Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Lúxemborg 81-72 | Nokkuð þægilegur sigur á Lúxemborg Dagur Sveinn Dagbjartsson í Laugardalshöll skrifar 4. júní 2015 12:03 vísir/andri marinó Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann sinn annan sigur á Smáþjóðaleikunum þegar liðið vann Lúxemborg með níu stigum 81-72. Sigurinn var nokkuð þægilegur þó munurinn hafi ekki verið nema níu stig í leikslok en það er ljóst að liðið þarf að leika mikið betur ætli það sér að ná sigri gegn Svartfjallalandi á laugardaginn.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísi, var á vellinum og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. 1. leikhluti var hreint út sagt furðulegur. Það var engu líkara en að liðin væru að reyna að skora ekki. Staðan um miðjan 1. leikhluta var 4-6 og skorið minnti frekar á handbolta en körfubolta. Og það var ekki eins og Lúxemborg væri að þvinga íslensku strákana í erfið skot, þetta var einfaldlega ekki að falla með Íslandi í sókninni. Bæði lið gerðu sig sek um klaufaleg mistök í sóknum sínum, fengu dæmd á sig skref, tvígrip o.fl oftar en undirritaður náði að telja og kann hann þó að telja nokkuð hátt. Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins í upphafi 2. leikhluta. Vörn liðsins fór að tikka og sömuleiðis sóknarleikurinn. Áfram var þó þriggja stiga nýting Íslands slök en í hálfleik var Ísland aðeins búið að setja niður fimm af sextán þriggja stiga skotum sínum. Staðan í hálfleik var 41-34, Íslandi í vil. Kristófer Acox var besti maður Íslands í fyrri hálfleik, með tíu stig og fjögur fráköst. Ægir Þór Steinarsson hefur hins vegar átt betri leik en hann átti í fyrri hálfleik, hann missti m.a. boltann fjórum sinnum og var með 0 stig á rúmum 15 mínútum. Ísland átti 3. leikhluta með roði og beinum og skoraði í honum 24 stig gegn 13 stigum gestanna. Vörn Íslands var einnig frábær og liðið náði að þvinga Lúxemborg í erfið skot á síðustu sekúndum skotklukkunnar. Staðan eftir 3. leikhluta var 65-47 og leikurinn í höndum Íslands. Lúxemborg var hins vegar ekki tilbúið að leggja árar í bát og lagði allt í sölurnar í síðasta leikhlutanum. Gestirnir náðu að minnka muninn niður í 13 stig um miðjan leikhlutann en slök skotnýting Lúxemborgara kostaði þá of mikið á þeim kafla. Þegar svo virtist sem Lúxemborg ætti möguleika á að gera eitthvað úr þessu í 4. leikhluta gerði Ísland nægilega mikið til að halda þægilegu forskoti. Lokatölur urðu 81-72 fyrir Ísland og annar sigur liðsins á leikunum staðreynd. Liðið mætir Svartfjallalandi á laugardaginn og það er morgunljóst að liðið þarf að leika betur þá en það gerði í dag til að eiga möguleika. Of margir leikmenn voru að leika yfir pari í þessum leik.Hlynur Bæringsson: Ég ætla mér ekkert að toppa hérna Hlynur Bæringsson átti fínan leik í liði Íslands. Hann tók skoraði 15 stig og tók 9 fráköst áður en hann yfirgaf völlinn með 5 villur. Hlynur var nokkuð sáttu við leik Íslands en fannst liðið slaka of mikið á í restina. "Við þurfum að passa þetta. Við vorum mjög passívir á móti pressunni þeirra. Það sást langar leiðir að við ætluðum að mjólka klukkuna. Þá gátu þeir leyft sér að vera ákveðnari og þeir nýttu sér það. Við gerðum þetta illa, margar sóknir í röð. Við áttum bara að ráðast á þá og auka muninn," sagði Hlynur en íslenska liðið var lengi í gang í kvöld. "Þeir eru svolítið líkari okkur en margar aðrar þjóðir, eru litlir, skipta mikið og duglegir að hlaupa. Mér fannst við vera lengi að finna ráð við því hvað þeir voru að gera. Við vorum mikið að leita inn í teiginn, eitthvað sem við gerum ekki mikið gegn stærri þjóðum," sagði Hlynur og bætti við að Ísland þurfi að spila betur á laugardaginn þegar Svartfjallaland mætir í höllina. "Það er á hreinu. Svartfjallaland á að vera með besta liðið hérna. Ég held samt að við getum alveg spilað með þeim og gefið þeim hörkuleik. En við þurfum að spila betur en þetta," sagði Hlynur sem telur þessa leiki mikilvæga í undirbúningi fyrir EM. "Mér finnst þessir leikir mikilvægir til að rifja upp kerfin og komast betur inn í skipulagið okkar. Það er gott að læra aðeins á kerfin svo maður geti lært þau frá a til b til c og hvar er hægt að nýta sér þau. Ég mætti bara á þrjár æfingar fyrir þetta mót og ég ætla mér ekkert að toppa hérna," sagði Hlynur að lokum.Craig Pedersen: Við sjáum hvað virkar og hverju við þurfum að breyta "Við vorum lengi í gang, við hittum ekki vel í byrjun en svo kom Helgi [Már Magnússon] inn á og kom okkur í gang. Við náðum 20 stiga forskoti en glutruðum því niður og hratt í lokinn. En ég er mjög ánægður með fyrstu tvo leikina og það orkuna í leikmönnum. Það er langur vegur framundan en þetta er góð byrjun," sagði Craig Pedersen, þjálfari Íslands, að leik loknum. "Lúxemborg spilaði vel og leikmenn þeirra eru vel þjálfaðir. Við misstum boltann nokkrum sinnum og það er eitthvað sem við þurfum að skoða. En aðalatriðið fyrir okkur og það sem við höfum verið að vinna í er að fá góð skot og setja þau niður. Við gerðum það í dag og það er mikilvægt fyrir okkur," sagði Pedersen. Það vakti athygli að Ragnar Nathanaelsson kom ekkert við sögu í leiknum en hann var frákastahæsti leikmaður Íslands gegn Andorra í fyrsta leiknum. "Lúxemborg er með nokkuð lávaxið lið og okkur fannst þeir spila þannig vörn að hún hefði ekki hentað honum. Þeir voru mjög hreyfanlegir og við hefðum ef til vill sett hann í svolítið undarlega stöðu. Gegn Andorra mætti hann tveimur hávöxnum mönnum og gerði mjög vel," sagði Pedersen. "Það mikilvægast við þessa leiki finnst mér að fá leikmennina til að spila saman aftur eftir að hafa verið hjá sínum liðum lengi. Þeir eru að venjast því að spila saman og koma okkar kerfum inn hjá þeim. Við sjáum hvað virkar og hverju við þurfum að breyta. Og svo setjum við allt á fullt um miðjan júlí," sagði Pedersen að lokum.Tölfræði leiks:Ísland - Lúxemborg81-72 (14-16, 27-18, 24-13, 16-25)Ísland: Jakob Örn Sigurðarson 19/4 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 15/9 fráköst, Kristófer Acox 14/11 fráköst, Logi Gunnarsson 13/5 fráköst, Helgi Már Magnússon 11, Martin Hermannsson 4, Ægir Þór Steinarsson 3/6 fráköst/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 2, Axel Kárason 0, Sigurður Á. Þorvaldsson 0, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 0, Elvar Már Friðriksson 0.Lúxemborg: Denell Stephens 21/5 fráköst, Frank Muller 16/12 fráköst, Raul Birenbaum 10, Pitt Koster 6, Samy Picard 6/5 fráköst, Tom Schumacher 4, Patrick Arbaut 4, Christopher Jones 2, Jean Kox 2, Alexandre Rodenbourg 1, Bob Melcher 0, Oliver Vujakovic 0.[Bein lýsing]Leik lokið (81-72): Nokkuð þægilegur sigur í höfn hjá Íslandi þrátt fyrir að lokamunurinn hafi ekki verið stærri en þetta. Umfjöllun kemur innan skamms.37. mínúta (76-63): Það er kraftur í gestunum en Ísland er ef til vill að gera það sem þarf til að halda þeim í hæfilegri fjarlægt.35. mínúta (71-55): Örlítill hiti að færast í þetta. Hlynur að fá sína fjórðu villu og Lúxemborg að saxa á forskotið. Slök vítanýting þeirra (10/19) er hins vegar að kosta þá of mikið.33. mínúta (71-51): Lúxemborg er að leggja allt í sölurnar og mikil barátta í gestunum. Fjögur fyrstu stig leikhlutans voru þeirra en Jakob setti niður þrist og Hlynur var að bæta þremur stigum við.3. leikhluta lokið (65-47): Nú er þetta í höndunum á íslenska liðinu og klaufaskapur ef Ísland vinnur ekki þennan leik. Logi Gunnarsson átti skínandi innkomu í 3. leikhluta, skoraði 7 stig og var mjög áræðinn.29. mínúta (60-43): Lúxemborg komið með tvær tæknivillur í leiknum, báðar fyrir að mótmæla sérkennilegum dómum. Rune Larsen dómari í aðalhlutverki. Logi Gunnarsson að koma með góða innkomu í leikinn, skila stigum og stoðsendingum.27. mínúta (54-41): Munurinn 13 stig og Lúxemborg að sækja í sig veðrið. Það er samt allt annað að sjá Ísland hér í 3. leikhluta en ef til vill einhver værukærð í liðinu þessar mínúturnar. Í því setur Jakob niður körfu eftir gott "drive".25. mínútu (51-35): Tæknivilla dæmd á Lúxemborg fyrir að mótmæla dómi. Dómararnir eru í full miklu aðalhlutverki í þessum leik að mínu mati.24. mínúta (50-35): Fyrsta stig Lúxemborg úr vítaskotum eftir 3:05 í síðari hálfleik. Það er jákvætt.23. mínúta (48-34): Vörn Íslands er að spila vel sömuleiðis og liðið er að þvinga Lúxemborg í erfið skot á síðustu sekúndum skotklukkunnar. Hlynur með frábæra blokk rétt í þessu!22. mínúta (48-34): Ísland að byrja síðari hálfleik gríðarlega vel og hefur skorað 7 fyrstu stig 3. leikhluta, Ægir með 3 stig og Hlynur með 4 stig. Lúxemborg tekur strax leikhlé, aðeins 1:23 búnar af 3. leikhluta.21. mínúta (44-34): Ægir Steinarsson með sín fyrstu stig.2. leikhluta lokið (41-34): Allt annað að sjá liðið í 2. leikhluta, 25 stig og framan af var vörn Íslands að virka vel. Lúxemborg hefur þó sótt í sig veðrið og saxað á forskot Íslands jafnt og þétt. Kristófer Acox hefur átt fínan fyrri hálfleik og glatt augað með laglegum tilþrifum. Hann er með 10 stig og fjögur fráköst. Martin Hermannsson er kominn með 3 villur.18. mínúta (35-26): Ísland enn með undirtökin og aðeins hleypt niður 10 stigum í 2. leikhluta. Enn ber þó á sóknarfeilum og liðið of oft að missa boltann frá sér nokkuð klaufalega, fá dæmt á sig skref og annað þess háttar.15. mínúta (29-22): Kristjófer Acox að sýna hvernig gera á hlutina undir körfunni, tvær fallegar frá honum á stuttum tíma úr erfiðum færum.13. mínúta (25-17): Ísland er heldur betur að vakna til lífsins og Helgi Már var að negla niður einum fallegum þrist. Sóknin að rúlla betur hjá Íslandi og liðið að hirða fráköst unnir sinni körfu.12. mínúta (17-17): Logi Gunnarsson byrjaði á setja niður þrist fyrir Ísland. Hlynur og Martin báðir komnir með tvær villur.1. leikhluta lokið (14-16): Íslenska liðið ekki að spila nægilega vel í sókninni og ekki eins og Lúxemborg sé að þvinga íslenska liðið í erfið skot, þetta er bara ekki að falla. En sem betur fer er það svo á hinum enda vallarins líka.9. mínúta (10-12): Jæja, eitthvað að lifna yfir þessu. Fjögurra stiga sókn hjá Lúxemborg, brotið á Christopher Jones um leið og hann setti þriggja stiga skot niður, klikkaði á einu vítaskoti.6. mínúta (4-6): Ótrúlega lítið skorað! Það liggur við að maður segi að næsta karfa gæti ráðið úrslitum! En þó ekki annað hægt að segja að leikurinn sé jafn. Bæði lið eiga jafn erfitt með að koma boltanum ofan í körfuna.5. mínúta (4-2): Acox með sín fjórðu stig. Bæði lið eru að fá mjög mikið dæmt á sig í sókninni, skref, tvígrip og fleira skemmtilegt.3. mínúta (2-0): Lítið skorað og liðunum mjög mislagðar hendur. Kristófer Acox skoraði fyrstu stigin í leiknum eftir um eina mínútu en svo ekki söguna meir.Fyrir leik: Byrjunarlið Íslands: Jakob Örn Sigurðarson, Ægir Þór Steinarsson, Hlynur Bæringsson, Kristófer Acox og Logi Gunnarsson.Fyrir leik: Búið að spila þjóðsöngva og allt til reiðu.Fyrir leik: Gaman að sjá konu í dómaratríóinu í þessum leik en hin finnska Karolina Andersson er ein þriggja dómara leiksins. Thunderstruck komið í gang, 13 mínútur í að leikur hefst. Keyra þetta í gang.Fyrir leik: Stigaskor Íslands í síðasta leik gegn Andorra dreifðist vel því hver einn og einasti leikmaður Íslands skoraði stig í leiknum auk þess sem íslenska þjálfaranum gafst færi á að dreifa álaginu ef svo má segja. Allir leikmenn fengu að spreita sig og allir nema einn leikmaður spilaði 10 mínútur eða meira.Fyrir leik: Lúxemborgsku leikmennirnir eru sýnd veiði en ekki gefin og það má fastlega búast við erfiðum leik hér í kvöld. Og þó við Íslendingar séum komnir á EM, þá höfum við aldei efni á að vanmeti einn né neinn.Fyrir leik: Plötusnúðurinn er búinn að skella breska rokkaranum og Sex Pistols aðdáandanum Billy Idol á fóninn.Fyrir leik: Íslenska liðið undirbýr sig af kappi fyrir úrlistakeppni EM sem fram fer í september og eru þessir leikir gríðarlega þýðingarmiklir fyrir þann undirbúning. Ekki sýst leikurinn gegn Svartfjallalandi á laugardaginn. En byrjum á þessum.Fyrir leik: Ísland hóf Smáþjóðaleikana á því að vinna Andorra örugglega með 83 stigum gegn 61 þar sem Logi Gunnarsson var stigahæstur íslenska liðsins með 16 stig. Lúxemborg lá hins vegar fyrir feykisterku liði Svartfjallalands, 58-85.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í Laugardalshöllina þar sem leikur Íslands og Lúxemborgar á Smáþjóðaleikunum hefst klukkan 19.30. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Andorra 83-61 | Strákarnir stóðust fyrsta prófið Ísland vann sannfærandi sigur á Andorra í opnunarleik sínum á Smáþjóðaleikunum. 3. júní 2015 21:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann sinn annan sigur á Smáþjóðaleikunum þegar liðið vann Lúxemborg með níu stigum 81-72. Sigurinn var nokkuð þægilegur þó munurinn hafi ekki verið nema níu stig í leikslok en það er ljóst að liðið þarf að leika mikið betur ætli það sér að ná sigri gegn Svartfjallalandi á laugardaginn.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísi, var á vellinum og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. 1. leikhluti var hreint út sagt furðulegur. Það var engu líkara en að liðin væru að reyna að skora ekki. Staðan um miðjan 1. leikhluta var 4-6 og skorið minnti frekar á handbolta en körfubolta. Og það var ekki eins og Lúxemborg væri að þvinga íslensku strákana í erfið skot, þetta var einfaldlega ekki að falla með Íslandi í sókninni. Bæði lið gerðu sig sek um klaufaleg mistök í sóknum sínum, fengu dæmd á sig skref, tvígrip o.fl oftar en undirritaður náði að telja og kann hann þó að telja nokkuð hátt. Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins í upphafi 2. leikhluta. Vörn liðsins fór að tikka og sömuleiðis sóknarleikurinn. Áfram var þó þriggja stiga nýting Íslands slök en í hálfleik var Ísland aðeins búið að setja niður fimm af sextán þriggja stiga skotum sínum. Staðan í hálfleik var 41-34, Íslandi í vil. Kristófer Acox var besti maður Íslands í fyrri hálfleik, með tíu stig og fjögur fráköst. Ægir Þór Steinarsson hefur hins vegar átt betri leik en hann átti í fyrri hálfleik, hann missti m.a. boltann fjórum sinnum og var með 0 stig á rúmum 15 mínútum. Ísland átti 3. leikhluta með roði og beinum og skoraði í honum 24 stig gegn 13 stigum gestanna. Vörn Íslands var einnig frábær og liðið náði að þvinga Lúxemborg í erfið skot á síðustu sekúndum skotklukkunnar. Staðan eftir 3. leikhluta var 65-47 og leikurinn í höndum Íslands. Lúxemborg var hins vegar ekki tilbúið að leggja árar í bát og lagði allt í sölurnar í síðasta leikhlutanum. Gestirnir náðu að minnka muninn niður í 13 stig um miðjan leikhlutann en slök skotnýting Lúxemborgara kostaði þá of mikið á þeim kafla. Þegar svo virtist sem Lúxemborg ætti möguleika á að gera eitthvað úr þessu í 4. leikhluta gerði Ísland nægilega mikið til að halda þægilegu forskoti. Lokatölur urðu 81-72 fyrir Ísland og annar sigur liðsins á leikunum staðreynd. Liðið mætir Svartfjallalandi á laugardaginn og það er morgunljóst að liðið þarf að leika betur þá en það gerði í dag til að eiga möguleika. Of margir leikmenn voru að leika yfir pari í þessum leik.Hlynur Bæringsson: Ég ætla mér ekkert að toppa hérna Hlynur Bæringsson átti fínan leik í liði Íslands. Hann tók skoraði 15 stig og tók 9 fráköst áður en hann yfirgaf völlinn með 5 villur. Hlynur var nokkuð sáttu við leik Íslands en fannst liðið slaka of mikið á í restina. "Við þurfum að passa þetta. Við vorum mjög passívir á móti pressunni þeirra. Það sást langar leiðir að við ætluðum að mjólka klukkuna. Þá gátu þeir leyft sér að vera ákveðnari og þeir nýttu sér það. Við gerðum þetta illa, margar sóknir í röð. Við áttum bara að ráðast á þá og auka muninn," sagði Hlynur en íslenska liðið var lengi í gang í kvöld. "Þeir eru svolítið líkari okkur en margar aðrar þjóðir, eru litlir, skipta mikið og duglegir að hlaupa. Mér fannst við vera lengi að finna ráð við því hvað þeir voru að gera. Við vorum mikið að leita inn í teiginn, eitthvað sem við gerum ekki mikið gegn stærri þjóðum," sagði Hlynur og bætti við að Ísland þurfi að spila betur á laugardaginn þegar Svartfjallaland mætir í höllina. "Það er á hreinu. Svartfjallaland á að vera með besta liðið hérna. Ég held samt að við getum alveg spilað með þeim og gefið þeim hörkuleik. En við þurfum að spila betur en þetta," sagði Hlynur sem telur þessa leiki mikilvæga í undirbúningi fyrir EM. "Mér finnst þessir leikir mikilvægir til að rifja upp kerfin og komast betur inn í skipulagið okkar. Það er gott að læra aðeins á kerfin svo maður geti lært þau frá a til b til c og hvar er hægt að nýta sér þau. Ég mætti bara á þrjár æfingar fyrir þetta mót og ég ætla mér ekkert að toppa hérna," sagði Hlynur að lokum.Craig Pedersen: Við sjáum hvað virkar og hverju við þurfum að breyta "Við vorum lengi í gang, við hittum ekki vel í byrjun en svo kom Helgi [Már Magnússon] inn á og kom okkur í gang. Við náðum 20 stiga forskoti en glutruðum því niður og hratt í lokinn. En ég er mjög ánægður með fyrstu tvo leikina og það orkuna í leikmönnum. Það er langur vegur framundan en þetta er góð byrjun," sagði Craig Pedersen, þjálfari Íslands, að leik loknum. "Lúxemborg spilaði vel og leikmenn þeirra eru vel þjálfaðir. Við misstum boltann nokkrum sinnum og það er eitthvað sem við þurfum að skoða. En aðalatriðið fyrir okkur og það sem við höfum verið að vinna í er að fá góð skot og setja þau niður. Við gerðum það í dag og það er mikilvægt fyrir okkur," sagði Pedersen. Það vakti athygli að Ragnar Nathanaelsson kom ekkert við sögu í leiknum en hann var frákastahæsti leikmaður Íslands gegn Andorra í fyrsta leiknum. "Lúxemborg er með nokkuð lávaxið lið og okkur fannst þeir spila þannig vörn að hún hefði ekki hentað honum. Þeir voru mjög hreyfanlegir og við hefðum ef til vill sett hann í svolítið undarlega stöðu. Gegn Andorra mætti hann tveimur hávöxnum mönnum og gerði mjög vel," sagði Pedersen. "Það mikilvægast við þessa leiki finnst mér að fá leikmennina til að spila saman aftur eftir að hafa verið hjá sínum liðum lengi. Þeir eru að venjast því að spila saman og koma okkar kerfum inn hjá þeim. Við sjáum hvað virkar og hverju við þurfum að breyta. Og svo setjum við allt á fullt um miðjan júlí," sagði Pedersen að lokum.Tölfræði leiks:Ísland - Lúxemborg81-72 (14-16, 27-18, 24-13, 16-25)Ísland: Jakob Örn Sigurðarson 19/4 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 15/9 fráköst, Kristófer Acox 14/11 fráköst, Logi Gunnarsson 13/5 fráköst, Helgi Már Magnússon 11, Martin Hermannsson 4, Ægir Þór Steinarsson 3/6 fráköst/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 2, Axel Kárason 0, Sigurður Á. Þorvaldsson 0, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 0, Elvar Már Friðriksson 0.Lúxemborg: Denell Stephens 21/5 fráköst, Frank Muller 16/12 fráköst, Raul Birenbaum 10, Pitt Koster 6, Samy Picard 6/5 fráköst, Tom Schumacher 4, Patrick Arbaut 4, Christopher Jones 2, Jean Kox 2, Alexandre Rodenbourg 1, Bob Melcher 0, Oliver Vujakovic 0.[Bein lýsing]Leik lokið (81-72): Nokkuð þægilegur sigur í höfn hjá Íslandi þrátt fyrir að lokamunurinn hafi ekki verið stærri en þetta. Umfjöllun kemur innan skamms.37. mínúta (76-63): Það er kraftur í gestunum en Ísland er ef til vill að gera það sem þarf til að halda þeim í hæfilegri fjarlægt.35. mínúta (71-55): Örlítill hiti að færast í þetta. Hlynur að fá sína fjórðu villu og Lúxemborg að saxa á forskotið. Slök vítanýting þeirra (10/19) er hins vegar að kosta þá of mikið.33. mínúta (71-51): Lúxemborg er að leggja allt í sölurnar og mikil barátta í gestunum. Fjögur fyrstu stig leikhlutans voru þeirra en Jakob setti niður þrist og Hlynur var að bæta þremur stigum við.3. leikhluta lokið (65-47): Nú er þetta í höndunum á íslenska liðinu og klaufaskapur ef Ísland vinnur ekki þennan leik. Logi Gunnarsson átti skínandi innkomu í 3. leikhluta, skoraði 7 stig og var mjög áræðinn.29. mínúta (60-43): Lúxemborg komið með tvær tæknivillur í leiknum, báðar fyrir að mótmæla sérkennilegum dómum. Rune Larsen dómari í aðalhlutverki. Logi Gunnarsson að koma með góða innkomu í leikinn, skila stigum og stoðsendingum.27. mínúta (54-41): Munurinn 13 stig og Lúxemborg að sækja í sig veðrið. Það er samt allt annað að sjá Ísland hér í 3. leikhluta en ef til vill einhver værukærð í liðinu þessar mínúturnar. Í því setur Jakob niður körfu eftir gott "drive".25. mínútu (51-35): Tæknivilla dæmd á Lúxemborg fyrir að mótmæla dómi. Dómararnir eru í full miklu aðalhlutverki í þessum leik að mínu mati.24. mínúta (50-35): Fyrsta stig Lúxemborg úr vítaskotum eftir 3:05 í síðari hálfleik. Það er jákvætt.23. mínúta (48-34): Vörn Íslands er að spila vel sömuleiðis og liðið er að þvinga Lúxemborg í erfið skot á síðustu sekúndum skotklukkunnar. Hlynur með frábæra blokk rétt í þessu!22. mínúta (48-34): Ísland að byrja síðari hálfleik gríðarlega vel og hefur skorað 7 fyrstu stig 3. leikhluta, Ægir með 3 stig og Hlynur með 4 stig. Lúxemborg tekur strax leikhlé, aðeins 1:23 búnar af 3. leikhluta.21. mínúta (44-34): Ægir Steinarsson með sín fyrstu stig.2. leikhluta lokið (41-34): Allt annað að sjá liðið í 2. leikhluta, 25 stig og framan af var vörn Íslands að virka vel. Lúxemborg hefur þó sótt í sig veðrið og saxað á forskot Íslands jafnt og þétt. Kristófer Acox hefur átt fínan fyrri hálfleik og glatt augað með laglegum tilþrifum. Hann er með 10 stig og fjögur fráköst. Martin Hermannsson er kominn með 3 villur.18. mínúta (35-26): Ísland enn með undirtökin og aðeins hleypt niður 10 stigum í 2. leikhluta. Enn ber þó á sóknarfeilum og liðið of oft að missa boltann frá sér nokkuð klaufalega, fá dæmt á sig skref og annað þess háttar.15. mínúta (29-22): Kristjófer Acox að sýna hvernig gera á hlutina undir körfunni, tvær fallegar frá honum á stuttum tíma úr erfiðum færum.13. mínúta (25-17): Ísland er heldur betur að vakna til lífsins og Helgi Már var að negla niður einum fallegum þrist. Sóknin að rúlla betur hjá Íslandi og liðið að hirða fráköst unnir sinni körfu.12. mínúta (17-17): Logi Gunnarsson byrjaði á setja niður þrist fyrir Ísland. Hlynur og Martin báðir komnir með tvær villur.1. leikhluta lokið (14-16): Íslenska liðið ekki að spila nægilega vel í sókninni og ekki eins og Lúxemborg sé að þvinga íslenska liðið í erfið skot, þetta er bara ekki að falla. En sem betur fer er það svo á hinum enda vallarins líka.9. mínúta (10-12): Jæja, eitthvað að lifna yfir þessu. Fjögurra stiga sókn hjá Lúxemborg, brotið á Christopher Jones um leið og hann setti þriggja stiga skot niður, klikkaði á einu vítaskoti.6. mínúta (4-6): Ótrúlega lítið skorað! Það liggur við að maður segi að næsta karfa gæti ráðið úrslitum! En þó ekki annað hægt að segja að leikurinn sé jafn. Bæði lið eiga jafn erfitt með að koma boltanum ofan í körfuna.5. mínúta (4-2): Acox með sín fjórðu stig. Bæði lið eru að fá mjög mikið dæmt á sig í sókninni, skref, tvígrip og fleira skemmtilegt.3. mínúta (2-0): Lítið skorað og liðunum mjög mislagðar hendur. Kristófer Acox skoraði fyrstu stigin í leiknum eftir um eina mínútu en svo ekki söguna meir.Fyrir leik: Byrjunarlið Íslands: Jakob Örn Sigurðarson, Ægir Þór Steinarsson, Hlynur Bæringsson, Kristófer Acox og Logi Gunnarsson.Fyrir leik: Búið að spila þjóðsöngva og allt til reiðu.Fyrir leik: Gaman að sjá konu í dómaratríóinu í þessum leik en hin finnska Karolina Andersson er ein þriggja dómara leiksins. Thunderstruck komið í gang, 13 mínútur í að leikur hefst. Keyra þetta í gang.Fyrir leik: Stigaskor Íslands í síðasta leik gegn Andorra dreifðist vel því hver einn og einasti leikmaður Íslands skoraði stig í leiknum auk þess sem íslenska þjálfaranum gafst færi á að dreifa álaginu ef svo má segja. Allir leikmenn fengu að spreita sig og allir nema einn leikmaður spilaði 10 mínútur eða meira.Fyrir leik: Lúxemborgsku leikmennirnir eru sýnd veiði en ekki gefin og það má fastlega búast við erfiðum leik hér í kvöld. Og þó við Íslendingar séum komnir á EM, þá höfum við aldei efni á að vanmeti einn né neinn.Fyrir leik: Plötusnúðurinn er búinn að skella breska rokkaranum og Sex Pistols aðdáandanum Billy Idol á fóninn.Fyrir leik: Íslenska liðið undirbýr sig af kappi fyrir úrlistakeppni EM sem fram fer í september og eru þessir leikir gríðarlega þýðingarmiklir fyrir þann undirbúning. Ekki sýst leikurinn gegn Svartfjallalandi á laugardaginn. En byrjum á þessum.Fyrir leik: Ísland hóf Smáþjóðaleikana á því að vinna Andorra örugglega með 83 stigum gegn 61 þar sem Logi Gunnarsson var stigahæstur íslenska liðsins með 16 stig. Lúxemborg lá hins vegar fyrir feykisterku liði Svartfjallalands, 58-85.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í Laugardalshöllina þar sem leikur Íslands og Lúxemborgar á Smáþjóðaleikunum hefst klukkan 19.30.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Andorra 83-61 | Strákarnir stóðust fyrsta prófið Ísland vann sannfærandi sigur á Andorra í opnunarleik sínum á Smáþjóðaleikunum. 3. júní 2015 21:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Andorra 83-61 | Strákarnir stóðust fyrsta prófið Ísland vann sannfærandi sigur á Andorra í opnunarleik sínum á Smáþjóðaleikunum. 3. júní 2015 21:30