UFC orðið leiðandi afl í lyfjamálum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. júní 2015 22:45 Dana White, forseti UFC. vísir/getty UFC hefur haft það orð á sér að taka vægt á lyfjamálum. Það mun heyra sögunni til um næstu mánaðarmót. Þá taka við nýir tímar í lyfjamálum sambandsins. UFC hefur nefnilega samið við bandaríska lyfjaeftirlitið um að sjá alfarið um lyfjamál bardagasambandsins. „Ég myndi segja að miðað við sjálfstæðið sem við höfum, gagnsæið og refsirammann þá er UFC komið með bestu lyfjalöggjöf í íþróttaheiminum," sagði Travis Tygart, stjórnarformaður bandaríska lyfjaeftirlitsins.Sjá einnig: Gunnar Nelson: Það á að lyfjaprófa menn allt árið Við erum að tala um gjörbreytt landslag í UFC þar sem á að útrýma öllum ólöglegum efnum úr íþróttinni. UFC greiðir lyfjaeftirlitinu milljónir dollara á ári fyrir að sjá um lyfjaeftirlitið og eftirlitið hefur algjörlega frjálsar hendur með sína vinnu.Jon Jones var besti bardagakappinn í UFC. Hann er í ótímabundnu banni.vísir/gettyBandaríska lyfjaeftirlitið má nú prófa hvaða bardagakappa sem er þegar því hentar. Forráðamenn UFC munu aldrei vita að það standi til að lyfjaprófa einhvern. Sjálfstæðið er algjört. Bandaríska lyfjaeftirlitið mun taka 2.750 próf á ári samkvæmt samningnum. Sé miðað við þann fjölda sem er á samningi hjá UFC þá verða allir bardagakappar sambandsins lyfjaprófaðir rúmlega fimm sinnum á ári.Sjá einnig: Vill fleiri lyfjapróf í UFC Þeir sem falla á lyfjaprófi fá nú tveggja ára keppnisbann en hægt er að gefa mönnum fjögurra ára dóm í sérstökum tilvikum. Ef keppandi fellur aftur þá fær viðkomandi helmingi lengra bann en áður. Það er orðið virkilega dýrt að falla á lyfjaprófi. UFC hefur einnig samið við tvö fyrirtæki þar sem bardagakappar geta lært hvernig sé best að æfa sig og missa þyngd. Einnig geta kapparnir fengið fræðslu í því hvernig eigi að forðast meiðsli og endurhæfa sig ef þeir meiðast. MMA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
UFC hefur haft það orð á sér að taka vægt á lyfjamálum. Það mun heyra sögunni til um næstu mánaðarmót. Þá taka við nýir tímar í lyfjamálum sambandsins. UFC hefur nefnilega samið við bandaríska lyfjaeftirlitið um að sjá alfarið um lyfjamál bardagasambandsins. „Ég myndi segja að miðað við sjálfstæðið sem við höfum, gagnsæið og refsirammann þá er UFC komið með bestu lyfjalöggjöf í íþróttaheiminum," sagði Travis Tygart, stjórnarformaður bandaríska lyfjaeftirlitsins.Sjá einnig: Gunnar Nelson: Það á að lyfjaprófa menn allt árið Við erum að tala um gjörbreytt landslag í UFC þar sem á að útrýma öllum ólöglegum efnum úr íþróttinni. UFC greiðir lyfjaeftirlitinu milljónir dollara á ári fyrir að sjá um lyfjaeftirlitið og eftirlitið hefur algjörlega frjálsar hendur með sína vinnu.Jon Jones var besti bardagakappinn í UFC. Hann er í ótímabundnu banni.vísir/gettyBandaríska lyfjaeftirlitið má nú prófa hvaða bardagakappa sem er þegar því hentar. Forráðamenn UFC munu aldrei vita að það standi til að lyfjaprófa einhvern. Sjálfstæðið er algjört. Bandaríska lyfjaeftirlitið mun taka 2.750 próf á ári samkvæmt samningnum. Sé miðað við þann fjölda sem er á samningi hjá UFC þá verða allir bardagakappar sambandsins lyfjaprófaðir rúmlega fimm sinnum á ári.Sjá einnig: Vill fleiri lyfjapróf í UFC Þeir sem falla á lyfjaprófi fá nú tveggja ára keppnisbann en hægt er að gefa mönnum fjögurra ára dóm í sérstökum tilvikum. Ef keppandi fellur aftur þá fær viðkomandi helmingi lengra bann en áður. Það er orðið virkilega dýrt að falla á lyfjaprófi. UFC hefur einnig samið við tvö fyrirtæki þar sem bardagakappar geta lært hvernig sé best að æfa sig og missa þyngd. Einnig geta kapparnir fengið fræðslu í því hvernig eigi að forðast meiðsli og endurhæfa sig ef þeir meiðast.
MMA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira