautað verður til leiks á HM 2022 er óhjákvæmilegt annað en bregðast við með afgerandi hætti“. Hvetur hann til þess að núverandi stjórn FIFA verði komið frá í kosningunum, „leiðum mannréttindin til sigurs og tryggjum að knattspyrnumenn geti stoltir stundað íþrótt sína án þess að bera ábyrgð á mannréttindabrotum með óbeinum hætti.“
FIFA Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Sjá meira