MagnusMaria: Ný norræn ópera um mannréttindi og réttinn til að vera þú sjálfur Stefán Árni Pálsson skrifar 2. júní 2015 19:00 Í dag, meira en þrjú hundruð árum eftir þessa atburði, er tímabært að segja hina ótrúlegu en þó sönnu sögu hinnar 19 ára gömlu Mariu Johansdotter/Magnus Johansson. MagnusMaria er ný norræn ópera sem fjallar um mannréttindi, samkynhneigð og trans, með sterka skírskotun í samfélag nútímans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listahátíð Reykjavíkur. Hún segir ótrúlega en sanna sögu Mariu sem fæddist á 17.öld og var ákveðin í að lifa lífi sínu sem sjálfstæð persóna og tónlistarmaðurinn Magnus. Hún fylgir hjarta sínu og tekur afleiðingum gjörða sinna stolt. Þegar hún er ákærð fyrir að villa á sér heimildir, spyr dómarinn hana hvort hún sé meiri kona eða maður. Hún svarar því til að hún sé bæði kona og maður, en þó frekar maður. Í dag, meira en þrjú hundruð árum eftir þessa atburði, er tímabært að segja hina ótrúlegu en þó sönnu sögu hinnar 19 ára gömlu Mariu Johansdotter/Magnus Johansson. Lífshlaup hennar hófst á seinni hluta 17. aldar í Föglö á Álandseyjum og endaði nokkrum áratugum síðar í Stokkhólmi. Einvalalið norrænna listamanna kemur að sýningunni. Tónlistin í MagnusMariu er eftir Karólínu Eiríksdóttir við líbrettó Katarinu Gäddnäs. Hljómsveitarstjórn er í höndum Anna-Maria Helsing frá Finnlandi sem nýverið stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands (sú fimmta í röðinni af kvenstjórnendum) og leikstjóri er Suzanne Osten, sem er einn af þekktustu og framsæknustu leikstjórum Svíþjóðar. Er hún þekkt fyrir að umturna þeim verkum er hún leikstýrir og setja þau fram á nýstárlegan og spennandi hátt. Ásgerður Júníusdóttir fer með eitt af hlutverkunum í MagnusMariu ásamt hópi skandinavískra söng- og leikkvenna. Í myndbandinu sem fylgir fréttinni ræða þær Karólína Eiríksdóttir og Ásgerður Júníusdóttir um sýninguna. MagnusMaria var heimsfrumflutt á Álandseyjum árið 2014 og í kjölfarið í Jakobstad í Finnlandi, Folkoperan í Stokkhólmi og í Borgarleikhúsinu í Espoo í Finnlandi. Óperan hlaut frábærar viðtökur áheyrenda og gagnrýnenda. Þessa dagana eru að byrja sýningar á MagnusMariu við Þjóðaróperuna í Osló og í Ystads Teater í Svíþjóð. Óperan er flutt á sænsku með texta. Listahátíð í Reykjavík Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
MagnusMaria er ný norræn ópera sem fjallar um mannréttindi, samkynhneigð og trans, með sterka skírskotun í samfélag nútímans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listahátíð Reykjavíkur. Hún segir ótrúlega en sanna sögu Mariu sem fæddist á 17.öld og var ákveðin í að lifa lífi sínu sem sjálfstæð persóna og tónlistarmaðurinn Magnus. Hún fylgir hjarta sínu og tekur afleiðingum gjörða sinna stolt. Þegar hún er ákærð fyrir að villa á sér heimildir, spyr dómarinn hana hvort hún sé meiri kona eða maður. Hún svarar því til að hún sé bæði kona og maður, en þó frekar maður. Í dag, meira en þrjú hundruð árum eftir þessa atburði, er tímabært að segja hina ótrúlegu en þó sönnu sögu hinnar 19 ára gömlu Mariu Johansdotter/Magnus Johansson. Lífshlaup hennar hófst á seinni hluta 17. aldar í Föglö á Álandseyjum og endaði nokkrum áratugum síðar í Stokkhólmi. Einvalalið norrænna listamanna kemur að sýningunni. Tónlistin í MagnusMariu er eftir Karólínu Eiríksdóttir við líbrettó Katarinu Gäddnäs. Hljómsveitarstjórn er í höndum Anna-Maria Helsing frá Finnlandi sem nýverið stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands (sú fimmta í röðinni af kvenstjórnendum) og leikstjóri er Suzanne Osten, sem er einn af þekktustu og framsæknustu leikstjórum Svíþjóðar. Er hún þekkt fyrir að umturna þeim verkum er hún leikstýrir og setja þau fram á nýstárlegan og spennandi hátt. Ásgerður Júníusdóttir fer með eitt af hlutverkunum í MagnusMariu ásamt hópi skandinavískra söng- og leikkvenna. Í myndbandinu sem fylgir fréttinni ræða þær Karólína Eiríksdóttir og Ásgerður Júníusdóttir um sýninguna. MagnusMaria var heimsfrumflutt á Álandseyjum árið 2014 og í kjölfarið í Jakobstad í Finnlandi, Folkoperan í Stokkhólmi og í Borgarleikhúsinu í Espoo í Finnlandi. Óperan hlaut frábærar viðtökur áheyrenda og gagnrýnenda. Þessa dagana eru að byrja sýningar á MagnusMariu við Þjóðaróperuna í Osló og í Ystads Teater í Svíþjóð. Óperan er flutt á sænsku með texta.
Listahátíð í Reykjavík Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög