Steven Bowditch sigraði á Byron Nelson meistaramótinu 31. maí 2015 23:30 Bowditch fagnar sigrinum með eiginkonu sinni Amöndu. Getty Ástralinn Steven Bowditch sigraði í kvöld á sínu öðru móti á ferlinum á PGA-mótaröðinni en hann lék best allra á Byron Nelson meistaramótinu sem fram fór á Four Seasons vellinum í Texas. Sigur Bowditch var eiginlega aldrei í hættu á lokahringnum en hann leiddi mótið alveg frá fyrsta degi og eftir hring upp á 64 högg eða fimm undir pari á lokahringnum sigraði hann mótið með fjórum höggum á samtals 18 höggum undir pari. Charley Hoffman og Jimmy Walker deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Bowditch sagði í viðtali við fréttamenn eftir sigurinn að pútterinn hefði verið lykillinn að sigrinum en hann setti mörg góð pútt niður alla helgina eftir að hafa tekið þá ákvörðun að þyngja púttershausinn hjá sér um tíu grömm fyrir mótið. Á Evrópumótaröðinni fór Opna Írska meistaramótið fram á hinum krefjandi Royal County Down velli en þar fór Daninn Soren Kjældsen með sigur af hólmi eftir þriggja manna bráðabana við Bernd Wieseberger og Eddie Pepperell. Aðstæður voru mjög erfiðar á Írlandi um helgina og nokkur stór nöfn náðu sér ekki á strik, meðal annars Martin Kaymer, Sergio Garcia og besti kylfingur heims, Rory McIlroy, sem lék á níu höggum yfir pari og náði ekki niðurskurðinum. Fyrir sigurinn í Texas fékk Steven Bowditch rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé en Soren Kjældsen þarf að sætta sig við verðlaunatékka upp á rúmlega 70 milljónir króna fyrir að sigra á Opna Írska. Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ástralinn Steven Bowditch sigraði í kvöld á sínu öðru móti á ferlinum á PGA-mótaröðinni en hann lék best allra á Byron Nelson meistaramótinu sem fram fór á Four Seasons vellinum í Texas. Sigur Bowditch var eiginlega aldrei í hættu á lokahringnum en hann leiddi mótið alveg frá fyrsta degi og eftir hring upp á 64 högg eða fimm undir pari á lokahringnum sigraði hann mótið með fjórum höggum á samtals 18 höggum undir pari. Charley Hoffman og Jimmy Walker deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Bowditch sagði í viðtali við fréttamenn eftir sigurinn að pútterinn hefði verið lykillinn að sigrinum en hann setti mörg góð pútt niður alla helgina eftir að hafa tekið þá ákvörðun að þyngja púttershausinn hjá sér um tíu grömm fyrir mótið. Á Evrópumótaröðinni fór Opna Írska meistaramótið fram á hinum krefjandi Royal County Down velli en þar fór Daninn Soren Kjældsen með sigur af hólmi eftir þriggja manna bráðabana við Bernd Wieseberger og Eddie Pepperell. Aðstæður voru mjög erfiðar á Írlandi um helgina og nokkur stór nöfn náðu sér ekki á strik, meðal annars Martin Kaymer, Sergio Garcia og besti kylfingur heims, Rory McIlroy, sem lék á níu höggum yfir pari og náði ekki niðurskurðinum. Fyrir sigurinn í Texas fékk Steven Bowditch rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé en Soren Kjældsen þarf að sætta sig við verðlaunatékka upp á rúmlega 70 milljónir króna fyrir að sigra á Opna Írska.
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira