Fjórir af átta sjúklingum látnir Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2015 22:30 Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene. Vísir/Vilhelm Íslenskur læknir tók þátt í barkaígræðslu og tveir íslenskir læknar eru meðhöfundar greinar um skurðaðgerð sem sögð er vera einhverjar mestu lygar læknasögunnar. Þetta kom fram í þættinum Uppdrag granskning í sænska ríkissjónvarpinu í kvöld. Saksóknarar í Svíþjóð rannsaka nú andlát mannsins sem aðgerðin var framkvæmd á. Læknirinn Paolo Macchiarini þróaði aðferðina sem fellst í því að skipta út barka fólks með gervibarka úr plasti. Stofnfrumur eiga svo að sjá til þess að vefur myndist utan um plastbarkann og geri honum þannig kleift að virka eðlilega. Sá fyrsti sem gekkst undir hnífinn hjá Macchirini var Andemariam Beyene.Paolo Macchiarini.Vísir/EPASjá einnig: Einstök aðgerð bjargaði lífi Uppdrag granskning veit af átta aðilum sem gengið hafa í gegnum barkaígræðsluna. Af þeim fjórir látnir. Fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV.SVT sagði frá því í gær að andlát Andemariam Beyene væri nú til rannsóknar hjá saksóknara í Svíþjóð. Hann lést eftir að hafa farið í gegnum aðgerð Macchiarini og fengið barkaígræðslu. Andemariam var frá Erítreu og stundaði nám í jarðeðlisfræði hér á landi þegar hann greindist með krabbamein. Aðgerðin var sögð vel heppnuð og notuð til að gera grein í læknatímaritinu Lancet. Skurðlæknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson eru meðhöfundar greinar um aðgerðina og Tómas tók þátt í framkvæmd hennar þar sem hann hafði áður framkvæmt aðgerð á Andemariam hér á landi.Plastbarki var græddur í háls Andemariam Beyene sem lést tveimur og hálfu ári síðar.Vísir/EPASjá einnig: Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heimsÍ fyrra kom þó í ljós að Macchiarini hafði ekki sótt um leyfi hjá siðanefnd lækna í Svíþjóð. Í kjölfar þess var hann kærður. Einnig kom í ljós að atriði í greininni hafi ekki samræmst sjúkraskrám Andermariam. Karolinska sjúkrahúsið fékk utanaðkomandi sérfræðing til að fara yfir málið. Hann komst að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hefði falsað niðurstöður aðgerða sinna í nokkrum greinum. Tómas Guðbjartsson sagðist í samtali við Vísi á ellefta tímanum í kvöld ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Fékk ekki leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni á Andemariam Söguleg aðgerð á Erítreumanni sem búsettur var á Íslandi nú til rannsóknar hjá sænska heilbrigðiseftirlitinu. 26. janúar 2015 23:27 Tómas segir að Andemariam hafi verið sendur í aðgerðina í góðri trú Búið er að kæra lækninn sem leiddi teymið, Paolo Macchiarini, til sænskra heilbrigðisyfirvalda. 27. janúar 2015 12:59 Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heims Grein um plastbarkaígræðslu sem íslenskur læknir tók þátt í hefur nú verið birt í einu virtasta vísindatímariti heims, the Lancet. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel. 24. nóvember 2011 12:24 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Íslenskur læknir tók þátt í barkaígræðslu og tveir íslenskir læknar eru meðhöfundar greinar um skurðaðgerð sem sögð er vera einhverjar mestu lygar læknasögunnar. Þetta kom fram í þættinum Uppdrag granskning í sænska ríkissjónvarpinu í kvöld. Saksóknarar í Svíþjóð rannsaka nú andlát mannsins sem aðgerðin var framkvæmd á. Læknirinn Paolo Macchiarini þróaði aðferðina sem fellst í því að skipta út barka fólks með gervibarka úr plasti. Stofnfrumur eiga svo að sjá til þess að vefur myndist utan um plastbarkann og geri honum þannig kleift að virka eðlilega. Sá fyrsti sem gekkst undir hnífinn hjá Macchirini var Andemariam Beyene.Paolo Macchiarini.Vísir/EPASjá einnig: Einstök aðgerð bjargaði lífi Uppdrag granskning veit af átta aðilum sem gengið hafa í gegnum barkaígræðsluna. Af þeim fjórir látnir. Fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV.SVT sagði frá því í gær að andlát Andemariam Beyene væri nú til rannsóknar hjá saksóknara í Svíþjóð. Hann lést eftir að hafa farið í gegnum aðgerð Macchiarini og fengið barkaígræðslu. Andemariam var frá Erítreu og stundaði nám í jarðeðlisfræði hér á landi þegar hann greindist með krabbamein. Aðgerðin var sögð vel heppnuð og notuð til að gera grein í læknatímaritinu Lancet. Skurðlæknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson eru meðhöfundar greinar um aðgerðina og Tómas tók þátt í framkvæmd hennar þar sem hann hafði áður framkvæmt aðgerð á Andemariam hér á landi.Plastbarki var græddur í háls Andemariam Beyene sem lést tveimur og hálfu ári síðar.Vísir/EPASjá einnig: Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heimsÍ fyrra kom þó í ljós að Macchiarini hafði ekki sótt um leyfi hjá siðanefnd lækna í Svíþjóð. Í kjölfar þess var hann kærður. Einnig kom í ljós að atriði í greininni hafi ekki samræmst sjúkraskrám Andermariam. Karolinska sjúkrahúsið fékk utanaðkomandi sérfræðing til að fara yfir málið. Hann komst að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hefði falsað niðurstöður aðgerða sinna í nokkrum greinum. Tómas Guðbjartsson sagðist í samtali við Vísi á ellefta tímanum í kvöld ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Fékk ekki leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni á Andemariam Söguleg aðgerð á Erítreumanni sem búsettur var á Íslandi nú til rannsóknar hjá sænska heilbrigðiseftirlitinu. 26. janúar 2015 23:27 Tómas segir að Andemariam hafi verið sendur í aðgerðina í góðri trú Búið er að kæra lækninn sem leiddi teymið, Paolo Macchiarini, til sænskra heilbrigðisyfirvalda. 27. janúar 2015 12:59 Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heims Grein um plastbarkaígræðslu sem íslenskur læknir tók þátt í hefur nú verið birt í einu virtasta vísindatímariti heims, the Lancet. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel. 24. nóvember 2011 12:24 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Fékk ekki leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni á Andemariam Söguleg aðgerð á Erítreumanni sem búsettur var á Íslandi nú til rannsóknar hjá sænska heilbrigðiseftirlitinu. 26. janúar 2015 23:27
Tómas segir að Andemariam hafi verið sendur í aðgerðina í góðri trú Búið er að kæra lækninn sem leiddi teymið, Paolo Macchiarini, til sænskra heilbrigðisyfirvalda. 27. janúar 2015 12:59
Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heims Grein um plastbarkaígræðslu sem íslenskur læknir tók þátt í hefur nú verið birt í einu virtasta vísindatímariti heims, the Lancet. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel. 24. nóvember 2011 12:24