Parið hélt Árneshreppi í gíslingu Jakob Bjarnar skrifar 16. júní 2015 12:31 Evu oddviti segir heimamenn dauðslifandi fegin að vera laus við parið úr sveitinni. Þau eru grunuð um umfangsmiklar gripdeildir. Svissneska parið sem braust inn í Kaupfélagið í Norðurfirði á Vestfjörðum í síðustu viku var handtekið í gærmorgun. Þungu fargi er létt af hinu fámenna samfélagi sem er í Árneshreppi, sem telur um 50 til 60 manns, eftir að parið var tekið. Óhætt er að segja að parið hafi haldið íbúum í hinu friðsæla samfélagi í gíslingu. Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti segir íbúum mjög létt, nú sé ófremdarástandi aflétt en parið hafði dvalist á svæðinu í þrjár vikur, í mikilli óþökk íbúa, sem voru á varðbergi.Þungu fargi afíbúum létt Vísir greindi frá því á föstudaginn að parið hafi rænt Kaupfélagið í Norðurfirði. Það gekkst við glæpnum, borgað 50 þúsund krónur og beðist afsökunar og virtist málinu lokið en svo er sem lögreglu hafi snúist hugur en og handtekið parið; íbúar hreppsins voru með böggum hildar vitandi af þeim á svæðinu, þar sem það hafðist við í tjaldi. Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum færðist undan viðtali um málið í morgun en fréttstofa fékk þó upplýsingar um að tilkynningar væri að vænta. Hvenær, er hins vegar ekki vitað. Eva oddviti féllst hins vegar góðfúslega á að segja Vísi undan og ofan af þessu sérkennilega máli.Eva oddviti segir parið hafa látið greipar sópa í sveitinni - fólk var sem í gíslingu.Létu greipar sópa í sveitinni „Já, þau voru handtekin og farið með þau héðan rétt fyrir hádegi í gær. Þá voru þau búin að vera hér í sveitinni í alla veganna tvær vikur og búið að gera fólki lífið mjög leitt.“Já, heimamenn voru mjög á varðbergi gagnvart þeim?„Já, það þýddi ekkert annað. Þau lögðu hendur á allt sem þau gátu. Fóru inn í búðina og tóku þar heilmikinn mat. Það kom í ljós eftir að lögreglan hafði verið tvisvar á staðnum að þau höfðu tekið miklu meira heldur en áætlað hafði verið. Þau létu bara greipar sópa.“Sérkennilegur glæpur má það heita, því það kom aldrei neinn annar sökudólgur til greina, en þau tvö? „Nei, það kom enginn annar til greina. Þau reyndu að stinga af frá reikningi sínum á Hótel Djúpavík. Höfðu þá borðað mjög mikið og allir voru mjög undrandi á því hvað svona bakpokaferðalangar leyfðu sér mikið í mat. Svo ætluðu þau sér bara að stinga af frá þessu og voru komin út á tröppur og vel það þegar náðist til þeirra til að láta þau borga reikninginn.“Vonar að þau verði send úr landiEn, það hefur komið fram að fólkið hafi gengist við glæpnum? „Jájá, þau gerðu það. Og borguðu einhverjar fimmtíu þúsund krónur. Svo var þeim bara sagt að haga sér skikkanlega og láta fólkið í friði, og þá yrðu þau látin í friði. Svo kom það bara í ljós að þetta var miklu meira. Þau voru búin að koma sér upp birgðastöðvum þarna úti á nesinu fyrir norðan kaupfélagið. Þetta var óþolandi fyrir fólk að hafa með sér lykla og læsa á eftir sér. Við erum ekkert vön því hér í sveitinni.“„Við höfum ekkert með svona gesti að gera“Þið hafið farið fram á það við lögreglu að það fjarlægði þetta fólk? „Já, eða... það var lögð fram kæra á endanum útaf þessum þjófnaði í Kaupfélaginu, því það kom í ljós að það voru miklu meiri vörur en reiknað hafði verið með. Það var nóg til þess. Og þau eru að öllum líkindum viðriðin fleiri mál, svo sem innbrotið í kirkjuna á Stafholti, held ég það heiti, og fleiri stöðum. Þau voru með landakort og með merkta staði sem þau ætluðu að sjá. En, vonandi fyrir alla verða þau bara send úr landi. Við höfum ekkert með svona gesti að gera.“Kom til væringa, áttuð þið í einhverjum samskiptum við fólkið? „Nei, það held ég ekki. Ég held að það hafi allir reynt að leiða þau hjá sér. Ekki að stofna til kynna við þau. Ég veit að þau voru stoppuð af en þau ætluðu að smíða sér skúr eða byrgi norður í Krossneslandinu. Þá voru þau stoppuð af og notuðu bara tjaldið sem þau voru með. Nei, það var ekkert stofnað til kynna, það kærði sig enginn um það enda kom það ekki til greina. Þetta fólk var ekkert að hugsa um að vingast við einn eða neinn. Þau voru bara einhvern veginn í sínum eigin heimi.“Heimamenn höfðu gætur á parinu, en ekkert fararsnið var á því. Þau eru nú í haldi lögreglu á Ísafirði en von er á tilkynningu þaðan.Grunuð um kökustuld frá gamalli frúEn, þarna vildu þau samt vera, hjá ykkur? „Greinilega. Þau hafa séð að það var ýmislegt uppúr okkur að hafa. Það var nú farið í frystikistu hjá gamalli frú hérna fyrir norðan og teknar kökur þaðan, og svoleiðis, því opin var hurðin inn til hennar part úr degi.“Þau hafa bara haldið samfélaginu í gíslingu? „Já, það má alveg segja það. Þetta var verulega leiðinlegt ástand.“Samfélagið er lítið, telur milli 50 og 60? „Og við erum fá. Og, erum ekki vön svona sendingum utan úr hinum stóra heimi. Erum vön að fá fólk sem er afskaplega ánægt með að heimsækja okkur og vill okkur allt hið besta en situr ekki að launráðum um okkur.“Þannig að þið eruð fegin því að þau eru nú farin? „Já, við erum voðalega fengin að vera laus við þetta. Ég get alveg sagt það,“ segir Eva oddviti í Árnesi. Tengdar fréttir Handtekin í þágu rannsóknar Lögregla hafði í gær hendur á hári þjófóttra ferðamanna á Ströndum. 16. júní 2015 08:00 Glæpasaga úr íslenskri sveit: Frönskumælandi glæpapar heldur hreppnum í heljargreipum Braust inn í Kaupfélagið í Norðurfirði en heldur kyrru fyrir á staðnum, í tjaldi sínu, eins og ekkert hafi í skorist. 12. júní 2015 14:49 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Svissneska parið sem braust inn í Kaupfélagið í Norðurfirði á Vestfjörðum í síðustu viku var handtekið í gærmorgun. Þungu fargi er létt af hinu fámenna samfélagi sem er í Árneshreppi, sem telur um 50 til 60 manns, eftir að parið var tekið. Óhætt er að segja að parið hafi haldið íbúum í hinu friðsæla samfélagi í gíslingu. Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti segir íbúum mjög létt, nú sé ófremdarástandi aflétt en parið hafði dvalist á svæðinu í þrjár vikur, í mikilli óþökk íbúa, sem voru á varðbergi.Þungu fargi afíbúum létt Vísir greindi frá því á föstudaginn að parið hafi rænt Kaupfélagið í Norðurfirði. Það gekkst við glæpnum, borgað 50 þúsund krónur og beðist afsökunar og virtist málinu lokið en svo er sem lögreglu hafi snúist hugur en og handtekið parið; íbúar hreppsins voru með böggum hildar vitandi af þeim á svæðinu, þar sem það hafðist við í tjaldi. Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum færðist undan viðtali um málið í morgun en fréttstofa fékk þó upplýsingar um að tilkynningar væri að vænta. Hvenær, er hins vegar ekki vitað. Eva oddviti féllst hins vegar góðfúslega á að segja Vísi undan og ofan af þessu sérkennilega máli.Eva oddviti segir parið hafa látið greipar sópa í sveitinni - fólk var sem í gíslingu.Létu greipar sópa í sveitinni „Já, þau voru handtekin og farið með þau héðan rétt fyrir hádegi í gær. Þá voru þau búin að vera hér í sveitinni í alla veganna tvær vikur og búið að gera fólki lífið mjög leitt.“Já, heimamenn voru mjög á varðbergi gagnvart þeim?„Já, það þýddi ekkert annað. Þau lögðu hendur á allt sem þau gátu. Fóru inn í búðina og tóku þar heilmikinn mat. Það kom í ljós eftir að lögreglan hafði verið tvisvar á staðnum að þau höfðu tekið miklu meira heldur en áætlað hafði verið. Þau létu bara greipar sópa.