Pínleg byrjun Tiger á Opna bandaríska 19. júní 2015 06:17 Tiger Woods átti slæman dag. Vísir/Getty Chambers Bay völlurinn sýndi allar sínar hættulegustu hliðar á fyrsta hring á US Open sem hófst í dag en margir af bestu kylfingum heims áttu í stökustu vandræðum með hörðu flatirnar, djúpu glompurnar og vindinn sem blés við strendur Seattle á þessum glæsilega strandavelli. Henrik Stenson og Dustin Johnson deila forystusætinu eftir fyrsta hring sem þeir léku á 65 höggum eða fimm undir pari en sá síðarnefndi lék frábært golf í dag og hefði hæglega getað komið inn á færri höggum ef pútterin hefði verið heitari. Bandaríska ungstirnið Patrick Reed kemur einn í þriðja sæti á fjórum höggum undir pari en nokkrir kylfingar deila fjórða sætinu á þremur undir. Meðal þeirra kylfinga sem áttu í vandræðum í dag voru Martin Kaymer og Rory McIlroy en þeir léku á 72 höggum eða tveimur yfir pari. Vandræði McIlroy voru flest öll á flötunum en hann missti hvert púttið á fætur öðru á fyrsta hring. Þá halda erfileikar Tiger Woods áfram en hann lék sinn versta hring á ferlinum í US Open. Það var oft á tíðum pínlegt að horfa á Woods klúðra hverju högginu á fætur öðru en hann lék á 80 höggum eða tíu yfir pari og situr meðal neðstu manna á skortöflunni. Annar hringur verður í beinni útsendingu frá klukkan 17:00 á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Chambers Bay völlurinn sýndi allar sínar hættulegustu hliðar á fyrsta hring á US Open sem hófst í dag en margir af bestu kylfingum heims áttu í stökustu vandræðum með hörðu flatirnar, djúpu glompurnar og vindinn sem blés við strendur Seattle á þessum glæsilega strandavelli. Henrik Stenson og Dustin Johnson deila forystusætinu eftir fyrsta hring sem þeir léku á 65 höggum eða fimm undir pari en sá síðarnefndi lék frábært golf í dag og hefði hæglega getað komið inn á færri höggum ef pútterin hefði verið heitari. Bandaríska ungstirnið Patrick Reed kemur einn í þriðja sæti á fjórum höggum undir pari en nokkrir kylfingar deila fjórða sætinu á þremur undir. Meðal þeirra kylfinga sem áttu í vandræðum í dag voru Martin Kaymer og Rory McIlroy en þeir léku á 72 höggum eða tveimur yfir pari. Vandræði McIlroy voru flest öll á flötunum en hann missti hvert púttið á fætur öðru á fyrsta hring. Þá halda erfileikar Tiger Woods áfram en hann lék sinn versta hring á ferlinum í US Open. Það var oft á tíðum pínlegt að horfa á Woods klúðra hverju högginu á fætur öðru en hann lék á 80 höggum eða tíu yfir pari og situr meðal neðstu manna á skortöflunni. Annar hringur verður í beinni útsendingu frá klukkan 17:00 á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira