Þrír Íslendingar eiga möguleika á að komast inn á þrjú risamót í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2015 16:15 Guðmundur Ágúst Kristjánsson á mótinu. Vísir/Getty Íslensku kylfingarnir þrír halda sínu striki á Opna breska áhugamannamótinu og komust þeir allir í gegnum fyrstu umferðina í holukeppninni í dag. Ísland á því þrjá af alls 32 kylfingum sem eru enn með í keppninni á þessu sögufræga móti sem fram fer í Skotlandi. Andri Þór Björnsson (GR) sigraði Jeremy Paul frá Þýslalandi, 2/1. Gísli Sveinbergsson (GK) sigraði Ben Wheeler frá Englandi, 4/3. Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) sigraði Christoffer Bring frá Danmörku 2/1. Í 32 manna úrslitum á fimmtudaginn mæta íslensku kylfingarnir eftifarandi mótherjum: Andri Þór mætir Michel Cea frá Ítalíu, Gísli mætir Skotanum Grant Forrest og Guðmundur Ágúst mætir Mateusz Gradecki frá Póllandi. Það er að miklu að keppa á þessu móti þar sem að sigurvegarinn fær keppnisrétt á sjálfu Opna breska meistaramótinu sem fram fer á St. Andrews í Skotlandi í júlí. Að auki fær sigurvegarinn keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer á Oakmont Country vellinum á næsta ári, og sjálfu Mastersmótinu á Augusta á næsta ári. Fyrir ári síðan komst Haraldur Franklín í 8 manna úrslit á þessu móti – sem er besti árangur hjá íslenskum kylfingi á þessu sögufræga móti. Árangur íslensku keppendanna er ótrúlega góður þar sem að tæplega 300 kylfingar tóku þátt og aðeins 64 efstu komust áfram í holukeppnina sem tók við eftir 36 holu höggleik. Opna breska áhugamannamótið fer fram að þessu sinni í Skotlandi en mótið fer fram á tveimur völlum, Carnoustie og Panmure Angus. Þetta er í 120. sinn sem þetta sögufræga mót fer fram. Fyrstu tveir keppnisdagarnir eru höggleikur þar sem keppendur spila um að komast í sjálfa holukeppnina. Alls tóku sjö íslenskir kylfingar þátt en alls tóku 288 kylfingar þátt frá 30 mismunandi þjóðlöndum. Tekið er mið af stöðu kylfinga á heimslista áhugamanna á þessu móti og aðeins þeir stigahæstu á þeim lista komast inn. Andri Þór Björnsson úr GR, Gísli Sveinbergsson, GK og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR náðu allir að komast í hóp 64 efstu og þeir eiga enn möguleika á að komast inn á stóra sviðið á risamótunum þremur. Guðmundur Ágúst lék best allra af íslensku keppendunum en hann endaði í þriðja sæti á - 5 (71-66), Gísli og Andri voru jafnir á +1 samtals í 49. sæti. Aron Júlíusson, GKG, (72-72) +2 Haraldur Franklín Magnús, GR (76-73) +6 Rúnar Arnórsson, GK, GK (77-72) +7 Ragnar Már Garðarsson, GKG (85-74) + 17 Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Íslensku kylfingarnir þrír halda sínu striki á Opna breska áhugamannamótinu og komust þeir allir í gegnum fyrstu umferðina í holukeppninni í dag. Ísland á því þrjá af alls 32 kylfingum sem eru enn með í keppninni á þessu sögufræga móti sem fram fer í Skotlandi. Andri Þór Björnsson (GR) sigraði Jeremy Paul frá Þýslalandi, 2/1. Gísli Sveinbergsson (GK) sigraði Ben Wheeler frá Englandi, 4/3. Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) sigraði Christoffer Bring frá Danmörku 2/1. Í 32 manna úrslitum á fimmtudaginn mæta íslensku kylfingarnir eftifarandi mótherjum: Andri Þór mætir Michel Cea frá Ítalíu, Gísli mætir Skotanum Grant Forrest og Guðmundur Ágúst mætir Mateusz Gradecki frá Póllandi. Það er að miklu að keppa á þessu móti þar sem að sigurvegarinn fær keppnisrétt á sjálfu Opna breska meistaramótinu sem fram fer á St. Andrews í Skotlandi í júlí. Að auki fær sigurvegarinn keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer á Oakmont Country vellinum á næsta ári, og sjálfu Mastersmótinu á Augusta á næsta ári. Fyrir ári síðan komst Haraldur Franklín í 8 manna úrslit á þessu móti – sem er besti árangur hjá íslenskum kylfingi á þessu sögufræga móti. Árangur íslensku keppendanna er ótrúlega góður þar sem að tæplega 300 kylfingar tóku þátt og aðeins 64 efstu komust áfram í holukeppnina sem tók við eftir 36 holu höggleik. Opna breska áhugamannamótið fer fram að þessu sinni í Skotlandi en mótið fer fram á tveimur völlum, Carnoustie og Panmure Angus. Þetta er í 120. sinn sem þetta sögufræga mót fer fram. Fyrstu tveir keppnisdagarnir eru höggleikur þar sem keppendur spila um að komast í sjálfa holukeppnina. Alls tóku sjö íslenskir kylfingar þátt en alls tóku 288 kylfingar þátt frá 30 mismunandi þjóðlöndum. Tekið er mið af stöðu kylfinga á heimslista áhugamanna á þessu móti og aðeins þeir stigahæstu á þeim lista komast inn. Andri Þór Björnsson úr GR, Gísli Sveinbergsson, GK og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR náðu allir að komast í hóp 64 efstu og þeir eiga enn möguleika á að komast inn á stóra sviðið á risamótunum þremur. Guðmundur Ágúst lék best allra af íslensku keppendunum en hann endaði í þriðja sæti á - 5 (71-66), Gísli og Andri voru jafnir á +1 samtals í 49. sæti. Aron Júlíusson, GKG, (72-72) +2 Haraldur Franklín Magnús, GR (76-73) +6 Rúnar Arnórsson, GK, GK (77-72) +7 Ragnar Már Garðarsson, GKG (85-74) + 17
Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira