Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Andorra 83-61 | Strákarnir stóðust fyrsta prófið Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöll skrifar 3. júní 2015 21:30 Jakob Örn Sigurðarson snýr aftur í landsliðið. vísir/daníel Ísland vann sannfærandi sigur á Andorra í opnunarleik sínum á Smáþjóðaleikunum. Íslensku strákarnir mættu gríðarlega einbeittir til leiks. Ekkert vanmat heldur fullkeyrsla. Skal svo sem engan undra þar sem allir leikmenn liðsins eru að keppa um verðmætan farmiða á EM í september. Það þarf því að nýta hverja mínútu til þess að sanna sig. Það var rétt í upphafi sem Andorra stóð í íslenska liðsins. Svo gáfu strákarnir í, boltinn gekk hratt manna á milli og liðið að hitta vel. Í vörninni voru menn einbeittir þannig að allur taktur fór úr sóknarleik Andorra. Ísland náði um tíma 20 stiga forskoti í fyrri hálfleik en strákarnir slökuðu aðeins á klónni í lokin og Andorra náði að minnka muninn í 14 stig fyrir hlé, 47-33. Kristófer gladdi helst augað með glæsilegum troðslum og fínum varnarleik. Tók niður flest fráköst allra í íslenska liðinu í fyrri hálfleik þess utan. Ægir Þór mjög beittur með fimm stig og sex stoðsendingar. Logi að hitta vel og var stigahæstur með 11 stig. Andorra-menn mættu til seinni hálfleiks með sömu látum og þeir luku þeim fyrri. Þeir náðu að minnka muninn í tíu stig, 50-40, og leist þá sumum ekki á blikuna. Íslenska liðið setti þá aftur í fimmta gír og tók ekki í mál að hleypa þeim aftur inn í leikinn. Forystan þægileg, 67-48, er þriðja leikhluta lauk. Fjórði leikhlutinn var svo hálfgert formsatriði. Strákarnir rúlluðu frekar þægilega í gegnum hann og sigldu heim sanngjörnum sigri. Stjarna leiksins var nýliðinn Kristófer Acox sem spilaði sinn fyrsta landsleik í kvöld. Hann er heldur betur að bæta sinn leik. Skoraði glæsilegar körfur, tók fráköst og síógnandi. Logi mjög heitur líka en hann var stigahæstur með 16 stig. Hitti mjög vel. Það komust allir á blað hjá íslenska liðinu og allir náðu að skila sínu þó svo framlag manna hafi verið mismikið. Ægir var mjög frískur á báðum endum og virkilega ákveðinn. Fín byrjun á mótinu og lofar góðu fyrir framhaldið.Kristófer: Ég er bara mennskur "Þetta var mjög fínt. Fyrsti leikurinn og gott að hann sé búinn," sagði brosmildur Kristófer Acox eftir leik. Hann spilaði manna best og gerði það með bros á vör. Var ekki að sjá að hann væri að spila sinn fyrsta landsleik. "Það var smá stress í byrjun. Maður er náttúrulega mennskur. Ég náði góðum körfum snemma og það létti á mér pressunni og stressið fór. Ég sagði Ægi að senda á mig í "alley oop" og það var góð tilfinning." Kristófer gat ekki verið annað en ánægður með frumraun sína í bláa búningnum. "Ég er mjög sáttur við hann og líka bara hjá öllum strákunum. Það stigu allir upp er þeir komu inn á. Þetta var fyrsti leikurinn og við ekki búnir að æfa mikið saman. Segjum að þetta hafi verið upphitun fyrir það sem koma skal hjá okkur."Pedersen: Erum að æfa okkur í að dreifa álaginu "Ég er mjög ánægður með strákana sem mér fannst spila vel í kvöld," sagði landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen. "Eitt af því sem við þurfum að æfa í sumar er að skipta mikið og dreifa álaginu. Við gerðum það í dag og mér fannst allir sem koma inn skila sínu." Þjálfarinn viðurkenndi að hafa orðið örlítið stressaður þegar munurinn var aðeins orðinn tíu stig í síðari hálfleik. "Að sjálfsögðu því þeir voru að gera góða hluti og fá góð skot. Á sama tíma vorum við í vandræðum í sókninni. Það getur allt gerst í íþróttum en strákarnir brugðust rétt við. Við löguðum líka aðeins vörnina og það hjálpaði okkur." Þjálfarinn var ánægður með liðið en vildi hann hrósa einhverjum leikmönnum sérstaklega? "Mér fannst Ægir stýra sókninni mjög vel og það skipti okkur miklu máli í dag. Strákarnir á bekknum komu inn með kraft. Svo skoruðu allir þannig að ég er ánægður."Ísland - Andorra 83-61 (28-18, 19-15, 20-15, 16-13)Ísland: Logi Gunnarsson 16, Kristófer Acox 11/6 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 9, Axel Kárason 8, Ægir Þór Steinarsson 7/4 fráköst/8 stoðsendingar, Jakob Örn Sigurðarson 6, Hlynur Elías Bæringsson 6/4 fráköst, Elvar Már Friðriksson 6, Martin Hermannsson 5/5 stoðsendingar, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 4/7 fráköst, Helgi Már Magnússon 3/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 2.Andorra: Cinto Gabriel Morilla 12/8 fráköst, Albert Farfan De Los Godos Piera 10, Josep Oriol Fernandez Vilarrubla 8, Xavier Galera Ruz 7, Guillem Colom Barrufet 7/5 fráköst, Daniel Marin Rodriguez 5, Roger Lliteras Riera 4, Rafael Casals Roy 4, Daniel Mofreita Cabeza 3, Felip Miquel De Oliveira Goncalves 1, Esteve Malet Salto 0, Sergi Marin Rodriguez 0. .Leiklýsing: Ísland - Andorra Leik lokið | 83-61: Sanngjarnt hjá íslenska liðinu. Hleyptu Andorrra óþægilega nálægt sér í seinni hálfleik en réðu fyllilega við verkefnið og sýndu að það er nokkur munur á þessum liðum.4. leikhluti | 74-54: Elvar Friðriks skorar og þar með eru allir í íslenska liðinu komnir á blað í dag. Verklega gert. Logi kemur svo með snoturt sniðskot. 5 mín eftir.4. leikhluti | 70-52: Strákarnir hættir að hitta en forskotið öruggt. 7 mín eftir.4. leikhluti | 70-48: Helgi Magg með þrist. Rennur mjúklega hjá strákunum núna.3. leikhluta lokið | 67-48: Strákarnir stóðust áhlaupið og fara inn í lokaleikhlutann í fínum málum. Logi og Kristófer eru stigahæstir með 11 stig. Brynjar þristur er kominn með níu stig eða þrjá þrista.3. leikhluti | 65-47: Raggi Nat með varið skot. Standandi blokk. Lúxus. Martin setur svo niður þrist. Í kjölfarið með listasendingu á Ragga sem leggur boltann ofan í.3. leikhluti | 60-45: Það er verið að gefa strákunum leik núna síðustu mínútur. Brynjar léttir á pressunni með þriggja stiga körfu. 3.28 mín eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 54-43: Kristófer í skrímslaham og gestirnir ráða ekkert við hann í teignum. Strákarnir að rífa sig aftur í gang og verða að halda því áfram. Andorra-menn mjög baráttuglaðir og stemning í liðinu hjá þeim. 5 mín eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 50-40: Andorra minnkar muninn í tíu stig og sækir svo boltann. Hvað er að gerast hérna?3. leikhluti | 50-36: Andorra opnar seinni með þristi og allur bekkurinn stendur upp. Stemmari í strákunum. Kristófer heldur uppteknum hætti. Skorar körfu og villa. Setur skotið niður og er kominn með 9 stig.Hálfleikur | 47-33: Fínn lokakafli hjá Andorra-mönnum á meðan okkar menn slökuðu aðeins of mikið á. Logi stigahæstur með 11 stig, Axel er með 8, Kristófer og Brynjar 6 og Ægir 5.2. leikhluti | 47-31: Andorra-menn reyna að berjast en vantar nokkuð upp á gæðin til að standa í íslenska liðinu.2. leikhluti | 45-25: Dómararnir dæma svolítið gegn Íslandi þessar mínúturnar. Engin heimadómgæsla get ég sagt ykkur. Logi Gunnars nennir ekki að hlusta á þennan flautukonsert,hleður í þrist og er fyrstur yfir tíu stiga múrinn. Kominn með 11 punkta. 3.45 mín í hálfleik.2. leikhluti | 40-23: Brynjar Björns með þrist. Hakan fór í gólfið hjá öllum. Raggi Nat mættur inn og hirðir öll fráköst. Andorra-menn nenna varla að reyna að berjast við hann. 5 mín í hálfleik.2. leikhluti | 37-21: Hlynur með frábæra körfu eftir að brotið var harkalega á honum. Setur vítið niður og er kominn með fimm stig. Bras á Andorra-mönnum. 7 mín í hálfleik.2. leikhluti | 31-19: Strákarnir ekkert á því að gefa eftir. Fjórir strákar sem hafa spilað með KR núna inn á. Brynjar, Jakob, Kristófer og Hlynur.1. leikhluta lokið | 28-18: Kristófer Acox skemmtir fólki. Nú er það ein alley oop troðsla frá honum. Hann glottir strákurinn. Fínn leikhluti hjá strákunum. Axel Kára kom inn með látum og er stigahæstur með 8 stig. Kristófer 6 og þeir Ægir og Logi hafa skorað 5.1. leikhluti | 17-11: Andorra nær aftur áttum eftir leikhléið. Skora sex stig í röð áður en Axel setur niður þrist. 3.20 mín eftir af leikhlutanum.1. leikhluti | 14-5: Fyrirliðin Hlynur Bæringsson kemst á blað með góðu sniðskoti. Svona í framhjáhlaupi má geta þess að þjálfari Andorra er í flottustu gallabuxum sem ég hef séð lengi. Á meðan horfi á þær eiga strákarnir góðan kafla og Andorra tekur leikhlé. Ægir stigahæstur með fimm stig þegar 6.25 mín eru eftir af leikhlutanum.1. leikhluti | 7-5: Kristófer Acox kemst svo á blað. Gaman að sjá hann aftur. Hefur verið að standa sig vel í USA KR-ingurinn. Skotin líka að detta hjá Andorra-mönnum í upphafi en Kristófer treður þá bara í andlitið á þeim og býður þá velkomna til Íslands.1. leikhluti | 3-0: Logi opnar leikinn á þristi. Fínt að byrja þannig.1. leikhluti | 0-0: Byrjunarlið Íslands. Hlynur, Kristófer, Logi, Jakob og Ægir.Fyrir leik: Þess má geta að það er kona í dómaratríói kvöldsins. Sú heitir Karolina Anderson.Fyrir leik: Búið að spila þjóðsöngvana og allt klárt. Keyrum'etta í gang.Fyrir leik: Fólk farið að streyma í húsið en maður hefði klárlega viljað sjá miklu meiri mætingu. Ekki á hverjum degi sem landsliðið spilar. Annars flott umgjörð og vel staðið að öllu hérna.Fyrir leik: Það eru enn laus sæti í húsinu 20 mín fyrir leik. Um 50 manns í húsinu og frítt inn.Fyrir leik: Það er skarð fyrir skildi hjá íslenska liðinu að þeir Jón Arnór Stefánsson, Haukur Helgi Pálsson, Pavel Ermolinskij og Hörður Axel Vilhjálmsson verða ekki með liðinu á mótinu.Fyrir leik: Andorra er með ágætis lið í körfubolta og liðið hefur verið á uppleið. Ísland er aftur á móti á leið á EM og við gerum þá kröfu að okkar menn taki þennan leik.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Íslands og Andorra lýst.Lið Íslands: Axel Kárason, Brynjar Þór Björnsson, Elvar Már Friðriksson, Helgi Már Magnússon, Hlynur Bæringsson, Jakob Örn Sigurðarson, Kristófer Acox, Logi Gunnarsson, Martin Hermannsson, Ragnar Nathanaelsson, Sigurður Þorvaldsson, Ægir Þór Steinarsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Ísland vann sannfærandi sigur á Andorra í opnunarleik sínum á Smáþjóðaleikunum. Íslensku strákarnir mættu gríðarlega einbeittir til leiks. Ekkert vanmat heldur fullkeyrsla. Skal svo sem engan undra þar sem allir leikmenn liðsins eru að keppa um verðmætan farmiða á EM í september. Það þarf því að nýta hverja mínútu til þess að sanna sig. Það var rétt í upphafi sem Andorra stóð í íslenska liðsins. Svo gáfu strákarnir í, boltinn gekk hratt manna á milli og liðið að hitta vel. Í vörninni voru menn einbeittir þannig að allur taktur fór úr sóknarleik Andorra. Ísland náði um tíma 20 stiga forskoti í fyrri hálfleik en strákarnir slökuðu aðeins á klónni í lokin og Andorra náði að minnka muninn í 14 stig fyrir hlé, 47-33. Kristófer gladdi helst augað með glæsilegum troðslum og fínum varnarleik. Tók niður flest fráköst allra í íslenska liðinu í fyrri hálfleik þess utan. Ægir Þór mjög beittur með fimm stig og sex stoðsendingar. Logi að hitta vel og var stigahæstur með 11 stig. Andorra-menn mættu til seinni hálfleiks með sömu látum og þeir luku þeim fyrri. Þeir náðu að minnka muninn í tíu stig, 50-40, og leist þá sumum ekki á blikuna. Íslenska liðið setti þá aftur í fimmta gír og tók ekki í mál að hleypa þeim aftur inn í leikinn. Forystan þægileg, 67-48, er þriðja leikhluta lauk. Fjórði leikhlutinn var svo hálfgert formsatriði. Strákarnir rúlluðu frekar þægilega í gegnum hann og sigldu heim sanngjörnum sigri. Stjarna leiksins var nýliðinn Kristófer Acox sem spilaði sinn fyrsta landsleik í kvöld. Hann er heldur betur að bæta sinn leik. Skoraði glæsilegar körfur, tók fráköst og síógnandi. Logi mjög heitur líka en hann var stigahæstur með 16 stig. Hitti mjög vel. Það komust allir á blað hjá íslenska liðinu og allir náðu að skila sínu þó svo framlag manna hafi verið mismikið. Ægir var mjög frískur á báðum endum og virkilega ákveðinn. Fín byrjun á mótinu og lofar góðu fyrir framhaldið.Kristófer: Ég er bara mennskur "Þetta var mjög fínt. Fyrsti leikurinn og gott að hann sé búinn," sagði brosmildur Kristófer Acox eftir leik. Hann spilaði manna best og gerði það með bros á vör. Var ekki að sjá að hann væri að spila sinn fyrsta landsleik. "Það var smá stress í byrjun. Maður er náttúrulega mennskur. Ég náði góðum körfum snemma og það létti á mér pressunni og stressið fór. Ég sagði Ægi að senda á mig í "alley oop" og það var góð tilfinning." Kristófer gat ekki verið annað en ánægður með frumraun sína í bláa búningnum. "Ég er mjög sáttur við hann og líka bara hjá öllum strákunum. Það stigu allir upp er þeir komu inn á. Þetta var fyrsti leikurinn og við ekki búnir að æfa mikið saman. Segjum að þetta hafi verið upphitun fyrir það sem koma skal hjá okkur."Pedersen: Erum að æfa okkur í að dreifa álaginu "Ég er mjög ánægður með strákana sem mér fannst spila vel í kvöld," sagði landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen. "Eitt af því sem við þurfum að æfa í sumar er að skipta mikið og dreifa álaginu. Við gerðum það í dag og mér fannst allir sem koma inn skila sínu." Þjálfarinn viðurkenndi að hafa orðið örlítið stressaður þegar munurinn var aðeins orðinn tíu stig í síðari hálfleik. "Að sjálfsögðu því þeir voru að gera góða hluti og fá góð skot. Á sama tíma vorum við í vandræðum í sókninni. Það getur allt gerst í íþróttum en strákarnir brugðust rétt við. Við löguðum líka aðeins vörnina og það hjálpaði okkur." Þjálfarinn var ánægður með liðið en vildi hann hrósa einhverjum leikmönnum sérstaklega? "Mér fannst Ægir stýra sókninni mjög vel og það skipti okkur miklu máli í dag. Strákarnir á bekknum komu inn með kraft. Svo skoruðu allir þannig að ég er ánægður."Ísland - Andorra 83-61 (28-18, 19-15, 20-15, 16-13)Ísland: Logi Gunnarsson 16, Kristófer Acox 11/6 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 9, Axel Kárason 8, Ægir Þór Steinarsson 7/4 fráköst/8 stoðsendingar, Jakob Örn Sigurðarson 6, Hlynur Elías Bæringsson 6/4 fráköst, Elvar Már Friðriksson 6, Martin Hermannsson 5/5 stoðsendingar, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 4/7 fráköst, Helgi Már Magnússon 3/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 2.Andorra: Cinto Gabriel Morilla 12/8 fráköst, Albert Farfan De Los Godos Piera 10, Josep Oriol Fernandez Vilarrubla 8, Xavier Galera Ruz 7, Guillem Colom Barrufet 7/5 fráköst, Daniel Marin Rodriguez 5, Roger Lliteras Riera 4, Rafael Casals Roy 4, Daniel Mofreita Cabeza 3, Felip Miquel De Oliveira Goncalves 1, Esteve Malet Salto 0, Sergi Marin Rodriguez 0. .Leiklýsing: Ísland - Andorra Leik lokið | 83-61: Sanngjarnt hjá íslenska liðinu. Hleyptu Andorrra óþægilega nálægt sér í seinni hálfleik en réðu fyllilega við verkefnið og sýndu að það er nokkur munur á þessum liðum.4. leikhluti | 74-54: Elvar Friðriks skorar og þar með eru allir í íslenska liðinu komnir á blað í dag. Verklega gert. Logi kemur svo með snoturt sniðskot. 5 mín eftir.4. leikhluti | 70-52: Strákarnir hættir að hitta en forskotið öruggt. 7 mín eftir.4. leikhluti | 70-48: Helgi Magg með þrist. Rennur mjúklega hjá strákunum núna.3. leikhluta lokið | 67-48: Strákarnir stóðust áhlaupið og fara inn í lokaleikhlutann í fínum málum. Logi og Kristófer eru stigahæstir með 11 stig. Brynjar þristur er kominn með níu stig eða þrjá þrista.3. leikhluti | 65-47: Raggi Nat með varið skot. Standandi blokk. Lúxus. Martin setur svo niður þrist. Í kjölfarið með listasendingu á Ragga sem leggur boltann ofan í.3. leikhluti | 60-45: Það er verið að gefa strákunum leik núna síðustu mínútur. Brynjar léttir á pressunni með þriggja stiga körfu. 3.28 mín eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 54-43: Kristófer í skrímslaham og gestirnir ráða ekkert við hann í teignum. Strákarnir að rífa sig aftur í gang og verða að halda því áfram. Andorra-menn mjög baráttuglaðir og stemning í liðinu hjá þeim. 5 mín eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 50-40: Andorra minnkar muninn í tíu stig og sækir svo boltann. Hvað er að gerast hérna?3. leikhluti | 50-36: Andorra opnar seinni með þristi og allur bekkurinn stendur upp. Stemmari í strákunum. Kristófer heldur uppteknum hætti. Skorar körfu og villa. Setur skotið niður og er kominn með 9 stig.Hálfleikur | 47-33: Fínn lokakafli hjá Andorra-mönnum á meðan okkar menn slökuðu aðeins of mikið á. Logi stigahæstur með 11 stig, Axel er með 8, Kristófer og Brynjar 6 og Ægir 5.2. leikhluti | 47-31: Andorra-menn reyna að berjast en vantar nokkuð upp á gæðin til að standa í íslenska liðinu.2. leikhluti | 45-25: Dómararnir dæma svolítið gegn Íslandi þessar mínúturnar. Engin heimadómgæsla get ég sagt ykkur. Logi Gunnars nennir ekki að hlusta á þennan flautukonsert,hleður í þrist og er fyrstur yfir tíu stiga múrinn. Kominn með 11 punkta. 3.45 mín í hálfleik.2. leikhluti | 40-23: Brynjar Björns með þrist. Hakan fór í gólfið hjá öllum. Raggi Nat mættur inn og hirðir öll fráköst. Andorra-menn nenna varla að reyna að berjast við hann. 5 mín í hálfleik.2. leikhluti | 37-21: Hlynur með frábæra körfu eftir að brotið var harkalega á honum. Setur vítið niður og er kominn með fimm stig. Bras á Andorra-mönnum. 7 mín í hálfleik.2. leikhluti | 31-19: Strákarnir ekkert á því að gefa eftir. Fjórir strákar sem hafa spilað með KR núna inn á. Brynjar, Jakob, Kristófer og Hlynur.1. leikhluta lokið | 28-18: Kristófer Acox skemmtir fólki. Nú er það ein alley oop troðsla frá honum. Hann glottir strákurinn. Fínn leikhluti hjá strákunum. Axel Kára kom inn með látum og er stigahæstur með 8 stig. Kristófer 6 og þeir Ægir og Logi hafa skorað 5.1. leikhluti | 17-11: Andorra nær aftur áttum eftir leikhléið. Skora sex stig í röð áður en Axel setur niður þrist. 3.20 mín eftir af leikhlutanum.1. leikhluti | 14-5: Fyrirliðin Hlynur Bæringsson kemst á blað með góðu sniðskoti. Svona í framhjáhlaupi má geta þess að þjálfari Andorra er í flottustu gallabuxum sem ég hef séð lengi. Á meðan horfi á þær eiga strákarnir góðan kafla og Andorra tekur leikhlé. Ægir stigahæstur með fimm stig þegar 6.25 mín eru eftir af leikhlutanum.1. leikhluti | 7-5: Kristófer Acox kemst svo á blað. Gaman að sjá hann aftur. Hefur verið að standa sig vel í USA KR-ingurinn. Skotin líka að detta hjá Andorra-mönnum í upphafi en Kristófer treður þá bara í andlitið á þeim og býður þá velkomna til Íslands.1. leikhluti | 3-0: Logi opnar leikinn á þristi. Fínt að byrja þannig.1. leikhluti | 0-0: Byrjunarlið Íslands. Hlynur, Kristófer, Logi, Jakob og Ægir.Fyrir leik: Þess má geta að það er kona í dómaratríói kvöldsins. Sú heitir Karolina Anderson.Fyrir leik: Búið að spila þjóðsöngvana og allt klárt. Keyrum'etta í gang.Fyrir leik: Fólk farið að streyma í húsið en maður hefði klárlega viljað sjá miklu meiri mætingu. Ekki á hverjum degi sem landsliðið spilar. Annars flott umgjörð og vel staðið að öllu hérna.Fyrir leik: Það eru enn laus sæti í húsinu 20 mín fyrir leik. Um 50 manns í húsinu og frítt inn.Fyrir leik: Það er skarð fyrir skildi hjá íslenska liðinu að þeir Jón Arnór Stefánsson, Haukur Helgi Pálsson, Pavel Ermolinskij og Hörður Axel Vilhjálmsson verða ekki með liðinu á mótinu.Fyrir leik: Andorra er með ágætis lið í körfubolta og liðið hefur verið á uppleið. Ísland er aftur á móti á leið á EM og við gerum þá kröfu að okkar menn taki þennan leik.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Íslands og Andorra lýst.Lið Íslands: Axel Kárason, Brynjar Þór Björnsson, Elvar Már Friðriksson, Helgi Már Magnússon, Hlynur Bæringsson, Jakob Örn Sigurðarson, Kristófer Acox, Logi Gunnarsson, Martin Hermannsson, Ragnar Nathanaelsson, Sigurður Þorvaldsson, Ægir Þór Steinarsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira