Forstjóri ÁTVR áhyggjufullur: „Mörgum líður ekki vel“ ingvar haraldsson skrifar 4. júní 2015 10:45 Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, segir að sér hafi liðið eins og þriðja flokks borgara vegna umræðunnar um stofnunina í vetur. vísir/gva „Í vetur var umræðan um opinbera starfsmenn oft svo neikvæð að mér leið stundum eins og ég væri þriðja flokks borgari og hálfgerður baggi á þjóðfélaginu,“ segir Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR í ársskýrslu samtakanna á síðasta ári. „Veturinn var starfsfólki ÁTVR erfiður. Tíðarfarið var með eindæmum leiðinlegt og neikvæð umfjöllun um ríkisstarfsmenn var áberandi í fjölmiðlum. Upplifunin var þannig að ríkisstarfsmenn eiga helst að vera andlitslaus grár skari á lágum launum sem ekki má umbuna fyrir vel unnin störf og hvað þá fara á námskeið eða fá fræðslu til að efla sig í starfi. Auðvitað er samt ætlast til að þeir skili óaðfinnanlegu vinnuframlagi,“ bætir Ívar við.Frumvarp um afnám einkasölu verið starfsmönnum erfitt Þá hefur Ívar þungar áhyggjur af frumvarpi um afnám einkaleyfis ÁTVR á smásölu áfengis sem gæti haft í för með sér að stofnunin yrði lögð niður og starfsfólki hennar yrði sagt upp.Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði í vetur fram frumvarp þar sem áfengissala yrði gefin frjáls.vísir/anton brink„Frumvarpið hefur valdið starfsfólki ÁTVR hugarangri því það gerir ráð fyrir að sala á öllu áfengi færist frá ÁTVR til einkaaðila, Vínbúðum ÁTVR verði lokað og flestu starfsfólki sagt upp störfum. Hjá ÁTVR starfa margir sem komnir eru yfir miðjan aldur og reynslan hefur sýnt að þessi hópur á erfitt uppdráttar á vinnumarkaðinum. Eðlilegt er að starfsfólk hafi áhyggjur þegar verið er að fjalla um lífsafkomu þess og mörgum líður ekki vel.“ Ekki viðskiptavinir sem biðja um breytingar Þá segir Ívar einnig að ÁTVR hafi enn og aftur fengið hæstu einkunn allra fyrirtækja hjá íslensku ánægjuvoginni eða 74,8 stig. „Greinilegt er að það eru ekki viðskiptavinir ÁTVR sem eru að biðja um breytingar á fyrirkomulagi áfengissölu. Þar eru einhverjir aðrir hagsmunir á ferðinni,“segir Ívar.Starfsmenn ÁTVR eru sagðir hafa þungar áhyggjur af áfengisfrumvarpi Vilhjálms Árnasonar.vísir/gvaÍvar segir að helstu áskoranir í rekstri ÁTVR felist í að tryggja áframhaldandi rekstur ÁTVR en slíkt sé í höndum Alþingis. „Í því sambandi er mikilvægt að koma upplýsingum um rekstur og starfsemi ÁTVR til alþingismanna þannig að þeir byggi ákvörðun sína um framtíð ÁTVR á áreiðanlegum og réttum upplýsingum,“ segir hann og bendir á að ÁTVR hafi þegar sent Allsherjar- og menntamálanefndar neikvæða umsögn um frumvarpið. „Nú benda skoðanakannanir eindregið til þess að almenningur sé andvígur málinu. Þegar stofnanir eins og Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunin, WHO, Umboðsmaður barna, Landlæknir og félagasamtök á borð við Barnaheill, Læknafélag Íslands og félag lýðheilsufræðinga leggjast eindregið gegn breytingunni er eðlilegt að staldrað sé við og skoðað hvort það sé raunverulega samfélaginu til góðs að leggja niður ríkiseinkasölu á áfengi,“ segir Ívar. Alþingi Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Í vetur var umræðan um opinbera starfsmenn oft svo neikvæð að mér leið stundum eins og ég væri þriðja flokks borgari og hálfgerður baggi á þjóðfélaginu,“ segir Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR í ársskýrslu samtakanna á síðasta ári. „Veturinn var starfsfólki ÁTVR erfiður. Tíðarfarið var með eindæmum leiðinlegt og neikvæð umfjöllun um ríkisstarfsmenn var áberandi í fjölmiðlum. Upplifunin var þannig að ríkisstarfsmenn eiga helst að vera andlitslaus grár skari á lágum launum sem ekki má umbuna fyrir vel unnin störf og hvað þá fara á námskeið eða fá fræðslu til að efla sig í starfi. Auðvitað er samt ætlast til að þeir skili óaðfinnanlegu vinnuframlagi,“ bætir Ívar við.Frumvarp um afnám einkasölu verið starfsmönnum erfitt Þá hefur Ívar þungar áhyggjur af frumvarpi um afnám einkaleyfis ÁTVR á smásölu áfengis sem gæti haft í för með sér að stofnunin yrði lögð niður og starfsfólki hennar yrði sagt upp.Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði í vetur fram frumvarp þar sem áfengissala yrði gefin frjáls.vísir/anton brink„Frumvarpið hefur valdið starfsfólki ÁTVR hugarangri því það gerir ráð fyrir að sala á öllu áfengi færist frá ÁTVR til einkaaðila, Vínbúðum ÁTVR verði lokað og flestu starfsfólki sagt upp störfum. Hjá ÁTVR starfa margir sem komnir eru yfir miðjan aldur og reynslan hefur sýnt að þessi hópur á erfitt uppdráttar á vinnumarkaðinum. Eðlilegt er að starfsfólk hafi áhyggjur þegar verið er að fjalla um lífsafkomu þess og mörgum líður ekki vel.“ Ekki viðskiptavinir sem biðja um breytingar Þá segir Ívar einnig að ÁTVR hafi enn og aftur fengið hæstu einkunn allra fyrirtækja hjá íslensku ánægjuvoginni eða 74,8 stig. „Greinilegt er að það eru ekki viðskiptavinir ÁTVR sem eru að biðja um breytingar á fyrirkomulagi áfengissölu. Þar eru einhverjir aðrir hagsmunir á ferðinni,“segir Ívar.Starfsmenn ÁTVR eru sagðir hafa þungar áhyggjur af áfengisfrumvarpi Vilhjálms Árnasonar.vísir/gvaÍvar segir að helstu áskoranir í rekstri ÁTVR felist í að tryggja áframhaldandi rekstur ÁTVR en slíkt sé í höndum Alþingis. „Í því sambandi er mikilvægt að koma upplýsingum um rekstur og starfsemi ÁTVR til alþingismanna þannig að þeir byggi ákvörðun sína um framtíð ÁTVR á áreiðanlegum og réttum upplýsingum,“ segir hann og bendir á að ÁTVR hafi þegar sent Allsherjar- og menntamálanefndar neikvæða umsögn um frumvarpið. „Nú benda skoðanakannanir eindregið til þess að almenningur sé andvígur málinu. Þegar stofnanir eins og Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunin, WHO, Umboðsmaður barna, Landlæknir og félagasamtök á borð við Barnaheill, Læknafélag Íslands og félag lýðheilsufræðinga leggjast eindregið gegn breytingunni er eðlilegt að staldrað sé við og skoðað hvort það sé raunverulega samfélaginu til góðs að leggja niður ríkiseinkasölu á áfengi,“ segir Ívar.
Alþingi Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira