Birgir Leifur lék frábært golf á lokahringnum í Belgíu 14. júní 2015 15:41 Birgir Leifur lék lokahringinn á 6 höggum undir pari og var á 8 höggum undir pari samanlagt. vísir/getty Birgir Leifur Hafþórsson lék frábært golf á lokahringnum á KPMG Áskorendamótinu sem fram fór í Belgíu í dag. Íslandsmeistarinn lék á 66 höggum eða 6 höggum undir pari vallarins og hann endaði á 8 höggum undir pari samanlagt. Birgir endaði í 8.-11. sæti og tryggði hann sér keppnisrétt á næsta móti á þessari mótaröð sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Birgir ætlaði sér að leika á Nordic League móti í Noregi í næstu viku en hann fær keppnisrétt á Najeti Open mótinu sem fram fer á Aa Saint-Omer vellinum í Lumbres í Frakklandi. Þetta er annað mótið á þessu tímabili sem Birgir Leifur tekur þátt í á Áskorendamótaröðinni og mótið í Frakklandi verður það þriðja á þessu tímabili. „Það var geggjað veður á lokahringnum og ég byrjaði vel, fann góðan takt í sveiflunni. Upphafshöggin voru góð og ég ákvað að taka áhættuna og spila grimmt. Það gekk upp og ég er mjög sáttur. Ég var ekki alveg nógu þolinmóður fyrstu tvo dagana og lét hlutina fara í skapið á mér. Um helgina vann ég í því og hugsaði aðeins um þá hluti sem ég gat stjórnað. Hlutirnir gengu því betur í kjölfarið,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson við golf.is í dag. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson lék frábært golf á lokahringnum á KPMG Áskorendamótinu sem fram fór í Belgíu í dag. Íslandsmeistarinn lék á 66 höggum eða 6 höggum undir pari vallarins og hann endaði á 8 höggum undir pari samanlagt. Birgir endaði í 8.-11. sæti og tryggði hann sér keppnisrétt á næsta móti á þessari mótaröð sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Birgir ætlaði sér að leika á Nordic League móti í Noregi í næstu viku en hann fær keppnisrétt á Najeti Open mótinu sem fram fer á Aa Saint-Omer vellinum í Lumbres í Frakklandi. Þetta er annað mótið á þessu tímabili sem Birgir Leifur tekur þátt í á Áskorendamótaröðinni og mótið í Frakklandi verður það þriðja á þessu tímabili. „Það var geggjað veður á lokahringnum og ég byrjaði vel, fann góðan takt í sveiflunni. Upphafshöggin voru góð og ég ákvað að taka áhættuna og spila grimmt. Það gekk upp og ég er mjög sáttur. Ég var ekki alveg nógu þolinmóður fyrstu tvo dagana og lét hlutina fara í skapið á mér. Um helgina vann ég í því og hugsaði aðeins um þá hluti sem ég gat stjórnað. Hlutirnir gengu því betur í kjölfarið,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson við golf.is í dag.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira