Úlfur Úlfur með nýtt myndband: Með slefandi St. Bernard hunda yfir sér Stefán Árni Pálsson skrifar 11. júní 2015 10:57 Myndbandið er frábært. vísir „Tvær Plánetur er fyrst og fremst fjölbreytt og persónuleg. Það eru lög þarna til að bæði dansa og kúra við. Sum fá þig til að hugsa og önnur til þess að kýla næsta mann,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur í hljómsveitinni Úlfur Úlfur. Hljómsveitin sendi frá sér sína aðra breiðskífu í gær sem ber nafnið Tvær plánetur. Nýtt myndband var síðan frumsýnt á Lof Hostel í gærkvöldi og var mikill fjöldi mættur á svæðið. Arnar myndar sveitina ásamt Helga Sæmundi Guðmundsyni. Þeir gefa plötuna út sjálfir en Record Records sér um dreifingu og kom hún í verslanir í dag. „Innblásturinn er einfaldlega lífið sjálft, íslenskur veruleiki og allt sem honum fylgir – að vera milli tvítugs og þrítugs að díla allskonar hluti. Það eru ákveðnar reglur sem þarf að fylgja þegar maður er rappari, t.d. að vera sjálfhverfur og erfiður almennt, en ég er fullviss um að hver sem er geti tengt við flest lögin.“ Sjá einnig: Hafa þroskast mikið tónlistarlega Platan var heil þrjú ár í vinnslu en langflest lögin urðu til í fyrra, sumarið 2014. „Platan fjallar í raun um það tímabil í lífi okkar. Við vorum báðir að vinna úr allskyns tilfinningum á þeim tíma og notuðum þær sem eldsneyti fyrir þessa plötu. Ekki að þetta sé eintómt drama sko, þetta er bara raunverulegt shit. Hæðir og lægðir og þannig.“Arnar og Helgi.Þeir félagar fengu Kött Grá Pje með sér í þessa plötu. „Hann hefur verið í miklu uppáhaldi í mörg ár. Hann er fyrst og fremst frábær rappari og ljúfmenni en jafnframt svo kynþokkafullur að ég verð hálf ringlaður bara af því að hugsa um það.“ „Myndbandið var tekið upp á tveimur dögum núna í maí og er þetta er annað myndbandið sem við vinnum saman,“ segir Magnús Leifsson, leikstjóri myndbandsins. „Tökurnar gengu eiginlega bara fáránlega vel og maður finnur ekki skemmtilegri menn að vinna með. Við kynntum okkur vel hvernig væri að vera með hest í umferðinni og komust að þeirri reglu að hesturinn hefur víst ávalt forgang. Við vorum eiginlega hálf hissa að við lentum ekki í neinum sem setti spurningamerki við þetta.“ Hann segir að þeir hafi komist að því að það sé ekkert grín að stjórna st. bernard hundum. „Það gat verið smá basl að eiga við þessa fallegu, stóru og sterku hunda. Kött Grá Pje á skilið einhverja orðu fyrir að tækla þessar tökur vel þegar hann var með þá þarna slefandi látlaust yfir sig í bílnum.“ Hér að neðan má sjá myndbandið sem er glæsilegt. Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Sjá meira
„Tvær Plánetur er fyrst og fremst fjölbreytt og persónuleg. Það eru lög þarna til að bæði dansa og kúra við. Sum fá þig til að hugsa og önnur til þess að kýla næsta mann,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur í hljómsveitinni Úlfur Úlfur. Hljómsveitin sendi frá sér sína aðra breiðskífu í gær sem ber nafnið Tvær plánetur. Nýtt myndband var síðan frumsýnt á Lof Hostel í gærkvöldi og var mikill fjöldi mættur á svæðið. Arnar myndar sveitina ásamt Helga Sæmundi Guðmundsyni. Þeir gefa plötuna út sjálfir en Record Records sér um dreifingu og kom hún í verslanir í dag. „Innblásturinn er einfaldlega lífið sjálft, íslenskur veruleiki og allt sem honum fylgir – að vera milli tvítugs og þrítugs að díla allskonar hluti. Það eru ákveðnar reglur sem þarf að fylgja þegar maður er rappari, t.d. að vera sjálfhverfur og erfiður almennt, en ég er fullviss um að hver sem er geti tengt við flest lögin.“ Sjá einnig: Hafa þroskast mikið tónlistarlega Platan var heil þrjú ár í vinnslu en langflest lögin urðu til í fyrra, sumarið 2014. „Platan fjallar í raun um það tímabil í lífi okkar. Við vorum báðir að vinna úr allskyns tilfinningum á þeim tíma og notuðum þær sem eldsneyti fyrir þessa plötu. Ekki að þetta sé eintómt drama sko, þetta er bara raunverulegt shit. Hæðir og lægðir og þannig.“Arnar og Helgi.Þeir félagar fengu Kött Grá Pje með sér í þessa plötu. „Hann hefur verið í miklu uppáhaldi í mörg ár. Hann er fyrst og fremst frábær rappari og ljúfmenni en jafnframt svo kynþokkafullur að ég verð hálf ringlaður bara af því að hugsa um það.“ „Myndbandið var tekið upp á tveimur dögum núna í maí og er þetta er annað myndbandið sem við vinnum saman,“ segir Magnús Leifsson, leikstjóri myndbandsins. „Tökurnar gengu eiginlega bara fáránlega vel og maður finnur ekki skemmtilegri menn að vinna með. Við kynntum okkur vel hvernig væri að vera með hest í umferðinni og komust að þeirri reglu að hesturinn hefur víst ávalt forgang. Við vorum eiginlega hálf hissa að við lentum ekki í neinum sem setti spurningamerki við þetta.“ Hann segir að þeir hafi komist að því að það sé ekkert grín að stjórna st. bernard hundum. „Það gat verið smá basl að eiga við þessa fallegu, stóru og sterku hunda. Kött Grá Pje á skilið einhverja orðu fyrir að tækla þessar tökur vel þegar hann var með þá þarna slefandi látlaust yfir sig í bílnum.“ Hér að neðan má sjá myndbandið sem er glæsilegt.
Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Sjá meira