TF-SIF liðsinnti við björgun 5000 flóttamanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. maí 2015 18:24 Flóttamenn sem bjargað var fyrr í mánuðinum. VÍSIR/AP Rúmlega fimm þúsund flóttamönnum á leið sinni til Evrópu var bjargað á Miðjarðarhafi á dögunum. Björgunin, sem féll undir hina svokölluðu Triton-áætlun, var framkvæmd af fjölþjóðlegu liði evrópskra björgunarmanna, þeirra á meðal Íslendinga. Flóttamönnunum sem bjargað var voru á leið sinni frá Líbíu um borð í 25 bátum þegar för þeirra var stöðvuð af skipum frá Ítalíu, Bretlandi, Möltu og Belgíu. Þá nutu þau liðsinnis úr lofti frá íslenskum og finnskum flugvélum, er fram kemur á vef landamærastofnunar Evrópusambandsins (Frontex) en TF-Sif, eftirlitsflugvél landhelgisgæslunnar, hefur sinnt eftirliti á vegum stofnunarinnar við Miðjarðarhaf undanfarin misseri.TF-SIFVÍSIR/VILELMÞá fundust einnig lík 17 flóttamanna sem komið var á land í Sikiley þar sem reynt verður að bera kennsl á þau. Flóttamennirnir fimm þúsund verða fluttir til Ítalíu þar sem þeir bætast í hóp þeirra rúmlega 40 þúsund flóttamanna sem komið hafa til landsins í ár. Flestir þeirra eru að flýja glundroðann í Líbíu sem ríkt hefur allt frá því að einræðisherra landsins, Múammar Gaddafi, var steypt af stóli fyrir liðlega fjórum árum síðan. Að sögn forstöðumanns Frontex, Fabrice Leggeri, er þetta stærsta einstaka björgun sem stofnunin hefur ráðist í á árinu. Tríton-áætlun Frontex var komið á laggirnar í apríl síðastliðnum eftir að 800 flóttamenn drukknuðu undan ströndum Líbíu. Flóttamenn Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Rúmlega fimm þúsund flóttamönnum á leið sinni til Evrópu var bjargað á Miðjarðarhafi á dögunum. Björgunin, sem féll undir hina svokölluðu Triton-áætlun, var framkvæmd af fjölþjóðlegu liði evrópskra björgunarmanna, þeirra á meðal Íslendinga. Flóttamönnunum sem bjargað var voru á leið sinni frá Líbíu um borð í 25 bátum þegar för þeirra var stöðvuð af skipum frá Ítalíu, Bretlandi, Möltu og Belgíu. Þá nutu þau liðsinnis úr lofti frá íslenskum og finnskum flugvélum, er fram kemur á vef landamærastofnunar Evrópusambandsins (Frontex) en TF-Sif, eftirlitsflugvél landhelgisgæslunnar, hefur sinnt eftirliti á vegum stofnunarinnar við Miðjarðarhaf undanfarin misseri.TF-SIFVÍSIR/VILELMÞá fundust einnig lík 17 flóttamanna sem komið var á land í Sikiley þar sem reynt verður að bera kennsl á þau. Flóttamennirnir fimm þúsund verða fluttir til Ítalíu þar sem þeir bætast í hóp þeirra rúmlega 40 þúsund flóttamanna sem komið hafa til landsins í ár. Flestir þeirra eru að flýja glundroðann í Líbíu sem ríkt hefur allt frá því að einræðisherra landsins, Múammar Gaddafi, var steypt af stóli fyrir liðlega fjórum árum síðan. Að sögn forstöðumanns Frontex, Fabrice Leggeri, er þetta stærsta einstaka björgun sem stofnunin hefur ráðist í á árinu. Tríton-áætlun Frontex var komið á laggirnar í apríl síðastliðnum eftir að 800 flóttamenn drukknuðu undan ströndum Líbíu.
Flóttamenn Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira