Garfunkel kallar Simon „fávita“ fyrir að hætta samstarfi þeirra á hátindi frægðarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 25. maí 2015 20:52 Art Garfunkel og Paul Simon saman á sviði. Vísir/Getty Samband tónlistarmannanna Paul Simon og Art Garfunkel hefur ávallt verið flókið en nýverið veitti Garfunkel breska dagblaðinu The Telegraph viðtal þar sem hann virðist dýrka og dá Simon á sama tíma og hann kallar hann fávita með einhverskonar minnimáttarkennd. Simon og Garfunkel mynduðu dúett á sjöunda áratug síðustu aldar sem hreif heiminn með sér en á hátindi frægðarinnar árið 1970 hættu þeir samstarfi sínu og virðist Garfunkel enn eiga erfitt með að skilja hvers vegna, ef marka má ummæli hans í viðtalinu. „Þetta var mjög skrýtið. Ekki eitthvað sem ég hefði gert. Ég vil opna mig varðandi þetta en vil ekki segja neitt gegn Paul Simon. Það er samt eitthvað afbrigðilegt við það að vilja ekki njóta frægðarinnar,“ segir Garfunkel við Telegraph og telur að þeim hefði dugað árs frí. Því næst ræddi Garfunkel flutning Simons á laginu Bridge over troubled water, sem Garfunkel söng ávallt á þeim tíma sem þeir störfuðu saman, á tónleikum með tónlistarmanninum Sting. Garfunkel sagði það vera djarft af Simon að syngja það lag og las síðan upp frumsamið ljóð um sebrahesta fyrir blaðamanninn. Hann var spurður hvort möguleiki væri á að þeir muni einhvern tímann leggja upp í tónleikaferð saman. „Það er gerlegt. Þegar við hittumst, og hann er með gítarinn, þá er það afar ánægjulegt fyrir okkur báða.“ Síðar í viðtalinu kallar hann hins vegar Simon fávita og fífl fyrir að hætta samstarfinu. Hann telur að rekja megi þá ákvörðun Simons til minnimáttarkenndar. Garfunkel segist hafa vorkennt Simon þegar þeir hittust fyrst því Simon var svo lágvaxinn. Þess vegna urðu þeir vinir að sögn söngvarans. „Og þessi góðvild mín skapaði skrímsli.“ Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Samband tónlistarmannanna Paul Simon og Art Garfunkel hefur ávallt verið flókið en nýverið veitti Garfunkel breska dagblaðinu The Telegraph viðtal þar sem hann virðist dýrka og dá Simon á sama tíma og hann kallar hann fávita með einhverskonar minnimáttarkennd. Simon og Garfunkel mynduðu dúett á sjöunda áratug síðustu aldar sem hreif heiminn með sér en á hátindi frægðarinnar árið 1970 hættu þeir samstarfi sínu og virðist Garfunkel enn eiga erfitt með að skilja hvers vegna, ef marka má ummæli hans í viðtalinu. „Þetta var mjög skrýtið. Ekki eitthvað sem ég hefði gert. Ég vil opna mig varðandi þetta en vil ekki segja neitt gegn Paul Simon. Það er samt eitthvað afbrigðilegt við það að vilja ekki njóta frægðarinnar,“ segir Garfunkel við Telegraph og telur að þeim hefði dugað árs frí. Því næst ræddi Garfunkel flutning Simons á laginu Bridge over troubled water, sem Garfunkel söng ávallt á þeim tíma sem þeir störfuðu saman, á tónleikum með tónlistarmanninum Sting. Garfunkel sagði það vera djarft af Simon að syngja það lag og las síðan upp frumsamið ljóð um sebrahesta fyrir blaðamanninn. Hann var spurður hvort möguleiki væri á að þeir muni einhvern tímann leggja upp í tónleikaferð saman. „Það er gerlegt. Þegar við hittumst, og hann er með gítarinn, þá er það afar ánægjulegt fyrir okkur báða.“ Síðar í viðtalinu kallar hann hins vegar Simon fávita og fífl fyrir að hætta samstarfinu. Hann telur að rekja megi þá ákvörðun Simons til minnimáttarkenndar. Garfunkel segist hafa vorkennt Simon þegar þeir hittust fyrst því Simon var svo lágvaxinn. Þess vegna urðu þeir vinir að sögn söngvarans. „Og þessi góðvild mín skapaði skrímsli.“
Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira