Faðernispróf sigga dögg skrifar 3. júní 2015 16:00 Vísir/Getty Fleygur maður lét einu sinni falla þau orð að þriðjungur barna á Íslandi væru rangfeðruð. Hvort sem það er satt eða ekki þá getur sæði lifað allt að fimm daga inni í leggöngum svo það er skiljanlegt að vafi geti leikið á faðerni ófædds barns. Þá er eina ráðið að gera kröfu um faðernispróf þar sem dna er rannsakað úr blóði eða munnvatni úr meintum föður og borið saman við dna barnsins.Samkvæmtbarnalögum frá 2003 hefur barnið rétt á því að þekkja báða foreldra sína. Eiginmaður eða skráður sambúðaraðili móður telst faðir barnsins. Feðra þarf barn innan 6 mánaða frá fæðingu þess.Ef kona kennir barnið öðrum manni en kynföður þess, og sá maður gengst við því, er líffaðir barnsins einfaldlega réttlaus. Barnið getur sjálft höfðað véfengingarmál en það gerist ekki fyrr en eftir að það hefur alist upp án þess að kynnast lífföður sínum.Ef að barnið hefur ekki verið feðrað getur hugsanlegur faðir barnsins farið fram á erfðapróf. Samkvæmt vefsíðunni Áttavitinn.is þá er það réttur barnsins að vita faðerni sitt (nema í ákveðnum tilfellum gjafasæðinga og ættleiðingu). Meintur faðir getur því ekki neitað að mæta í sýnatöku. Ef að faðirinn neitar að mæta þarf móðirin að fara til sýslumanns og sækja um að barnið sé feðrað og í kjölfarið til lögfræðings og höfðar faðernismál. Faðirinn er þá kvaðinn í sýnatöku. Ef hann er í raun faðirinn og það staðfestist með erfðaprófi þarf hann að greiða prófið og gangast við barninu, sem þýðir að hann þarf að taka þátt í uppeldi þess, í það minnsta fjárhagslega með því að greiða meðlag.Félagsráðgjafar á Kvennadeild Landspítalans geta verið móður innan handar í þessum málum. Heilsa Tengdar fréttir Kaupa faðernispróf á netinu Hægt er að kaupa einföld erfðapróf á netinu og fá niðurstöðu á viku. Nokkuð er um að faðerni sé sannað með prófunum. Félagsráðgjafi á Landspítalanum segir alltaf eiga að fara í próf í stað þess að velkjast í vafa. 29. nóvember 2013 09:58 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Fleygur maður lét einu sinni falla þau orð að þriðjungur barna á Íslandi væru rangfeðruð. Hvort sem það er satt eða ekki þá getur sæði lifað allt að fimm daga inni í leggöngum svo það er skiljanlegt að vafi geti leikið á faðerni ófædds barns. Þá er eina ráðið að gera kröfu um faðernispróf þar sem dna er rannsakað úr blóði eða munnvatni úr meintum föður og borið saman við dna barnsins.Samkvæmtbarnalögum frá 2003 hefur barnið rétt á því að þekkja báða foreldra sína. Eiginmaður eða skráður sambúðaraðili móður telst faðir barnsins. Feðra þarf barn innan 6 mánaða frá fæðingu þess.Ef kona kennir barnið öðrum manni en kynföður þess, og sá maður gengst við því, er líffaðir barnsins einfaldlega réttlaus. Barnið getur sjálft höfðað véfengingarmál en það gerist ekki fyrr en eftir að það hefur alist upp án þess að kynnast lífföður sínum.Ef að barnið hefur ekki verið feðrað getur hugsanlegur faðir barnsins farið fram á erfðapróf. Samkvæmt vefsíðunni Áttavitinn.is þá er það réttur barnsins að vita faðerni sitt (nema í ákveðnum tilfellum gjafasæðinga og ættleiðingu). Meintur faðir getur því ekki neitað að mæta í sýnatöku. Ef að faðirinn neitar að mæta þarf móðirin að fara til sýslumanns og sækja um að barnið sé feðrað og í kjölfarið til lögfræðings og höfðar faðernismál. Faðirinn er þá kvaðinn í sýnatöku. Ef hann er í raun faðirinn og það staðfestist með erfðaprófi þarf hann að greiða prófið og gangast við barninu, sem þýðir að hann þarf að taka þátt í uppeldi þess, í það minnsta fjárhagslega með því að greiða meðlag.Félagsráðgjafar á Kvennadeild Landspítalans geta verið móður innan handar í þessum málum.
Heilsa Tengdar fréttir Kaupa faðernispróf á netinu Hægt er að kaupa einföld erfðapróf á netinu og fá niðurstöðu á viku. Nokkuð er um að faðerni sé sannað með prófunum. Félagsráðgjafi á Landspítalanum segir alltaf eiga að fara í próf í stað þess að velkjast í vafa. 29. nóvember 2013 09:58 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Kaupa faðernispróf á netinu Hægt er að kaupa einföld erfðapróf á netinu og fá niðurstöðu á viku. Nokkuð er um að faðerni sé sannað með prófunum. Félagsráðgjafi á Landspítalanum segir alltaf eiga að fara í próf í stað þess að velkjast í vafa. 29. nóvember 2013 09:58