Golden State NBA-meistari en Curry var ekki valinn bestur | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2015 10:50 Leikmenn Golden State Warriors um leið og lokaflautið gall. Vísir/Getty Golden State Warriors kórónaði frábært tímabil í nótt með því að tryggja sér fyrsta NBA-meistaratitil félagsins í 40 ár þegar liðið vann sjötta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Golden State Warriors vann þá 105-97 sigur á heimavelli Cleveland Cavaliers en Golden State liðið vann þrjá síðustu leiki sína eftir að hafa skipt um leikstíl og spilað með lávaxnara en jafnframt hreyfanlegra lið. Stephen Curry var með 25 stig og 8 stoðsendingar í leiknum en var þó ekki valinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Þau verðlaun fékk Andre Iguodala sem kom einmitt inn í byrjunarlið Warriors-liðsins þegar liðið var 2-1 undir í úrslitaeinvíginu. Andre Iguodala skoraði 25 stig í leiknum í nótt eins og Curry en liðsfélagi þeirra, Draymond Green, var með þrennu, skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Andre Iguodala spilaði frábæra vörn í einvíginu og var án vafa X-faktorinn í einvíginu enda leikmaður sem tókst á flug í sókninni þegar Steve Kerr setti hann inn í byrjunarliðið. Iguodala var með 20,3 stig að meðaltali í síðustu þremur leikjunum. LeBron James bætti við magnaða tölfræði sína í úrslitaeinvíginu með því að skora 32 stig, taka 18 fráköst og gefa 9 stoðsendingar en það var ekki nóg. Hann og félagar hans í liðinu virkuðu bensínslausir stóran hluta leiksins en tókst þó að kalla fram smá spennu í lokin með smá spretti þegar þetta var nánast orðið vonlaust. Matthew Dellavedova skoraði bara eitt stig í leiknum og J.R. Smith setti ekki skotin sín niður fyrr en það var orðið of seint. LeBron og félagar voru bara hjálparlitlir á móti breidd og samvinnu Golden State liðsins í lokaleikjunum. „Þetta er sérstakur hópur. Við settum tóninn strax í byrjun með því að leggja mikið á okkur og vinna þetta saman. Við munum minnast þessa kvölds lengi," sagði Stephen Curry eftir leikinn. Steve Kerr gerði Golden State Warriors því að NBA-meisturum á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í deildinni. Hann þakkað mönnum eins og þeim Andre Iguodala og David (Lee) sérstaklega fyrir í leikslok en þeir sættu sig báðir við að fara úr byrjunarliðinu og koma inn af bekknum. Golden State Warriors vann alls 83 leiki á tímabilinu og það eru aðeins Chicago Bulls liðin frá 1995-96 og 1996-97 sem hafa unnið fleiri á einu tímabili. Steve Kerr var einmitt leikmaður með báðum þeim liðum. Bið Cleveland borgar eftir titli lengist því enn en atvinnumannaliðin þrjú í borginni, Cavs, Browns (amerískur) Indians (hafnarbolti) hafa nú spilað samtals 144 tímabil í röð án þess að vinna titil. NBA Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Golden State Warriors kórónaði frábært tímabil í nótt með því að tryggja sér fyrsta NBA-meistaratitil félagsins í 40 ár þegar liðið vann sjötta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Golden State Warriors vann þá 105-97 sigur á heimavelli Cleveland Cavaliers en Golden State liðið vann þrjá síðustu leiki sína eftir að hafa skipt um leikstíl og spilað með lávaxnara en jafnframt hreyfanlegra lið. Stephen Curry var með 25 stig og 8 stoðsendingar í leiknum en var þó ekki valinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Þau verðlaun fékk Andre Iguodala sem kom einmitt inn í byrjunarlið Warriors-liðsins þegar liðið var 2-1 undir í úrslitaeinvíginu. Andre Iguodala skoraði 25 stig í leiknum í nótt eins og Curry en liðsfélagi þeirra, Draymond Green, var með þrennu, skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Andre Iguodala spilaði frábæra vörn í einvíginu og var án vafa X-faktorinn í einvíginu enda leikmaður sem tókst á flug í sókninni þegar Steve Kerr setti hann inn í byrjunarliðið. Iguodala var með 20,3 stig að meðaltali í síðustu þremur leikjunum. LeBron James bætti við magnaða tölfræði sína í úrslitaeinvíginu með því að skora 32 stig, taka 18 fráköst og gefa 9 stoðsendingar en það var ekki nóg. Hann og félagar hans í liðinu virkuðu bensínslausir stóran hluta leiksins en tókst þó að kalla fram smá spennu í lokin með smá spretti þegar þetta var nánast orðið vonlaust. Matthew Dellavedova skoraði bara eitt stig í leiknum og J.R. Smith setti ekki skotin sín niður fyrr en það var orðið of seint. LeBron og félagar voru bara hjálparlitlir á móti breidd og samvinnu Golden State liðsins í lokaleikjunum. „Þetta er sérstakur hópur. Við settum tóninn strax í byrjun með því að leggja mikið á okkur og vinna þetta saman. Við munum minnast þessa kvölds lengi," sagði Stephen Curry eftir leikinn. Steve Kerr gerði Golden State Warriors því að NBA-meisturum á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í deildinni. Hann þakkað mönnum eins og þeim Andre Iguodala og David (Lee) sérstaklega fyrir í leikslok en þeir sættu sig báðir við að fara úr byrjunarliðinu og koma inn af bekknum. Golden State Warriors vann alls 83 leiki á tímabilinu og það eru aðeins Chicago Bulls liðin frá 1995-96 og 1996-97 sem hafa unnið fleiri á einu tímabili. Steve Kerr var einmitt leikmaður með báðum þeim liðum. Bið Cleveland borgar eftir titli lengist því enn en atvinnumannaliðin þrjú í borginni, Cavs, Browns (amerískur) Indians (hafnarbolti) hafa nú spilað samtals 144 tímabil í röð án þess að vinna titil.
NBA Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira