Guðrún Brá heldur öruggri forystu Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júní 2015 15:03 Guðrún Brá mundar dræverinn. vísir/stefán Guðrún Brá Björgvinsdóttir í íslenska landsliðinu í golfi er áfram með örugga forystu í kvennaflokki á Smáþjóðaleikunum, en annar hringur af fjórum kláraðist í dag. Guðrún Brá spilaði á 71 höggi í dag eða einu höggi undir pari vallarins. Hún er samtals á fjórum höggum undir pari og hefur sex högga forystu. Í öðru sæti, eins og eftir gærdaginn, er Sophie Sandolo frá Mónakó, en hún spilaði á 73 höggum í dag og er samtals á tveimur höggum yfir pari. Karen Guðnadóttir spilaði vel og er komin upp í annað sætið. Hún fór hringinn í dag á einu höggi yfir pari eins og Guðrún og Sandolo og er komin upp í þriðja sæti á sex höggum yfir pari. Sunna Víðisdóttir er í fjórða sæti á átta höggum yfir pari, en þær þrjár eru í algjörum sérflokki. Maria Creus Ribas frá Andorra er í fimmta sæti á 21 höggi yfir pari. Ísland hefur örugga forystu í liðakeppni, en tveir bestu hringir hvers dags gilda til skors. Þá stefnir Guðrún Brá á gullið í einstaklingskeppninni.Hér má sjá stöðuna. Golf Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir í íslenska landsliðinu í golfi er áfram með örugga forystu í kvennaflokki á Smáþjóðaleikunum, en annar hringur af fjórum kláraðist í dag. Guðrún Brá spilaði á 71 höggi í dag eða einu höggi undir pari vallarins. Hún er samtals á fjórum höggum undir pari og hefur sex högga forystu. Í öðru sæti, eins og eftir gærdaginn, er Sophie Sandolo frá Mónakó, en hún spilaði á 73 höggum í dag og er samtals á tveimur höggum yfir pari. Karen Guðnadóttir spilaði vel og er komin upp í annað sætið. Hún fór hringinn í dag á einu höggi yfir pari eins og Guðrún og Sandolo og er komin upp í þriðja sæti á sex höggum yfir pari. Sunna Víðisdóttir er í fjórða sæti á átta höggum yfir pari, en þær þrjár eru í algjörum sérflokki. Maria Creus Ribas frá Andorra er í fimmta sæti á 21 höggi yfir pari. Ísland hefur örugga forystu í liðakeppni, en tveir bestu hringir hvers dags gilda til skors. Þá stefnir Guðrún Brá á gullið í einstaklingskeppninni.Hér má sjá stöðuna.
Golf Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira