Kristján Þór bætti vallarmetið eftir ótrúlegan hring | Ísland í öruggri forystu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. júní 2015 15:12 Kristján Þór Einarsson slær hér á fyrsta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna. Vísir/Stefán Kristján Þór Einarsson á sigurinn vísan í golfkeppni Smáþjóðaleikanna sem nú fara fram í reykjavík en hann er með níu högga forystu á næsta mann fyrir lokahringinn á morgun. Kristján spilaði frábærlega í dag eða á 64 höggum og bætti þar með vallarmet Ólafs Björns Loftssonar um eitt högg. Hann hefur verið undir 70 höggum alla keppnisdagana en á miðvikudag lék hann á 68 höggum og í gær á 69 höggum. Hann spilaði ótrúlegt golf í dag. Alls fékk sjö fugla og paraði hinar ellefu holurnar. Hann fékk fugla á fjórum holum í röð - frá þrettándu til þeirrar sextándu. Í liðakeppninni er Ísland sömuleiðis með örugga forystu. Ísland er á samtals sextán höggum undir pari eftir hringina þrjá en Malta er í öðru sæti á sex höggum yfir pari. Sandro Piaget frá Mónakó er í öðru sæti en hann lék á 66 höggum í dag sem er næstbesti hringur mótsins til þessa. Piaget er á samtals þremur undir pari og komst upp fyrir Harald Franklín Magnús sem er á tveimur höggum undir pari eftir að hafa leikið á 71 höggi í dag. Andri Björnsson deilir svo fjórða sætinu með Kevin Esteve Rigaill frá Andorra en báðir eru þeir á tveimur höggum yfir pari. Andri lek á 73 höggum í dag. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kristján Þór Einarsson á sigurinn vísan í golfkeppni Smáþjóðaleikanna sem nú fara fram í reykjavík en hann er með níu högga forystu á næsta mann fyrir lokahringinn á morgun. Kristján spilaði frábærlega í dag eða á 64 höggum og bætti þar með vallarmet Ólafs Björns Loftssonar um eitt högg. Hann hefur verið undir 70 höggum alla keppnisdagana en á miðvikudag lék hann á 68 höggum og í gær á 69 höggum. Hann spilaði ótrúlegt golf í dag. Alls fékk sjö fugla og paraði hinar ellefu holurnar. Hann fékk fugla á fjórum holum í röð - frá þrettándu til þeirrar sextándu. Í liðakeppninni er Ísland sömuleiðis með örugga forystu. Ísland er á samtals sextán höggum undir pari eftir hringina þrjá en Malta er í öðru sæti á sex höggum yfir pari. Sandro Piaget frá Mónakó er í öðru sæti en hann lék á 66 höggum í dag sem er næstbesti hringur mótsins til þessa. Piaget er á samtals þremur undir pari og komst upp fyrir Harald Franklín Magnús sem er á tveimur höggum undir pari eftir að hafa leikið á 71 höggi í dag. Andri Björnsson deilir svo fjórða sætinu með Kevin Esteve Rigaill frá Andorra en báðir eru þeir á tveimur höggum yfir pari. Andri lek á 73 höggum í dag.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira