Tiger: Ég er á réttri leið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. júní 2015 12:30 Tiger Woods. Vísir/Getty Tiger Woods er þrátt fyrir allt jákvæður eftir fyrsta keppnisdag á Opna bandaríska meistaramótinu sem hófst í gær. Woods spilaði á 80 höggum í gær en það er hans versti árangur á mótinu frá upphafi. Árið 1996 spilaði hann á 77 höggum en þá var hann enn áhugamaður. „Það góða er að ég rústaði þó allavega Ricky í dag,“ sagði Tiger í léttum dúr en Ricky Fowler, sem var með honum í ráshóp, spilaði á 81 höggi. „Ég er auðvitað ekkert mjög ánægður. Þetta var erfiður dagur. Ég verð bara að vinna áfram í mínum málum. En einhverra hluta vegna næ ég ekki að vera jafn stöðugur og ég vildi vera.“ Hann játti því þegar hann var spurður hvort hann teldi sig enn vera á réttri leið. „Þetta er svo auðvelt þegar ég geri allt rétt. Ég þarf bara að gera það mun oftar og byggja á því. Þetta varð niðurstaðan í dag þó svo að ég hafi reynt allt sem ég gat. Svona spilaði ég bara í dag.“ Woods vann síðast á mótinu árið 2008 en missti af því í fyrra vegna bakmeiðsla. Hann segist enn finna fyrir áhrifum þeirra. „Það er auðveldara að koma til baka eftir hnéaðgerðir en aðgerðir á baki. Ég spilaði ekki mikið í fyrra og hef ekki spilað mikið í ár. Einhverra hluta vegna er mun erfiðara að eiga við taug en liðamót.“ Golf Tengdar fréttir Pínleg byrjun Tiger á Opna bandaríska Rory McIlroy, besti kylfingur heims, byrjaði ekki vel en það er þó ekkert miðað við raunir Tiger Woods sem situr enn á ný meðal neðstu manna eftir enn eina hræðilega frammistöðu. 19. júní 2015 06:17 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods er þrátt fyrir allt jákvæður eftir fyrsta keppnisdag á Opna bandaríska meistaramótinu sem hófst í gær. Woods spilaði á 80 höggum í gær en það er hans versti árangur á mótinu frá upphafi. Árið 1996 spilaði hann á 77 höggum en þá var hann enn áhugamaður. „Það góða er að ég rústaði þó allavega Ricky í dag,“ sagði Tiger í léttum dúr en Ricky Fowler, sem var með honum í ráshóp, spilaði á 81 höggi. „Ég er auðvitað ekkert mjög ánægður. Þetta var erfiður dagur. Ég verð bara að vinna áfram í mínum málum. En einhverra hluta vegna næ ég ekki að vera jafn stöðugur og ég vildi vera.“ Hann játti því þegar hann var spurður hvort hann teldi sig enn vera á réttri leið. „Þetta er svo auðvelt þegar ég geri allt rétt. Ég þarf bara að gera það mun oftar og byggja á því. Þetta varð niðurstaðan í dag þó svo að ég hafi reynt allt sem ég gat. Svona spilaði ég bara í dag.“ Woods vann síðast á mótinu árið 2008 en missti af því í fyrra vegna bakmeiðsla. Hann segist enn finna fyrir áhrifum þeirra. „Það er auðveldara að koma til baka eftir hnéaðgerðir en aðgerðir á baki. Ég spilaði ekki mikið í fyrra og hef ekki spilað mikið í ár. Einhverra hluta vegna er mun erfiðara að eiga við taug en liðamót.“
Golf Tengdar fréttir Pínleg byrjun Tiger á Opna bandaríska Rory McIlroy, besti kylfingur heims, byrjaði ekki vel en það er þó ekkert miðað við raunir Tiger Woods sem situr enn á ný meðal neðstu manna eftir enn eina hræðilega frammistöðu. 19. júní 2015 06:17 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Pínleg byrjun Tiger á Opna bandaríska Rory McIlroy, besti kylfingur heims, byrjaði ekki vel en það er þó ekkert miðað við raunir Tiger Woods sem situr enn á ný meðal neðstu manna eftir enn eina hræðilega frammistöðu. 19. júní 2015 06:17