Vinna ÍBV og Keflavík sína fyrstu sigra? 31. maí 2015 06:00 Er komið að ÍBV að fagna sigri? vísir/andri marinó Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag. Fyrsti leikur umferðarinnar er leikur ÍBV og Víkings sem hefst kl. 17:00. Víkingar ætla ekki að treysta á siglingar til Eyja í dag og munu því fljúga. ÍBV er enn án sigurs og þarf nauðsynlega að fara að safna stigum ef liðið ætlar sér ekki að lenda í slæmum málum á leiktíðinni. Víkingar hafa ekki unnið leik frá því í fyrstu umferð og því er um þýðingarmikinn leik að ræða fyrir bæði lið. KR fær Keflavík í heimsókn en þessi lið munu spila tvo leiki á stuttum tíma því liðin mætast í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins í byrjun júní. Keflvíkingar eru líkt og ÍBV án sigurs og hafa ekki byrjað deildina eins illa í 55 ár. KR er hins vegar ósigrað í síðustu fjórum leikjum. Fjölnir og ÍA mætast í Grafarvogi. Þessi lið hafa einungis tvisvar mæst í efstu deild karla í knattspyrnu. Það var árið 2008 og þá höfðu Fjölnismenn betur í báðum viðureignum liðanna, 2-0 í Grafarvogi og 3-0 á Akranesi. FH fær nýliða Leiknis í heimsókn í Kaplakrika. Þetta verður fjórði útileikur Leiknis í fyrstu sex umferðunum en liðið er enn taplaust á útivelli eftir fyrstu þrjú útileikina, gegn Val, Stjörnunni og ÍBV. FH situr hins vegar á toppi deildarinnar ásamt KR, með 10 stig. Í Árbænum mætast Reykjavíkurliðin Fylkir og Valur. Bæði lið hafa átt nokkru risjóttu gengi að fagna í upphafi leiktíðar og skortir stöðugleika í sína spilamennsku. Valsmenn eru sem stendur í 9. sæti deildarinnar sem er klárlega ekki sæti sem þeir sætta sig við að enda í. Síðasti leikur umferðarinnar er leikur Breiðabliks og Íslandsmeistara Stjörnunnar. Bæði lið erum níu stig og bæði lið eru taplaus á þessari leiktíð. Það er því óhætt að segja að von sé á spennandi leik á Kópavogsvelli í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:30. Íslenski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag. Fyrsti leikur umferðarinnar er leikur ÍBV og Víkings sem hefst kl. 17:00. Víkingar ætla ekki að treysta á siglingar til Eyja í dag og munu því fljúga. ÍBV er enn án sigurs og þarf nauðsynlega að fara að safna stigum ef liðið ætlar sér ekki að lenda í slæmum málum á leiktíðinni. Víkingar hafa ekki unnið leik frá því í fyrstu umferð og því er um þýðingarmikinn leik að ræða fyrir bæði lið. KR fær Keflavík í heimsókn en þessi lið munu spila tvo leiki á stuttum tíma því liðin mætast í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins í byrjun júní. Keflvíkingar eru líkt og ÍBV án sigurs og hafa ekki byrjað deildina eins illa í 55 ár. KR er hins vegar ósigrað í síðustu fjórum leikjum. Fjölnir og ÍA mætast í Grafarvogi. Þessi lið hafa einungis tvisvar mæst í efstu deild karla í knattspyrnu. Það var árið 2008 og þá höfðu Fjölnismenn betur í báðum viðureignum liðanna, 2-0 í Grafarvogi og 3-0 á Akranesi. FH fær nýliða Leiknis í heimsókn í Kaplakrika. Þetta verður fjórði útileikur Leiknis í fyrstu sex umferðunum en liðið er enn taplaust á útivelli eftir fyrstu þrjú útileikina, gegn Val, Stjörnunni og ÍBV. FH situr hins vegar á toppi deildarinnar ásamt KR, með 10 stig. Í Árbænum mætast Reykjavíkurliðin Fylkir og Valur. Bæði lið hafa átt nokkru risjóttu gengi að fagna í upphafi leiktíðar og skortir stöðugleika í sína spilamennsku. Valsmenn eru sem stendur í 9. sæti deildarinnar sem er klárlega ekki sæti sem þeir sætta sig við að enda í. Síðasti leikur umferðarinnar er leikur Breiðabliks og Íslandsmeistara Stjörnunnar. Bæði lið erum níu stig og bæði lið eru taplaus á þessari leiktíð. Það er því óhætt að segja að von sé á spennandi leik á Kópavogsvelli í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:30.
Íslenski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Sjá meira