“Sérkennilegur glæpur má það heita, því það kom aldrei neinn annar sökudólgur til greina, en þau tvö? „Nei, það kom enginn annar til greina. Þau reyndu að stinga af frá reikningi sínum á Hótel Djúpavík. Höfðu þá borðað mjög mikið og allir voru mjög undrandi á því hvað svona bakpokaferðalangar leyfðu sér mikið í mat. Svo ætluðu þau sér bara að stinga af frá þessu og voru komin út á tröppur og vel það þegar náðist til þeirra til að láta þau borga reikninginn.“Vonar að þau verði send úr landiEn, það hefur komið fram að fólkið hafi gengist við glæpnum? „Jájá, þau gerðu það. Og borguðu einhverjar fimmtíu þúsund krónur. Svo var þeim bara sagt að haga sér skikkanlega og láta fólkið í friði, og þá yrðu þau látin í friði. Svo kom það bara í ljós að þetta var miklu meira. Þau voru búin að koma sér upp birgðastöðvum þarna úti á nesinu fyrir norðan kaupfélagið. Þetta var óþolandi fyrir fólk að hafa með sér lykla og læsa á eftir sér. Við erum ekkert vön því hér í sveitinni.“„Við höfum ekkert með svona gesti að gera“Þið hafið farið fram á það við lögreglu að það fjarlægði þetta fólk? „Já, eða... það var lögð fram kæra á endanum útaf þessum þjófnaði í Kaupfélaginu, því það kom í ljós að það voru miklu meiri vörur en reiknað hafði verið með. Það var nóg til þess. Og þau eru að öllum líkindum viðriðin fleiri mál, svo sem innbrotið í kirkjuna á Stafholti, held ég það heiti, og fleiri stöðum. Þau voru með landakort og með merkta staði sem þau ætluðu að sjá. En, vonandi fyrir alla verða þau bara send úr landi. Við höfum ekkert með svona gesti að gera.“Kom til væringa, áttuð þið í einhverjum samskiptum við fólkið? „Nei, það held ég ekki. Ég held að það hafi allir reynt að leiða þau hjá sér. Ekki að stofna til kynna við þau. Ég veit að þau voru stoppuð af en þau ætluðu að smíða sér skúr eða byrgi norður í Krossneslandinu. Þá voru þau stoppuð af og notuðu bara tjaldið sem þau voru með. Nei, það var ekkert stofnað til kynna, það kærði sig enginn um það enda kom það ekki til greina. Þetta fólk var ekkert að hugsa um að vingast við einn eða neinn. Þau voru bara einhvern veginn í sínum eigin heimi.“Heimamenn höfðu gætur á parinu, en ekkert fararsnið var á því. Þau eru nú í haldi lögreglu á Ísafirði en von er á tilkynningu þaðan.Grunuð um kökustuld frá gamalli frúEn, þarna vildu þau samt vera, hjá ykkur? „Greinilega. Þau hafa séð að það var ýmislegt uppúr okkur að hafa. Það var nú farið í frystikistu hjá gamalli frú hérna fyrir norðan og teknar kökur þaðan, og svoleiðis, því opin var hurðin inn til hennar part úr degi.“Þau hafa bara haldið samfélaginu í gíslingu? „Já, það má alveg segja það. Þetta var verulega leiðinlegt ástand.“Samfélagið er lítið, telur milli 50 og 60? „Og við erum fá. Og, erum ekki vön svona sendingum utan úr hinum stóra heimi. Erum vön að fá fólk sem er afskaplega ánægt með að heimsækja okkur og vill okkur allt hið besta en situr ekki að launráðum um okkur.“Þannig að þið eruð fegin því að þau eru nú farin? „Já, við erum voðalega fengin að vera laus við þetta. Ég get alveg sagt það,“ segir Eva oddviti í Árnesi.
Tengdar fréttir Handtekin í þágu rannsóknar Lögregla hafði í gær hendur á hári þjófóttra ferðamanna á Ströndum. 16. júní 2015 08:00 Glæpasaga úr íslenskri sveit: Frönskumælandi glæpapar heldur hreppnum í heljargreipum Braust inn í Kaupfélagið í Norðurfirði en heldur kyrru fyrir á staðnum, í tjaldi sínu, eins og ekkert hafi í skorist. 12. júní 2015 14:49 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Handtekin í þágu rannsóknar Lögregla hafði í gær hendur á hári þjófóttra ferðamanna á Ströndum. 16. júní 2015 08:00
Glæpasaga úr íslenskri sveit: Frönskumælandi glæpapar heldur hreppnum í heljargreipum Braust inn í Kaupfélagið í Norðurfirði en heldur kyrru fyrir á staðnum, í tjaldi sínu, eins og ekkert hafi í skorist. 12. júní 2015 14:49
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent