Lykilvitni í frelsissviptingarmáli veit lítið: Segist þó ekki óttast Skeljagrandabróður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2015 16:45 Kristján Markús Sívarsson í Héraðsdómi Reykjaness. vísir/vilhelm Félagi piltsins sem Kristján Markús Sívarsson og tveir 19 ára drengir eru ákærðir fyrir að ráðast á og svipta frelsi sínu í heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd í ágúst í fyrra bar vitni í málinu í dag. Má segja að um lykilvitni sé að ræða þar sem maðurinn fór með piltinn í Vogana og var í húsinu þegar meint árás átti sér stað. Bar pilturinn fyrir dómi á föstudaginn að þessi félagi hans hefði ekki tekið þátt í ofbeldinu en þó séð hvað fram fór. Sagði pilturinn að hann hafi meðal annars fengið rafstuð í kynfæri, verið látinn drekka átta flöskur af smjörsýru og sleikja hundapiss og hráka af gólfinu á meðan á árásinni stóð.Ætluðu að fara í gleðskap í Vogunum Maðurinn sem kom með fórnarlambinu kvaðst fyrir dómi í dag muna að hafa farið með piltinum í Vogana. Hann mundi ekki klukkan hvað það hefði verið en að þeir hefðu tekið leigubíl. Aðspurður hvers vegna þeir fóru í Vogana sagði hann þá hafa ætlað að fara í gleðskap þar. Félaga hans hafi litist vel á það og þeir farið af stað. Hann kannaðist ekki við að Kristján hafi sagt honum að koma með fórnarlambið í Vogana í ákveðnum tilgangi. Þá var hann spurður að því hvað hafi gerst þegar þeir komu inn í húsið. Sagði maðurinn að hann hefði sest í stofuna og farið beint í tölvuna. Ekkert hafi komið fyrir piltinn sem Kristján á að hafa ráðist á í félagi við drengina tvo. Að minnsta kosti kvaðst maðurinn ekki vita til þess eða hafa séð neitt koma fyrir hann. Hann hafi til að mynda ekki séð Kristján kýla piltinn.„Ég er ekki sálfræðingur“ Hann sagði þó að hann hefði á einhverjum tímapunkti heyrt öskur og læti en hann hafi ekki vitað hver væri að kalla. Saksóknari í málinu spurði manninn í hvernig ástandi pilturinn hafi verið þegar þeir fóru. Sagði hann að þeir hefðu verið í svipuðu ástandi. Saksóknarinn spurði hann þá hvort að piltinum hafi liðið vel. „Ég er ekki sálfræðingur,“ svaraði maðurinn.Leita að þremur vitnum Var þá vitnað til lögregluskýrslu mannsins þar sem hann sagði piltinn hafa verið grátandi þegar þeir fóru. Kvaðst maðurinn ekki muna eftir því. Að lokum var hann spurður að því hvort hann óttaðist ákærðu í málinu. Svaraði hann því neitandi. Aðalmeðferð var í dag frestað um viku. Enn eiga þrjú vitni eftir að koma fyrir dóminn en erfiðlega hefur gengið að hafa upp á þeim. Er vonast til að þau finnist fyrir næsta mánudag svo ljúka megi vitnaleiðslum og í kjölfarið munnlegum málflutningi. Tengdar fréttir Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: Piltinum hótað lífláti ef hann segði frá Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. 15. júní 2015 13:24 Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30 Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57 Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Maður sem ráðist var á í febrúar í fyrra segist enn glíma við andleg og líkamleg eftirköst árásarinnar. 12. júní 2015 15:36 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Félagi piltsins sem Kristján Markús Sívarsson og tveir 19 ára drengir eru ákærðir fyrir að ráðast á og svipta frelsi sínu í heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd í ágúst í fyrra bar vitni í málinu í dag. Má segja að um lykilvitni sé að ræða þar sem maðurinn fór með piltinn í Vogana og var í húsinu þegar meint árás átti sér stað. Bar pilturinn fyrir dómi á föstudaginn að þessi félagi hans hefði ekki tekið þátt í ofbeldinu en þó séð hvað fram fór. Sagði pilturinn að hann hafi meðal annars fengið rafstuð í kynfæri, verið látinn drekka átta flöskur af smjörsýru og sleikja hundapiss og hráka af gólfinu á meðan á árásinni stóð.Ætluðu að fara í gleðskap í Vogunum Maðurinn sem kom með fórnarlambinu kvaðst fyrir dómi í dag muna að hafa farið með piltinum í Vogana. Hann mundi ekki klukkan hvað það hefði verið en að þeir hefðu tekið leigubíl. Aðspurður hvers vegna þeir fóru í Vogana sagði hann þá hafa ætlað að fara í gleðskap þar. Félaga hans hafi litist vel á það og þeir farið af stað. Hann kannaðist ekki við að Kristján hafi sagt honum að koma með fórnarlambið í Vogana í ákveðnum tilgangi. Þá var hann spurður að því hvað hafi gerst þegar þeir komu inn í húsið. Sagði maðurinn að hann hefði sest í stofuna og farið beint í tölvuna. Ekkert hafi komið fyrir piltinn sem Kristján á að hafa ráðist á í félagi við drengina tvo. Að minnsta kosti kvaðst maðurinn ekki vita til þess eða hafa séð neitt koma fyrir hann. Hann hafi til að mynda ekki séð Kristján kýla piltinn.„Ég er ekki sálfræðingur“ Hann sagði þó að hann hefði á einhverjum tímapunkti heyrt öskur og læti en hann hafi ekki vitað hver væri að kalla. Saksóknari í málinu spurði manninn í hvernig ástandi pilturinn hafi verið þegar þeir fóru. Sagði hann að þeir hefðu verið í svipuðu ástandi. Saksóknarinn spurði hann þá hvort að piltinum hafi liðið vel. „Ég er ekki sálfræðingur,“ svaraði maðurinn.Leita að þremur vitnum Var þá vitnað til lögregluskýrslu mannsins þar sem hann sagði piltinn hafa verið grátandi þegar þeir fóru. Kvaðst maðurinn ekki muna eftir því. Að lokum var hann spurður að því hvort hann óttaðist ákærðu í málinu. Svaraði hann því neitandi. Aðalmeðferð var í dag frestað um viku. Enn eiga þrjú vitni eftir að koma fyrir dóminn en erfiðlega hefur gengið að hafa upp á þeim. Er vonast til að þau finnist fyrir næsta mánudag svo ljúka megi vitnaleiðslum og í kjölfarið munnlegum málflutningi.
Tengdar fréttir Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: Piltinum hótað lífláti ef hann segði frá Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. 15. júní 2015 13:24 Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30 Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57 Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Maður sem ráðist var á í febrúar í fyrra segist enn glíma við andleg og líkamleg eftirköst árásarinnar. 12. júní 2015 15:36 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: Piltinum hótað lífláti ef hann segði frá Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. 15. júní 2015 13:24
Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30
Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57
Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Maður sem ráðist var á í febrúar í fyrra segist enn glíma við andleg og líkamleg eftirköst árásarinnar. 12. júní 2015 15:36