Menning

Saga Leifs Muller verður sviðsett á Akureyri

Bjarki Ármannsson skrifar
Íris, Benedikt og Arnar við undirbúning í Samkomuhúsinu.
Íris, Benedikt og Arnar við undirbúning í Samkomuhúsinu. Mynd/MAk
Leikritið Býr Íslendingur hér, byggt á samnefndri bók Garðars Sverrissonar, verður fyrsta verkið sem leiklistarsvið Menningarfélags Akureyrar (MAk) frumsýnir næsta vetur. Bók Garðars greinir frá lífsbaráttu hins íslenska Leifs Muller í fangabúðum nasista og það verður hinn þjóðkunni leikari Arnar Jónsson sem fer með aðalhlutverkið.

MAk, sem varð til um síðustu áramót við sameiningu Leikfélags Akureyrar, Menningarfélagsins Hofs og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, mun frumsýna verkið þann 18. september í Samkomuhúsinu. Benedikt Karl Gröndal mun einnig leika í sýningunni, leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson og tónlist er í höndum Davíðs Þórs Jónssonar. Um leikmynd og búninga sér Íris Eggertsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×