Borgin styrkir Iceland Airwaves um níu milljónir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. maí 2015 15:38 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, við undirritunina. vísir/vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar, skrifuðu undir samning í dag um styrk Reykjavíkurborgar til hátíðarinnar. Undirritunin fór fram í húsakynnum Iceland Airwaves í setri skapandi greina við Hlemm. Styrkur borgarinnar til hátíðarinnar í ár nemur níu milljónum króna. Meginmarkmið með stuðningi Reykjavíkurborgar við Iceland Airwaves er að efla jákvæða ímynd íslenskrar tónlistar jafnt innanlands sem utan, vekja athygli á Reykjavík sem tónlistarborg, koma íslenskum tónlistarmönnum á framfæri við erlenda aðila og í erlendum fjölmiðlum og tryggja samfellu og framþróun í árvissri hátíð sem laðar að sér gesti til borgarinnar utan hefðbundins ferðamannatíma. Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hefur verið haldin í miðborg Reykjavíkur frá árinu 2000 og hefur vaxið smám saman í þekkta alþjóðlega tónlistarhátíð. Hátíðin hefur reynst vera stökkpallur fyrir fjölmargar íslenskar hljómsveitir sem sækja á erlenda markaði. Hátíðin hefur að auki skilað fleiri ferðamönnum sem nefna tónlist sem eina af ástæðum ferðalags til Íslands. Í dag var einnig tilkynnt um viðbætur á dagskrá Iceland Airwaves. Meðal þeirra sem tilkynnt var um í dag að kæmu fram á hátíðinni má nefna Gísla Pálma, Beach House, Battles og QT. Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Airwaves á NASA í ár Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin á Nasa á ný. 2. maí 2015 09:00 Björk og Bubbi spila á Iceland Airwaves Björk Guðmundsdóttir og Bubbi Morthens munu spila á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem fer fram í nóvember. 19. mars 2015 12:06 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar, skrifuðu undir samning í dag um styrk Reykjavíkurborgar til hátíðarinnar. Undirritunin fór fram í húsakynnum Iceland Airwaves í setri skapandi greina við Hlemm. Styrkur borgarinnar til hátíðarinnar í ár nemur níu milljónum króna. Meginmarkmið með stuðningi Reykjavíkurborgar við Iceland Airwaves er að efla jákvæða ímynd íslenskrar tónlistar jafnt innanlands sem utan, vekja athygli á Reykjavík sem tónlistarborg, koma íslenskum tónlistarmönnum á framfæri við erlenda aðila og í erlendum fjölmiðlum og tryggja samfellu og framþróun í árvissri hátíð sem laðar að sér gesti til borgarinnar utan hefðbundins ferðamannatíma. Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hefur verið haldin í miðborg Reykjavíkur frá árinu 2000 og hefur vaxið smám saman í þekkta alþjóðlega tónlistarhátíð. Hátíðin hefur reynst vera stökkpallur fyrir fjölmargar íslenskar hljómsveitir sem sækja á erlenda markaði. Hátíðin hefur að auki skilað fleiri ferðamönnum sem nefna tónlist sem eina af ástæðum ferðalags til Íslands. Í dag var einnig tilkynnt um viðbætur á dagskrá Iceland Airwaves. Meðal þeirra sem tilkynnt var um í dag að kæmu fram á hátíðinni má nefna Gísla Pálma, Beach House, Battles og QT.
Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Airwaves á NASA í ár Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin á Nasa á ný. 2. maí 2015 09:00 Björk og Bubbi spila á Iceland Airwaves Björk Guðmundsdóttir og Bubbi Morthens munu spila á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem fer fram í nóvember. 19. mars 2015 12:06 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Björk og Bubbi spila á Iceland Airwaves Björk Guðmundsdóttir og Bubbi Morthens munu spila á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem fer fram í nóvember. 19. mars 2015 12:06
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“