Hætta á að leikur Íslands og Tékklands verði ekki í beinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júní 2015 14:08 Þarf þjóðin að bíða í klukkustund eftir leik til að sjá strákana okkar á föstudagskvöldið? vísir/daníel Svo gæti farið að þeir 9.700 sem eru svo heppnir að vera með miða á leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 á föstudagskvöldið verði þeir einu sem sjá leikinn beint. Hætta er á að leikurinn verði ekki sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpinu þar sem tæknimenn RÚV, sem eru flestir hverjir meðlimir Rafiðnarsambandsins, eru á leið í verkfall. Verkfall RSÍ á að hefjast á miðnætti aðfaranótt miðvikudags og standa í sex daga.Strákarnir eiga mikilvægan leik fyrir höndum gegn Tékkum.vísir/gettyÞrír fjórðu vilja fara í verkfall Lítið gengur í samningaviðræðum RSÍ og Samtaka Atvinnulífsins, SA, en samninganefnd félaganna ræddi málin um helgina. „Það er skemmst frá því að segja að samninganefnd RSÍ telur þá uppstillingu sem SA bauð iðnaðarmönnum ekki duga til þess að ná saman um hana þannig að menn treysti sér til þess að leggja slíkan kjarasamning í atkvæðagreiðslu á meðal félagsmanna,“ segir í frétt á vef RSÍ og bætt er við: „74% félagsmanna RSÍ sem taka laun samkvæmt kjarasamningi RSÍ-SA/SART vilja beita aðgerðum til þess að knýja á um gerð nýs kjarasamnings í anda þeirra krafna. Það er ljóst að mikil ábyrgð liggur á SA að ræða við samninganefnd RSÍ til þess að koma í veg fyrir að til verkfalls þurfi að koma.“Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.VÍSIR/stefánKSÍ beðið RSÍ um undanþágu Fari RSÍ í verkfall mun RÚV ekki senda út leikinn nema undanþága verði veitt. KSÍ hefur beðið 365 Miðla um að taka upp leikinn fari allt á versta veg, en 365 má ekki sýna hann beint samkvæmt samningum. Leikurinn yrði sýndur einni klukkustund eftir að flautað er af í Laugardalnum. „Við höfum áhyggjur af þessu og vonum auðvitað að málið leysist,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við Vísi. Hann segir knattspyrnusambandið hafa sent RSÍ bréf með beiðni um undanþágu fyrir starfsmenn RÚV á föstudagskvöldið svo leikurinn verði sýndur beint. „Það verður náttúrlega grátlegt fyrir alla Íslendinga að sjá ekki leikinn og auðvitað fleiri út um allan heim sem eru spenntir fyrir þessum leik. Ég vona svo sannarlega að RSÍ veiti undanþágu verði af verkfallinu,“ segir Geir Þorsteinsson.Þjóðin gæti orðið af tveimur landsleikjum karla í handbolta og einum hjá stelpunum.vísir/eva björkÞrír handboltaleikir ekki í beinni Það er ekki bara karlalandsliðið í fótbolta sem verður ekki í beinni ef af verkfallinu verður heldur þrír landsleikir í handbolta hjá bæði karla- og kvennalandsliðinu. Á miðvikudaginn keppa strákarnir okkar við Ísrael ytra í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni EM 2016 í Póllandi. Sá leikur verður ekki sýndur beint nema RSÍ veiti RÚV undanþágu til útsendingar og sama gildir um tvíhöfðann í Höllinni á laugardaginn þar sem strákarnir og stelpurnar mæta Svartfjallalandi. „Við erum búin að senda undanþágulista og verið er að bíða eftir viðbrögðum,“ segir Einar Örn Jónsson, íþróttastjóri RÚV, við Vísi. „Ég vona bara að þetta leysist því áhuginn á landsliðunum hefur sýnt að býsna margir verða af komi til verkfalls. Fólk langar að sjá þessa leiki.“ „Við þurfum að framleiða þennan Tékkaleik fyrir Evrópu líka, ekki bara Ísland. Útsendingin fer til allra þeirra þjóða sem hafa keypt réttinn,“ segir Einar Örn Jónsson. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Svo gæti farið að þeir 9.700 sem eru svo heppnir að vera með miða á leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 á föstudagskvöldið verði þeir einu sem sjá leikinn beint. Hætta er á að leikurinn verði ekki sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpinu þar sem tæknimenn RÚV, sem eru flestir hverjir meðlimir Rafiðnarsambandsins, eru á leið í verkfall. Verkfall RSÍ á að hefjast á miðnætti aðfaranótt miðvikudags og standa í sex daga.Strákarnir eiga mikilvægan leik fyrir höndum gegn Tékkum.vísir/gettyÞrír fjórðu vilja fara í verkfall Lítið gengur í samningaviðræðum RSÍ og Samtaka Atvinnulífsins, SA, en samninganefnd félaganna ræddi málin um helgina. „Það er skemmst frá því að segja að samninganefnd RSÍ telur þá uppstillingu sem SA bauð iðnaðarmönnum ekki duga til þess að ná saman um hana þannig að menn treysti sér til þess að leggja slíkan kjarasamning í atkvæðagreiðslu á meðal félagsmanna,“ segir í frétt á vef RSÍ og bætt er við: „74% félagsmanna RSÍ sem taka laun samkvæmt kjarasamningi RSÍ-SA/SART vilja beita aðgerðum til þess að knýja á um gerð nýs kjarasamnings í anda þeirra krafna. Það er ljóst að mikil ábyrgð liggur á SA að ræða við samninganefnd RSÍ til þess að koma í veg fyrir að til verkfalls þurfi að koma.“Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.VÍSIR/stefánKSÍ beðið RSÍ um undanþágu Fari RSÍ í verkfall mun RÚV ekki senda út leikinn nema undanþága verði veitt. KSÍ hefur beðið 365 Miðla um að taka upp leikinn fari allt á versta veg, en 365 má ekki sýna hann beint samkvæmt samningum. Leikurinn yrði sýndur einni klukkustund eftir að flautað er af í Laugardalnum. „Við höfum áhyggjur af þessu og vonum auðvitað að málið leysist,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við Vísi. Hann segir knattspyrnusambandið hafa sent RSÍ bréf með beiðni um undanþágu fyrir starfsmenn RÚV á föstudagskvöldið svo leikurinn verði sýndur beint. „Það verður náttúrlega grátlegt fyrir alla Íslendinga að sjá ekki leikinn og auðvitað fleiri út um allan heim sem eru spenntir fyrir þessum leik. Ég vona svo sannarlega að RSÍ veiti undanþágu verði af verkfallinu,“ segir Geir Þorsteinsson.Þjóðin gæti orðið af tveimur landsleikjum karla í handbolta og einum hjá stelpunum.vísir/eva björkÞrír handboltaleikir ekki í beinni Það er ekki bara karlalandsliðið í fótbolta sem verður ekki í beinni ef af verkfallinu verður heldur þrír landsleikir í handbolta hjá bæði karla- og kvennalandsliðinu. Á miðvikudaginn keppa strákarnir okkar við Ísrael ytra í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni EM 2016 í Póllandi. Sá leikur verður ekki sýndur beint nema RSÍ veiti RÚV undanþágu til útsendingar og sama gildir um tvíhöfðann í Höllinni á laugardaginn þar sem strákarnir og stelpurnar mæta Svartfjallalandi. „Við erum búin að senda undanþágulista og verið er að bíða eftir viðbrögðum,“ segir Einar Örn Jónsson, íþróttastjóri RÚV, við Vísi. „Ég vona bara að þetta leysist því áhuginn á landsliðunum hefur sýnt að býsna margir verða af komi til verkfalls. Fólk langar að sjá þessa leiki.“ „Við þurfum að framleiða þennan Tékkaleik fyrir Evrópu líka, ekki bara Ísland. Útsendingin fer til allra þeirra þjóða sem hafa keypt réttinn,“ segir Einar Örn Jónsson.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira