Borgin styrkir Iceland Airwaves um níu milljónir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. maí 2015 15:38 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, við undirritunina. vísir/vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar, skrifuðu undir samning í dag um styrk Reykjavíkurborgar til hátíðarinnar. Undirritunin fór fram í húsakynnum Iceland Airwaves í setri skapandi greina við Hlemm. Styrkur borgarinnar til hátíðarinnar í ár nemur níu milljónum króna. Meginmarkmið með stuðningi Reykjavíkurborgar við Iceland Airwaves er að efla jákvæða ímynd íslenskrar tónlistar jafnt innanlands sem utan, vekja athygli á Reykjavík sem tónlistarborg, koma íslenskum tónlistarmönnum á framfæri við erlenda aðila og í erlendum fjölmiðlum og tryggja samfellu og framþróun í árvissri hátíð sem laðar að sér gesti til borgarinnar utan hefðbundins ferðamannatíma. Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hefur verið haldin í miðborg Reykjavíkur frá árinu 2000 og hefur vaxið smám saman í þekkta alþjóðlega tónlistarhátíð. Hátíðin hefur reynst vera stökkpallur fyrir fjölmargar íslenskar hljómsveitir sem sækja á erlenda markaði. Hátíðin hefur að auki skilað fleiri ferðamönnum sem nefna tónlist sem eina af ástæðum ferðalags til Íslands. Í dag var einnig tilkynnt um viðbætur á dagskrá Iceland Airwaves. Meðal þeirra sem tilkynnt var um í dag að kæmu fram á hátíðinni má nefna Gísla Pálma, Beach House, Battles og QT. Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Airwaves á NASA í ár Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin á Nasa á ný. 2. maí 2015 09:00 Björk og Bubbi spila á Iceland Airwaves Björk Guðmundsdóttir og Bubbi Morthens munu spila á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem fer fram í nóvember. 19. mars 2015 12:06 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar, skrifuðu undir samning í dag um styrk Reykjavíkurborgar til hátíðarinnar. Undirritunin fór fram í húsakynnum Iceland Airwaves í setri skapandi greina við Hlemm. Styrkur borgarinnar til hátíðarinnar í ár nemur níu milljónum króna. Meginmarkmið með stuðningi Reykjavíkurborgar við Iceland Airwaves er að efla jákvæða ímynd íslenskrar tónlistar jafnt innanlands sem utan, vekja athygli á Reykjavík sem tónlistarborg, koma íslenskum tónlistarmönnum á framfæri við erlenda aðila og í erlendum fjölmiðlum og tryggja samfellu og framþróun í árvissri hátíð sem laðar að sér gesti til borgarinnar utan hefðbundins ferðamannatíma. Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hefur verið haldin í miðborg Reykjavíkur frá árinu 2000 og hefur vaxið smám saman í þekkta alþjóðlega tónlistarhátíð. Hátíðin hefur reynst vera stökkpallur fyrir fjölmargar íslenskar hljómsveitir sem sækja á erlenda markaði. Hátíðin hefur að auki skilað fleiri ferðamönnum sem nefna tónlist sem eina af ástæðum ferðalags til Íslands. Í dag var einnig tilkynnt um viðbætur á dagskrá Iceland Airwaves. Meðal þeirra sem tilkynnt var um í dag að kæmu fram á hátíðinni má nefna Gísla Pálma, Beach House, Battles og QT.
Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Airwaves á NASA í ár Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin á Nasa á ný. 2. maí 2015 09:00 Björk og Bubbi spila á Iceland Airwaves Björk Guðmundsdóttir og Bubbi Morthens munu spila á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem fer fram í nóvember. 19. mars 2015 12:06 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Björk og Bubbi spila á Iceland Airwaves Björk Guðmundsdóttir og Bubbi Morthens munu spila á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem fer fram í nóvember. 19. mars 2015 12:06