Átakið #þöggun ratar út fyrir landsteinana Bjarki Ármannsson skrifar 9. júní 2015 21:50 Myndirnar hafa vart farið fram hjá íslenskum Facebook-notendum. Nýtt vitundarvakningarátak, sem felst í því að skipta út forsíðumynd á Facebook fyrir aðra hvora myndina hér að ofan, fer nú eins og eldur í sinu um íslenskt Facebook-samfélag. Notkun myndanna á að vekja fólk til umhugsunar um hversu algengt kynferðisofbeldi er hér á landi. Þeir sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi geta vakið athygli á því með því að setja appelsínugulu myndina á Facebook-síðu sína. Þeir sem þekkja einhvern sem orðið hefur fyrir slíku ofbeldi, geta notað gulu myndina. Einnig er hægt að nota blöndu af báðum ef við á. Myndirnar hafa ratað víða undanfarna daga og í kvöld er fjallað um átakið á vef breska dagblaðsins The Independent. Þar eru myndirnar sagðar „einfaldar en áhrifaríkar“ og ýjað að því að þær gætu ratað á Facebook-síður á Bretlandi og víðar. Átakið á rætur sínar að rekja til frásagna af kynferðisofbeldi af ýmsum toga sem íslenskar konur og stúlkur hafa deilt í Facebook-hópnum Beauty Tips að undanförnu. Hundruð kvenna hafa deilt slíkum sögum, oft með myllumerkjunum #þöggun og #konurtala, til að vekja athygli á kynferðisofbeldisvandanum og varpa ábyrgðinni af þolendum á gerendur. Tengdar fréttir Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Mikil umræða á sér stað núna inn á Facebook hópnum Beauty Tips. 29. maí 2015 13:49 Stjórnandi Beauty tips segir álagið gríðarlegt “Ég veit ekkert hvernig mér á að líða, ég er bæði stressuð og gríðarlega stolt á sama tíma,” segir Áslaug María stofnandi Beauty tips. 2. júní 2015 08:30 Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00 Segir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum kærasta afleiðingu klámvæðingarinnar Lilja Karen er ein þeirra sem sagt hefur frá kynferðisofbeldi inn á Facebook-hópnum Beauty Tips. Hún segir fyrrverandi kærasta hafa beitt sig kynferðislegu og andlegu ofbeldi þegar hún var 14 ára gömul og brotin hafi verið afleiðing klámvæðingarinnar þar sem hann hafi verið heltekinn af klámi og sótt hugmyndir sínar um kynlíf þaðan. 1. júní 2015 19:13 Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Nýtt vitundarvakningarátak, sem felst í því að skipta út forsíðumynd á Facebook fyrir aðra hvora myndina hér að ofan, fer nú eins og eldur í sinu um íslenskt Facebook-samfélag. Notkun myndanna á að vekja fólk til umhugsunar um hversu algengt kynferðisofbeldi er hér á landi. Þeir sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi geta vakið athygli á því með því að setja appelsínugulu myndina á Facebook-síðu sína. Þeir sem þekkja einhvern sem orðið hefur fyrir slíku ofbeldi, geta notað gulu myndina. Einnig er hægt að nota blöndu af báðum ef við á. Myndirnar hafa ratað víða undanfarna daga og í kvöld er fjallað um átakið á vef breska dagblaðsins The Independent. Þar eru myndirnar sagðar „einfaldar en áhrifaríkar“ og ýjað að því að þær gætu ratað á Facebook-síður á Bretlandi og víðar. Átakið á rætur sínar að rekja til frásagna af kynferðisofbeldi af ýmsum toga sem íslenskar konur og stúlkur hafa deilt í Facebook-hópnum Beauty Tips að undanförnu. Hundruð kvenna hafa deilt slíkum sögum, oft með myllumerkjunum #þöggun og #konurtala, til að vekja athygli á kynferðisofbeldisvandanum og varpa ábyrgðinni af þolendum á gerendur.
Tengdar fréttir Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Mikil umræða á sér stað núna inn á Facebook hópnum Beauty Tips. 29. maí 2015 13:49 Stjórnandi Beauty tips segir álagið gríðarlegt “Ég veit ekkert hvernig mér á að líða, ég er bæði stressuð og gríðarlega stolt á sama tíma,” segir Áslaug María stofnandi Beauty tips. 2. júní 2015 08:30 Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00 Segir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum kærasta afleiðingu klámvæðingarinnar Lilja Karen er ein þeirra sem sagt hefur frá kynferðisofbeldi inn á Facebook-hópnum Beauty Tips. Hún segir fyrrverandi kærasta hafa beitt sig kynferðislegu og andlegu ofbeldi þegar hún var 14 ára gömul og brotin hafi verið afleiðing klámvæðingarinnar þar sem hann hafi verið heltekinn af klámi og sótt hugmyndir sínar um kynlíf þaðan. 1. júní 2015 19:13 Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Mikil umræða á sér stað núna inn á Facebook hópnum Beauty Tips. 29. maí 2015 13:49
Stjórnandi Beauty tips segir álagið gríðarlegt “Ég veit ekkert hvernig mér á að líða, ég er bæði stressuð og gríðarlega stolt á sama tíma,” segir Áslaug María stofnandi Beauty tips. 2. júní 2015 08:30
Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00
Segir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum kærasta afleiðingu klámvæðingarinnar Lilja Karen er ein þeirra sem sagt hefur frá kynferðisofbeldi inn á Facebook-hópnum Beauty Tips. Hún segir fyrrverandi kærasta hafa beitt sig kynferðislegu og andlegu ofbeldi þegar hún var 14 ára gömul og brotin hafi verið afleiðing klámvæðingarinnar þar sem hann hafi verið heltekinn af klámi og sótt hugmyndir sínar um kynlíf þaðan. 1. júní 2015 19:13
Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06